Svona eignuðust sumir mikinn kvóta

Þegar kvótakerfið var fyrst sett á 1984 var eingöngu kvóti í fáum tegundum t.d. þorski.  Allir fengu í byrjun úthlutað miðað við veiðireynslu sl. 3 ár.  Þeir sem vildu og fengu að vita að fljótlega yrðu aðrar tegundir kvótasettar, fóru nú að landa miklu magni af þorski, sem skráður var sem ýsa og hjá mörgum var þetta um að ræða nokkur hundruð tonn á hverju ári.  Svo kom að því að ýsan var kvótasett og fengu þá allir úthlutað kvóta miðað við veiðireynslu sl. 3 ár, nú var þorski landað sem steinbít, sem var utan kvóta, svo kom að því að steinbítur var settur í kvóta og fengu þá allir úthlutað kvóta miðað við veiði reynslu sl. 3 ár, alltaf skilaði svindlið sínu, veiðireynslan var alltaf fyrir hendi.  Svona gat útgerðarmaður sem fékk í byrjun ekki mjög mikinn kvóta unnið sig upp með svindli og bætt reglulega við sinn kvóta í öðrum tegundum.  Á þessum tíma var eftirlit mjög lítið og meira að segja Fiskistofa var ekki stærri en svo að öll hennar starfsemi komst fyrir í einni skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu.  Í dag er þessum sagt að þessir útgerðmenn hefðu kunnað að vinna með kerfinu og væru því vel settir í dag.  Einnig var á sínum tíma í gangi svokölluð línutvöföldum sem virkaði þannig að sá fiskur sem veiddur var á línu var ekki skráður nema að hálfu til kvóta til að veiða 2 tonn af þorski þurfti ekki nema 1 tonn af þorskkvóta.  Síðan barði LÍÚ það í gegn að þessi línutvöföldun yrði lögð niður og sem bætur fyrir þetta fengu línubátarnir aukinn kvóta sem nam 50% af Því magni sem viðkomandi skip hafði veitt sl. 3 ár og mörg dæmi voru um að skip höfðu skipt um eigendur og kvóti þeirra fluttur á önnur skip og fengu jafnvel sumir togarar þessar bætur vegna línuveiða vegna þess að á þá höfðu verið fluttur af kvóti af línuskipum.   Ég veit dæmi um skip þar sem nær allur aflakvótinn varð til með þessum hætti: línubætur+svindl=góður kvóti=góður útgerðamaður. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband