Formúla 1

Nú hefur frétts að Sýn hafi náð að kaupa réttinn til að sýna Formúlu 1 á næsta ári.  Þetta hefur hingað til verið sýnt á RÚV en eitthvað virðast þeir vera blankir þessa daganna og ekki haft efni á að keppa við Sýn.  Páll Magnússon forstjóri RÚV hefur sagt um hin miklu laun sem hann hefur nú fengið (1,5 milljón á mánuði) og afnot af 9 milljón króna jeppa, að hann yrði að sjálfsögðu að vera á svipuðum launum og kjörum og væru hjá hliðstæðum fyrirtækjum.  Er þá nokkuð óeðlilega krafa að Páll Magnússon standi sig í sínu starfi, það er ekki nóg að heimta bara laun eins og eru hjá öðrum fyrirtækjum, það verður líka að vinna fyrir þeim launum og taka því að menn eru yfirleitt reknir ef þeir standa sig ekki.

Þetta er eini íþróttarviðburðurinn sem ég hef fylgst með og þykir ansi hart að útvarpstjóri sé svo slappur í viðskiptum að hann geti ekki keppt við aðrar sjónvarpsstöðvar um efni.  Ef ég ætla að fylgjast með Formúlu 1 á næsta ári, verð ég að kaupa áskrift að Sýn sem mun kosta hátt í 5 þúsund á mánuði bara til að geta fylgst með þessari einu keppni.  Er það virkilega svo að laun Páls Magnússonar hafa algeran forgang og dagskráin verði síðan aukaatriði?  Ég fer að halda það og krefst þess að þeir sem sitja í stjórn hjá RÚV reki Pál Magnússon sem fyrst.  A.m.k. verði hann látinn hætta að lesa fréttir svo maður þurfi ekki að horfa á þennan monthana á næstum því, hverju kvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

formúlan verður í opinni dagskrá á sýn.

Óðinn Þórisson, 24.10.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú ég vissi það ekki og er þetta þá allt hið besta mál.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: gudni.is

Ég telst víst vera mjög mikill áhugamaður um Formúlu 1 og mér brá fyrst þegar ég heyrði að formúlan væri á leiðinni upp á SÝN. Ég held hinsvegar að það sé ekki mikið að óttast. Þeir mega ekki senda hana út öðruvísi en í ólæstri dagskrá og ákveðnar kvaðir eru í samningum um það hvernig þeir verði að sinna formúlunni hið minnsta. Þannig að ég held bara að þegar uppi verður staðið þá verði þetta eflaust bara einhverskonar áherslubreyting og að einhverju leyti til bóta fyrir áhugann á Íslandi?

Eitt annað Jakob.. Pabbi minn sá þig í bloggvinalistanum mínum og fór aðeins að tala um þig og að hann hefði lesið skrif þín. Hann bað mig að skila kærri kveðju til þín. Hann man eftir þér frá því á síðustu öld.... Hann heitir Þorbjörn og hann rak um árabil Bílaleigu Arnarflugs á Flugvallarveginum í Reykjavík, eða allt til ársins 1994 og hann segir mér að þú hafir oft skipt við hann í gamla daga með bílaleigubíla. Ég vann reyndar sjálfur líka á bílaleigunni sem unglingur í þá daga en ég er ekki svona minnugur eins og faðir minn....

gudni.is, 25.10.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt Guðni og ég bið að heilsa föður þínum, en við áttum gott samstarf á sínum tíma.

Jakob Falur Kristinsson, 25.10.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband