Hrefnuveiðar

Nú birta sérfræðingar hjá Hafrannsóknastofnun niðurstöður um talningu á fjölda hrefnu.  Þar kemur fram að við Ísland eru um 60.000 hrefnur sem éta um 140.000 tonn af þorski eða 10 þúsund tonnum meira en útgefið aflamark er á þessu ári í þorski, sem þýðir að hver hrefna er að éta um 2,5 tonn af þorski á ári.  Ef tekið er allt Norður-Atlandshafið er fjöldin áætlaður 184.000 hrefnur og talið að sá fjöldi éti árlega um 2 milljónir tonna af sjávarfangi á ári.  Í þessum er ekki tekið með allt það sem hvalurinn étur af fæðu sem annars stæðu okkar fisktegundum til boða.

Hvað lengi ætlum við að horfa á þessar skepnur éti okkur út á gaddinn.  Þótt leyfðar hafi verið veiðar á hrefnu, eru þær svo smáar í sniðum að þær skipta varla máli.  Ef við erum í raun að meina það að við viljum byggja okkar upp okkar fiskistofna verðum við að taka á þessu vandamáli og stórauka veiðar á hrefnu og öðrum hvalategundum og ekki vera að velta fyrir okkur hvort hægt sé að selja afurðirnar, það skipti ekki máli.  Við gætum alla veganna gefið hungruðu fólki í Afríku kjötið af þessum skepnum.  Ríkið ætti að styrkja þessar hvalveiðar myndarlega í þeim tilgangi að vernda okkar fiskistofna.  Eins og staðan er í dag skipta okkar þorskveiðar engu máli því bara hrefnan étur meira af þorski en við veiðum.  Skjóta á allar þessar hvalategundir bara til að fækka þeim og hætta öllu kjaftæði um markaði fyrir hvalkjöt, þessar skepnur eru að ræna okkar dýrmætustu auðlind og hvað á að gera við þjófa og ræningja?  Auðvitað að stoppa þá af og í þessu tilfelli eru engin fangelsisúrræði til, heldu verður hreinlega að slátra þessum skepnum og það sem fyrst.  Ætlum við að horfa aðgerðarlaust á að hrefnur við Ísland éti meira af þorski árlega en við íslendingar teljum óhætt að veiða.  Og hvað skyldu svo þessar skepnur vera lengi að útrýma öllum þorskstofninum ef ekkert verður að gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér sýnist þetta varla ganga upp enda hrefnan dreifð um allan sjó og þyrfti sjálfsagt að taka þúsundir af henni árlega til að sæi högg á vatni. Svo er óvíst að það hefði neitt að segja þar sem hrefna gæti allt eins sótt hingað annars staðar frá ef þeim fækkaði að marki hér.

Hrefnan hefur síðan að sjálfsögðu miklu lengri veiðihefð hér við land en við og ekki tókst henni á þúsundum ára að útrýma þorskinum og tekst varla enn. Við þurfum held ég fyrst og fremst að horfa í eigin barm.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hrefnan er ekkert dreifð um allan sjó, hún heldur sig í stórum hópum og það skiptir engu máli þótt hrefnan hafi lengri veiðihefð en við hér við land.  Það veit enginn hvenær hrefnunni fór að fjölga svona gríðarlega, hún var ekki hér við land fyrir 1000 árum í sama magni og í dag.  Í gegnum aldirnar hefur hvalastofnum í Norður-Atlandshafi verið haldið í skefjum með veiðum og nýtt til matar ofl.  Það eru mörg hundruð ár síðan orðið hvalreki festist í íslenskri tungu.  Nei við eigum ekki að hlusta á neitt helvítis svartsýniskjaftæði, heldur skjóta þessar skepnur í þúsunda tali.

Jakob Falur Kristinsson, 29.10.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er ekki alveg pólitískt korrekt umræða þar sem viðhorf fólks til hvala hefur verið hannað á vissan hátt og grautað með tilfinningar í því sambandi eins og þú veist.

Ég hef í sjálfu sér ekki á móti því að hrefnan sé veidd ef það gengur upp efnahagslega. Jafnvel mætti hugsanlega borga eitthvað með slíku ef kjötið færi í einhvers konar gjafafæði til þriðja heimsins. Allt slíkt má skoða. En mér er til efs að hægt væri að losna við tugþúsundir tonna af kjöti og jafnvel þó svo væri myndi slíkt rekast á hagsmuni annarra kjötframleiðenda og allt eins er líklegt að þeir kosti pólitíkusa og aðrar málpípur sem aftur kjafta málið til dauðs. Þetta er alltaf frekar fyrirsjáanlegt.

Mér lýst nú ekki alveg á þessar útrýmingarhugmyndir eins og um meindýr sé að ræða en það má auðvitað ræða hlutina.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband