Tíu litlir negrastrákar

Nú er allt að verða vitlaust út af endurútgáfu á þessari bók, sem lengi vel var vinsæl barnabók en hefur nú verið endurútgefin þar sem hún hefur ekki verið fáanleg um langt skeið.  Nú á þessi bók að vera stórhættuleg börnum og margir foreldrar hafa óskað eftir því að hún verði ekki lesin fyrir börn sín á leikskólum landsins.  Sumir vilja ganga svo langt að banna þessa bók.  Mér er með öllu óskiljanlegt hvað er athugavert við þessa bók núna.  Ég átti þessa bók sem barn og las hana oft án þess að bíða skaða af eða verða einhver kynþáttahatari.  Þetta er falleg saga um tíu litla negrastráka og fallega myndskreytt af listamanninum Mugg.  Auðvitað eru myndirnar í bókinni af svörtum strákum, væri ekki svolítið skrýtið ef myndirnar um negrastrákana væru af hvítum strákum.  Hvað er hættulegt við það að börn viti að allt fólk er ekki allt eins á litinn?  Flest allt fólk frá Afríku er svart og á þeim tíma sem sagan er skrifuð var svart fólk kallað negrar og er svo enn í dag.  Það eru ekki til hvítir negrar og þess vegna eru myndirnar í bókinni af svörtum strákum.  Hvað með söguna af Rauðhettu, þar sem úlfurinn át ömmuna er það falleg saga? Eða sagan um Mjallhvít og dvergana er ekki þar verið að gera lítið úr lávöxnu fólki?  Fleira mætti týna til og finna út úr hinum ýmsu barnabókum eitthvað sem gæti sært viðkvæmar sálir.  Við eru að ganga alltof langt í þessari viðkvæmni og sjálfskipaðir sérfræðingar telja sig hafa allan rétt á að segja hvað börn okkar mega lesa og hvað ekki.  Við eigum ekki að hlusta á þetta kjaftæði og halda áfram að lesa tíu litlu negrastrákanna fyrir börnin, þau verða ekki rasistar af því.  Það er þá eitthvað mikið að uppeldi barna hjá foreldrum sem ekki þora að lesa þessa fallegu sögu fyrir börn sín.  Svo að lokum eru ekki okkar ástsælu Íslendingasögur fullar af drápum og viðbjóði, ætti ekki að setja þær líka á bókarbrennuna miklu þegar við hreinsum til í okkar bókmenntum og menningu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég á mjög erfitt með að skilja þessi læti, ég sé bara ekkert að þessari bók.  Auðvitað hafa orðið þjóðfélagslegar breytingar frá því að þessi bók kom út fyrst en það þýðir ekki, að mínum dómi, að við eigum að varpa öllum okkar menningararfi fyrir róða t.d allt sem var skrifað fyrir 1980 bara að henda því.  Hvað með Íslendingasögurnar, í þeim er talað um þræla  og mannvíg,eiga börnin nokkuð að sjá þetta?  Svona mætti lengi telja.  Hvað verður það næsta sem ekki má lesa (er óhollt fyrir börnin og kemur innranghugmundum)?

Jóhann Elíasson, 29.10.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband