Bíldudalur

Þá er endalega útséð að fiskvinnsla á Bíldudal hefst ekki á næstunni eins og eftirfarandi viðtal við bæjarstjóra sem birtist í BB á Ísafirði ber með sér;

"Lokun Stapa kemur bæjarstjóra Vesturbyggðar ekki á óvart Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að lokun fiskvinnslunnar Stapa ehf. á Bíldudal komi sér ekki á óvart. Það hafi verið greinilegt undanfarnar vikur, í hvað stefndi. „Vesturbyggð hefur verið hálfgerður aðili að þessu fyrirtæki undanfarnar vikur og fréttirnar koma okkur því ekki á óvart. Það var lagt upp með ákveðnar forsendur og vilyrði frá ríkinu en það hefur ekki skilað sér.“ Ragnar var ófáanlegur að segja til um hvaða vilyrði hann ætti við. Hann sagði afleiðingarnar fyrir Vesturbyggð litlar þar sem atvinnuleysi væri lítið sem ekkert á staðnum. „Þetta hefur engar afleiðingar fyrir Vesturbyggð. Þetta fór í gang í maí og gekk þá í mánuð. Þetta er búið að vera svona í mörg ár.“

Fiskvinnslan, sem hóf rekstur í maí síðastliðnum, hefur glímt við rekstrarerfiðleika frá byrjun, bæði vegna hráefnisskorts og eins var reksturinn byggður á veikum fjárhagsgrunni. Félagið var í upphafi stofnað í sameiginlegu átaki stjórnvalda, bæjarstjórnar og svo fiskvinnslanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálknafirði, en þegar það var sett á laggirnar voru tvö ár frá því fiskvinnsla var síðast á staðnum."
 

Þar sem þetta er búið að vera svona nokkuð lengi er það allt í lagi eftir því sem bæjarstjórinn segir og hefur engin áhrif fyrir Vesturbyggð.  Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta.  Er hæstvirtum bæjarstjóra nákvæmlega sama þótt fólk á Bíldudal hafi enga atvinnu?  Veit hann ekki að Bíldudalur er hluti af Vesturbyggð?  Skilar ekki atvinna á Bíldudal tekjum til Vesturbyggðar?Á það að vera ríkjandi hefð að atvinnuleysi sé á Bíldudal?  Ég held að Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri ætti nú aðeins að skoða hvað bæjarfélagið er búið að gera til skaða á Bíldudal og líta á fyrri verk bæjarstjórnar t.d. hina svokölluðu "Kalþörungaverksmiðju", sem gerir allt annað en vinna   kalkþörung heldur er orðin einskonar skipaafgreiðsla fyrir írskt fyrirtæki.  Það er ekki nóg að bæjarstjórn hafi ekki getað aðstoðað þá aðila sem ætluðu að fara af stað aftur með fiskvinnslu á Bíldudal, heldu gengu þeir svo frá málum að sérstakur byggðakvóti til Bíldudals fellur nú niður óveiddur.  Eins vil ég nefna að bæjarstjórn á stóran þátt í því að rækjuverksmiðjan Rækjuver hf. hefur verið lokuð í mörg ár.  Eigendur verksmiðjunnar hafa kosið að vinna rækju í annarri verksmiðju sem þeir eiga á Sauðárkróki, því þar er meiri skilningur á hvað atvinnulífið skiptir miklu máli fyrir hvert sveitarfélag.  En bæjarstjórn Vesturbyggðar knúði fram lokun á verksmiðju Rækjuvers hf. með óhóflegri kröfu um himinn háan vatnsskatt en rækjuverksmiðjur nota mjög mikið vatn við framleiðslu sína.  Ég veit ekki í hvaða glerhýsi núverandi meirihluti bæjarstjórnar lifir í, a.m.k. virðist hún ekki taka eftir allri fólksfækkuninni sem hefur orðið í sveitarfélaginu.  Og þessi orð Ragnars Jörundssonar, bæjarstjóra bæta það ekki úr, heldur þvert á móti.  Ég hefði haldið að núverandi meirihluta ætti að vera frekar hlýtt til Bíldudals, því það er fólkinu þar að þakka að núverandi meirihluti komst til valda, því svo langt var gengið á sínum tíma að flokksbundnir sjálfstæðismenn gátu ekki kosið sinn listabókstaf D heldur létu draga sig á asnaeyrunum til að fella meirihluta sjálfstæðismanna og nú er uppskeran í samræmi við hvernig var sáð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta er mjög merkileg frásögn hjá þér Jakob. Sjálfsagt geta menn deilt um aðferðir innan sveitafélaga. Ég held ég megi samt fullyrða að sjaldgæft sé að menn séu svona sáttir við sína eigin aftöku. Er kannski viðkomandi bæjarstjóri ekki búsettur á Bíldudal. Er það þess vegna sem honum er sama eða er hann í svartsýniskasti. Við látum bara Jón Ólafsson syngja í hann kæti ef annað dugar ekki.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.11.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum langar mann til að gráta, stundum öskra, og stundum ... nei ég get ekki sagt það.  En ég er alveg á því að fólkið í sjávarbyggðum landsins sé í fjötrum handónýtrar ríkisstjórnar, sem hefur ekki einu sinni grun um hvaða fjármunum hún er að missa af með þessari óbilgjörnu afstöðu sinni til útgerða og sjávarútvegs á smábátum.  Þar á bæ eru menn bara að bjarga heiminum, eða syngja inn á plötur Johnny Cash. Það gæti ef til vill bjargað einhverju, en er ekki bara Jón Ólafsson betri söngvari en Geir hinn harði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta hefur sennilega aldrei snúist um neitt annað en að komast í byggðakvóta til Bíldudals, sem er svo sem gott og blessað, ef það býr til atvinnu. En ekki hefur nú viljinn og alls ekki getan verið mikill.

Annars er nú svo margt undarlegt í þessum málum. Ég sá einhversstaðar í gær að þingmannanefnd var að furða sig á að FISK væri að loka á Skagaströnd vegna kvótaniðurskurðar þar sem seld væru 5000 tonn af fiski á markaði á hlaðinu hjá þeim. En þeir virðast bara ekki geta notað fisk sem þarf að borga fyrir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.11.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Því miður er þetta mál á Bíldudal langt í frá að vera einsdæmi því víða á landsbyggðinni er ástandið mjög líkt og á eftir að versna.  En ég get upplýst þig um það Gunnar Skúli, að bæjarstjórinn býr á Patreksfirði.  En ég held að það þurfi meira að koma til en söngur Jóns Kr. Ólafssonar til að fá þann mann til að vera bjartsýnn, þótt Jón Kr. sé mjög góður söngvari og eigi auðvelt með að skemmta fólki.  Þetta er alveg rétt hjá þér Hafsteinn að tilgangurinn var fyrst og fremst að komast yfir byggðakvótann.  Hvað varðar FISK á Skagaströnd þá á við það sama og önnur stórfyrirtæki, þessi fyrirtæki eru orðinn svo skuldsett vegna græðgi sinnar að kaupa aflaheimildir að þau treysta sér ekki í samkeppni við aðra um kaup á fiski á fiskmörkuðum.  Geta einungis unnið fisk af eigin skipum sem keyptur er á lámarksverði og laun sjómanna í samræmi við það.  En hvað varðar sveitarstjórann í Vesturbyggð þá er þetta mjög táknrænt fyrir hvernig sameining sveitarfélaga getur mistekist.  Oftast verður það stærsti staðurinn sem hefur alla stjórnsýslu og um hann snýst allt sem máli skiptir.  Hin sveitarfélögin verða einskonar jaðarsvæði og skipta sífellt minna máli, nema þegar kemur að upplýsingum um íbúafjölda þá eru þau tekin með.  Öll þessi samþjöppun í sjávarútvegi og sameining sveitarfélaga er gerð í nafni hins fræga orðs HAGRÆÐING.

Jakob Falur Kristinsson, 2.11.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband