1.11.2007 | 16:37
Bíldudalur
Þá er endalega útséð að fiskvinnsla á Bíldudal hefst ekki á næstunni eins og eftirfarandi viðtal við bæjarstjóra sem birtist í BB á Ísafirði ber með sér;
"Lokun Stapa kemur bæjarstjóra Vesturbyggðar ekki á óvart Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að lokun fiskvinnslunnar Stapa ehf. á Bíldudal komi sér ekki á óvart. Það hafi verið greinilegt undanfarnar vikur, í hvað stefndi. Vesturbyggð hefur verið hálfgerður aðili að þessu fyrirtæki undanfarnar vikur og fréttirnar koma okkur því ekki á óvart. Það var lagt upp með ákveðnar forsendur og vilyrði frá ríkinu en það hefur ekki skilað sér. Ragnar var ófáanlegur að segja til um hvaða vilyrði hann ætti við. Hann sagði afleiðingarnar fyrir Vesturbyggð litlar þar sem atvinnuleysi væri lítið sem ekkert á staðnum. Þetta hefur engar afleiðingar fyrir Vesturbyggð. Þetta fór í gang í maí og gekk þá í mánuð. Þetta er búið að vera svona í mörg ár.
Fiskvinnslan, sem hóf rekstur í maí síðastliðnum, hefur glímt við rekstrarerfiðleika frá byrjun, bæði vegna hráefnisskorts og eins var reksturinn byggður á veikum fjárhagsgrunni. Félagið var í upphafi stofnað í sameiginlegu átaki stjórnvalda, bæjarstjórnar og svo fiskvinnslanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálknafirði, en þegar það var sett á laggirnar voru tvö ár frá því fiskvinnsla var síðast á staðnum."
Þar sem þetta er búið að vera svona nokkuð lengi er það allt í lagi eftir því sem bæjarstjórinn segir og hefur engin áhrif fyrir Vesturbyggð. Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta. Er hæstvirtum bæjarstjóra nákvæmlega sama þótt fólk á Bíldudal hafi enga atvinnu? Veit hann ekki að Bíldudalur er hluti af Vesturbyggð? Skilar ekki atvinna á Bíldudal tekjum til Vesturbyggðar?Á það að vera ríkjandi hefð að atvinnuleysi sé á Bíldudal? Ég held að Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri ætti nú aðeins að skoða hvað bæjarfélagið er búið að gera til skaða á Bíldudal og líta á fyrri verk bæjarstjórnar t.d. hina svokölluðu "Kalþörungaverksmiðju", sem gerir allt annað en vinna kalkþörung heldur er orðin einskonar skipaafgreiðsla fyrir írskt fyrirtæki. Það er ekki nóg að bæjarstjórn hafi ekki getað aðstoðað þá aðila sem ætluðu að fara af stað aftur með fiskvinnslu á Bíldudal, heldu gengu þeir svo frá málum að sérstakur byggðakvóti til Bíldudals fellur nú niður óveiddur. Eins vil ég nefna að bæjarstjórn á stóran þátt í því að rækjuverksmiðjan Rækjuver hf. hefur verið lokuð í mörg ár. Eigendur verksmiðjunnar hafa kosið að vinna rækju í annarri verksmiðju sem þeir eiga á Sauðárkróki, því þar er meiri skilningur á hvað atvinnulífið skiptir miklu máli fyrir hvert sveitarfélag. En bæjarstjórn Vesturbyggðar knúði fram lokun á verksmiðju Rækjuvers hf. með óhóflegri kröfu um himinn háan vatnsskatt en rækjuverksmiðjur nota mjög mikið vatn við framleiðslu sína. Ég veit ekki í hvaða glerhýsi núverandi meirihluti bæjarstjórnar lifir í, a.m.k. virðist hún ekki taka eftir allri fólksfækkuninni sem hefur orðið í sveitarfélaginu. Og þessi orð Ragnars Jörundssonar, bæjarstjóra bæta það ekki úr, heldur þvert á móti. Ég hefði haldið að núverandi meirihluta ætti að vera frekar hlýtt til Bíldudals, því það er fólkinu þar að þakka að núverandi meirihluti komst til valda, því svo langt var gengið á sínum tíma að flokksbundnir sjálfstæðismenn gátu ekki kosið sinn listabókstaf D heldur létu draga sig á asnaeyrunum til að fella meirihluta sjálfstæðismanna og nú er uppskeran í samræmi við hvernig var sáð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Þetta er mjög merkileg frásögn hjá þér Jakob. Sjálfsagt geta menn deilt um aðferðir innan sveitafélaga. Ég held ég megi samt fullyrða að sjaldgæft sé að menn séu svona sáttir við sína eigin aftöku. Er kannski viðkomandi bæjarstjóri ekki búsettur á Bíldudal. Er það þess vegna sem honum er sama eða er hann í svartsýniskasti. Við látum bara Jón Ólafsson syngja í hann kæti ef annað dugar ekki.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.11.2007 kl. 19:38
Stundum langar mann til að gráta, stundum öskra, og stundum ... nei ég get ekki sagt það. En ég er alveg á því að fólkið í sjávarbyggðum landsins sé í fjötrum handónýtrar ríkisstjórnar, sem hefur ekki einu sinni grun um hvaða fjármunum hún er að missa af með þessari óbilgjörnu afstöðu sinni til útgerða og sjávarútvegs á smábátum. Þar á bæ eru menn bara að bjarga heiminum, eða syngja inn á plötur Johnny Cash. Það gæti ef til vill bjargað einhverju, en er ekki bara Jón Ólafsson betri söngvari en Geir hinn harði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 19:43
Þetta hefur sennilega aldrei snúist um neitt annað en að komast í byggðakvóta til Bíldudals, sem er svo sem gott og blessað, ef það býr til atvinnu. En ekki hefur nú viljinn og alls ekki getan verið mikill.
Annars er nú svo margt undarlegt í þessum málum. Ég sá einhversstaðar í gær að þingmannanefnd var að furða sig á að FISK væri að loka á Skagaströnd vegna kvótaniðurskurðar þar sem seld væru 5000 tonn af fiski á markaði á hlaðinu hjá þeim. En þeir virðast bara ekki geta notað fisk sem þarf að borga fyrir.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.11.2007 kl. 20:16
Því miður er þetta mál á Bíldudal langt í frá að vera einsdæmi því víða á landsbyggðinni er ástandið mjög líkt og á eftir að versna. En ég get upplýst þig um það Gunnar Skúli, að bæjarstjórinn býr á Patreksfirði. En ég held að það þurfi meira að koma til en söngur Jóns Kr. Ólafssonar til að fá þann mann til að vera bjartsýnn, þótt Jón Kr. sé mjög góður söngvari og eigi auðvelt með að skemmta fólki. Þetta er alveg rétt hjá þér Hafsteinn að tilgangurinn var fyrst og fremst að komast yfir byggðakvótann. Hvað varðar FISK á Skagaströnd þá á við það sama og önnur stórfyrirtæki, þessi fyrirtæki eru orðinn svo skuldsett vegna græðgi sinnar að kaupa aflaheimildir að þau treysta sér ekki í samkeppni við aðra um kaup á fiski á fiskmörkuðum. Geta einungis unnið fisk af eigin skipum sem keyptur er á lámarksverði og laun sjómanna í samræmi við það. En hvað varðar sveitarstjórann í Vesturbyggð þá er þetta mjög táknrænt fyrir hvernig sameining sveitarfélaga getur mistekist. Oftast verður það stærsti staðurinn sem hefur alla stjórnsýslu og um hann snýst allt sem máli skiptir. Hin sveitarfélögin verða einskonar jaðarsvæði og skipta sífellt minna máli, nema þegar kemur að upplýsingum um íbúafjölda þá eru þau tekin með. Öll þessi samþjöppun í sjávarútvegi og sameining sveitarfélaga er gerð í nafni hins fræga orðs HAGRÆÐING.
Jakob Falur Kristinsson, 2.11.2007 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.