Leitið og þér munið finna

Þetta er hið nýja kjörorð lágvöruverslana og mikið gat ég nú vorkennt aumingja Eysteini Helgasyni forstjóra Kaupás í Kastljósþættinum í Sjónvarpinu í gærkvöld, þegar verið var að ræða við hann hin ýmsu verð í verslunum Krónunnar.  Auðvitað stendur neytandanum alltaf til boða lægsta verð á hverjum tíma en fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði fengið mismunandi verð á kjúklingabringum sama daginn í Krónunni.  Fyrst kom fréttamaður í verslunina sem hinn venjulegi neytandi og keypti kjúklingabringur og kom svo aftur og kynnti sig þá sem fréttamann í verðkönnun á kjúklingabringum og þá var verðið miklu lægra en hafði verið fyrr um daginn.  Þegar Eysteinn fór að útskýra þetta upphófst hin mesti vandræðagangur.  Í fyrri ferðinni sagði Eysteinn að fréttamaðurinn hefði tekið kjúklingabringur frá Móum sem væru dýrari en í seinni ferðinni hefði hann fengið leiðsögn starfsmanns og bent á kjúklingabringur sem merktar væru Krónunni og það væru hinar ódýru.  Áður hafði í fréttatímanum verið sýnd mynd af kæliborði í Krónunni og var ekki hægt að sjá annað þar en kjúklingabringur frá Móum.  Aðspurður sagði Eysteinn að ódýru kjúklingabringurnar væru ekki eins áberandi og hinar.  Í kæliborðinu væru um 90% kjúklingabringur frá Móum og um 10% merktar Krónunni, hann bætti síðan við að þeir neytendur sem versluðu í Krónunni og ætluðu að fá þá vöru sem væri ódýrust færu að sjálfsögðu til verslunarstjórans og spyrðu hann hvar ódýru vörurnar væri að finna og færi þá verslunarstjórinn með viðkomandi neytenda og aðstoðaði hann við að finna allar þær ódýru vörur sem væri að finna í þessum verslunum.  Ég hef nokkrum sinnum komið í verslanir Krónunnar og aldrei hef ég séð neinn verslunarstjóra, því þessar verslanir eru svo undirmannaðar að starfsfólk varla má vera að því að segja manni til hvar hinar ýmsu vörur er að finna.  Ég veit ekki hvar Eysteinn finnur þessi ofurmenni sem geta bæði sinnt sínum störfum sem verslunarstjórar og líka snúist í kringum hvern einasta viðskiptavin sem inn í búðina kemur til að að stoða hann í leit að ódýrri vöru.  Þetta er bara hrein ósannindi hjá Eysteini og hann veit það að tilgangurinn með þessum skrípaleik er að blekkja viðskiptavinina.  Það er nú orðinn full mikil krafa á hendur neytendum ad þeir þurfa að grafa sig í gegnum heilu kæliborðin til að leita að þeirri vöru sem á að vera ódýrust.  Ég veit að Eysteinn Helgason er mjög greindur maður og skil því ekki hvernig honum dettur í hug að láta svona þvælu út úr sér og hann gerði í Kastljósþættinum.  Ég var eitt sinn að versla í svona búð og sá að þar var auglýstur ostur og sagt 30% afsláttur við kassa og Pepsi Max 2 ltr. 69 kr.  Ég keypti væði ostinn og Pepsí Max en þegar ég fór að greiða við kassann sá ég að fullt verð var á báðum þessum vörum.  Ég fór yfir strimilinn og benti kassadömunni á að það stæði tilboð á Pepsí Max kr. 69,- en nú væri það reiknað á um 200 kr.  Hún fór og skoðaði á kælirinn og kom svo til baka og bað mig afsökunar og endurgreiddi mér mismuninn, ég benti þá á ostinn og sagði að það væri enginn afsláttur á honum og kallaði hún þá á einhverja konu sem kom brunandi og leit á ostinn og sagði "Það er enginn afsláttur á þessum osti, það var osturinn við hliðina sem er 30% ódýrari" og með það var hún rokin í burtu án þess að ég gæti spurt hana hvar ég fyndi þennan ódýra ost og spurði kassadömuna en hún yppti bara öxlum og sagði "Ég veit það bara ekki þú verður að spyrja hina konuna, sem ég gat hvergi fundið".  Svo fullyrðingar Eysteins Helgasonar um að starfsfólk sé alltaf tilbúið til að aðstoða fólk er hreinlega lygi.  Það á kannski við um þá aðila sem eru að gera verðkannanir, en ekki hinn almenna neytanda.  Nú hafa bæði Hagar sem reka Bónus og Kaupás sem reka Krónuna óskað eftir úttekt á því hvort fullyrðingar um hið lága matvöruverð sé ekki rétt og mun það vera nánast einsdæmi að menn óski sjálfir eftir því að vera staðnir að verki við þá iðju sína að blekkja neytendur.  Það er einfalt að búa til lágt vöruverð með því að læða einum og einum vörutegundum víða um í verslunum á verði sem er langt undir réttu verði og svo verði það tilviljunum háð hverjir finna viðkomandi vörur.  Vilja eigendur þessara verslana virkilega það að allir sem þangað komi til að versla moki upp úr kæliborðum og ryðji niður vörum úr heilu vörurekkunum í leit sinni að ódýrri vöru.  Er það þeirra ósk að þessar verslanir líti út eins og yfirgefinn orrustuvöllur í lok hvers dags.  Það er ekki hægt að draga aðra ályktun af bullinu í Eysteini Helgasyni, þegar hann segir að fólk verði að leita vandlega í búðunum eftir hinni ódýru vöru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ég versla nánast eingöngu í Krónunni og mér gengur ljómandi vel að finna þá vöru sem ég leita að, hvort sem það eru ódýrustu kjúllabringurnar eða ostur á tilboði. Ef þér hefur verið bent á að það hafi verið osturinn við hliðina á þeim sem þú keyptir sem var á tilboði, þá hefurðu nú væntanlega vitað Jakob minn HVAR þú tókst ostinn ekki satt ? yfirleitt finnst mér tilboðsvaran allvel merkt og ég tala nú ekki um ostinn, það þarf jú stundum að lesa, lesa upplýsingarnar og svo á vöruna sem við kaupum, ostur er ekki bara ostur   góða helgi minn kæri

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.11.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband