Erlendir gestir

 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Vítisenglunum átta, sem var neitað um landgöngu við komuna til landsins í gær, verið flogið aftur heim til Danmerkur og Noregs í fylgd lögreglumanna. Fólkið dvaldi á sérstökum svæðum sem höfðu verið útbúin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Vítisenglarnir hugðust sækja veislu, sem vélhjólaklúbburinn Fáfnir hafði boðað til í miðborg Reykjavíkur.

Þá er búið að vísa þessu fólki á brott, en af hverju, hvað hvaði þetta fólk gert af sér?  Hefur það brotið einhver íslensk lög?  Nei þetta fólk hafði ekkert til saka unnið nema það eitt að vera félagar í mótóhjólaklúbb, erlendis og kannski myndi það brjóta eitthvað af sér.  Ég á ekki til eitt einasta orð yfir þessum dónaskap okkar íslendinga, ég veit ekki betur en stór hópur af fólki frá ákveðnum vopnaframleiðanda sé nýbúið að koma hingað og funda.  Ég er vissu að það fyrirtæki hefur mörg mannslíf á samviskunni og brotið fleiri lög erlendis en þessir mótorhjólamenn.  Ég segi nú bara eins og Davíð á sínum tíma "Svona gera menn ekki?


mbl.is Vítisenglarnir farnir af landi brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Alveg er ég sammála þér, mér finnst vera búið að mála þessa menn alla sem stórglæpamenn, held þetta hafi hreinlega verið gullið tækifæri til að prófa heráætlun Björns Bjarnasonar, ekki veitir af að eiða fé skattborgara í að senda þessa aðila heim til sýn með gríðarlegum kostnaði og umstangi. Þó hafa þeir ekki sýnt fram á að þessir einstaklingar hafi komið hingað til að fremja glæpi. Svona gerist bara í einræðisríkjum

Kristberg Snjólfsson, 3.11.2007 kl. 16:49

2 identicon

Ég er búsettur í Noregi og hér eru fjölmiðlar og almenningur löngu byrjaðir að tala um GLÆPASAMTÖKIN Hells Angels en ekki bifhjólaklúbb.  aðalstarfsemi þeirra eru MORÐ, MANNSAL OG FÍKNIEFNADREYFING/SALA.  Hundruð kæra og málaferla vegna þessa má rekja til þessa glæpagengis.

Jónas Arnarss 3.11.2007 kl. 16:59

3 identicon

Athugið að þessi menn tilheyra skipulögðum glæpasamtökum, þetta eru ekki bara e-r ógæfumenn sem komust á sakaskrá fyririnnbrot.

karl 3.11.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það getur vel verið að norskir fjölmiðlar kalli þessi samtök glæpasamtök og þetta séu alræmd glæpasamtök, sem drepi fólk, selji eiturlyf og stundi mannsal.  En samt hafa þessir aðilar ekki brotið nein lög á Íslandi og ég veit ekki til þess að gerð sé krafa um sakarvottorð erlendra borgara við komuna til Íslands.  Við erum búin að hleypa inn í landið fullt af fólki frá Eystrasaltslöndunum sem hafa stofnað hér glæpasamtök og stunda eiturlyfjasölu í stórum stíl, nauðga konum og standa fyrir líkamsárásum.  Ekki er þessu fólki vísað úr landi og hvað með vopnaframleiðslufyrirtækið sem var með fund hér á landi fyrir stuttu, halda menn að þar hafi verið eintómir sakleysingjar sem beri ekki ábyrgð á einu einasta morði.  Þetta fólk var að koma til að fara í afmælisveislu en ekki til að stunda hér einhverja glæpastarfsemi og hvernig þeir hafa einhvern tíman hagað sér í Noregi kemur okkur ekkert við.  Annað hvort eigum við að bjóða allt erlent fólk velkomið til Íslands eða banna öllum að koma.  Ekki vera með svona happa og glappa aðferðir.

Jakob Falur Kristinsson, 4.11.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband