Vesturbyggð

Margt skrýtið hefur nú skeð í þessu sveitarfélagi frá því að fjögur sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafninu Vesturbyggð.  En aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu og núverandi bæjarstjóri Ragnar Jörundsson lætur út úr sér, þegar hann í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði nánast úthýsir einum byggðakjarnanum sem mynda Vesturbyggð og á ég þar við Bíldudal.  Sem bæjarstjórinn telur ekki skipta neinu máli hvort haldi lífi eða ekki og fólk þar geti bara verið atvinnulaust, því það hafi verið það áður.  Ef þetta hugarfar hefur verið ríkjandi í þeirri vinnu sem félagið Stapar ehf. var ætlað að gera, er ekki skrýtið þótt árangur hafi verið lítill.  Bæjarstjórinn segir að það hafi verið sameiginlegt átak stjórnvalda, bæjarstjórnar og Odda hf. á Patreksfirði og Þórsbergs hf. í Tálknafirði og allt hafi þetta verið á veikum fjárhagsgrunni.  Nú veit ég að Oddi hf. er fjárhagslega sterkt fyrirtæki þótt Þórsberg hf. standi á brauðfótum og sé í raun haldið gangandi dag frá degi með stuðningi Odda hf. er ekki rétt að alhæfa svona um hlutina eins og bæjarstjórinn gerir.  En hitt veit ég þó að nú stendur til sameining Sparisjóðs Vestfirðinga og nokkurra annarra sparisjóða við Sparisjóð Keflavíkur og hræddur er ég um að mikill skjálfti eigi eftir að verða víða í Vesturbyggð eftir þá sameiningu og margur verði ansi niðurlútur þegar farið verður að hreinsa til í fjármálunum og kannski er það lán í óláni fyrir Bíldudal að bæjarstjórinn sé búinn að lýsa því yfir að Bíldudalur sé í raun ekki hluti af Vesturbyggð.  Reyndar reynir bæjarstjórinn aðeins að krafsa yfir eigin skít með fréttatilkynningu sem birtist á fréttavefnum bb.is í dag en þar stendur;

Blaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ragnar Jörundssyni, bæjarstjóra í Vesturbyggð: „Í frétt sem birtist á bb.is í gær undir yfirskriftinni „Lokun Stapa kemur bæjarstjóra Vesturbyggðar kemur ekki á óvart” mátti skilja að undirritaður teldi að lokun Stapa ehf. og uppsagnir starfsfólks hefði lítil sem engin áhrif fyrir Vesturbyggð. Það er langt frá því að svo sé. Ég átti við, þegar spurt var um Vesturbyggð, að fjárhagsleg áhrif fyrir sveitarfélagið hefði ekki mikil áhrif, miðað við stöðuna eins og hún var fyrir gangsetningu fiskvinnslunnar í vor. Að sjálfsögðu eru afleiðingarnar miklar. Það eru 12 manns sem missa vinnuna. Fólk batt miklar vonir við að nú væri komin fiskvinnsla sem yrði rekin á traustum grunni, og því eru vonbrigðin mikil. Mér þykir miður ef ég hefi valdið uppnámi með þessari túlkun eins og hún kom fram í fréttinni. Ég hef reynt að beita mér eins og ég mögulega hef getað til að tryggja að fiskvinnsla Stapa ehf. gæti gengið, en það tókst ekki.“ 

Ekki er nú bæjarstjórinn með þessari yfirlýsingu að draga öll orð sín um Bíldudal til baka heldur gefur í skyn að hann hafi í raun verið að svara annarri spurningu en þeirri sem fyrir hann var lögð og einnig má benda á að hann viðhafði nánast sömu orð í fréttaviðtali í Svæðisútvarpi Vestfjarða fyrir stuttu.  Einnig vekur það nokkra undrun af hverju bæjarstjórinn kom ekki strax með leiðréttingu á frétt BB ef þetta var bara misskilningur og ekki rétt eftir honum haft þann 1.11..  Nei hann gerir ekkert fyrr en eftir að grein Jón Páls birtist í sama blaði 2.11. en athugasemd bæjarstjóra kemur ekki fyrr en í dag 3.11.  Ætli ástæðan sé ekki sú að bæjarstjórinn hafi fengið harkaleg viðbrögð vegna skrifa Jóns Páls.  Gerir Ragnar Jörundsson sér ekki grein fyrir því að hann er nú þegar búinn með þessu kjaftæði sínu, að stórskað sveitarfélagið Vesturbyggð og það verður ekki lagað með svona yfirklóri.  Traustið er farið og það kemur ekki auðveldlega ekki aftur.  Hvernig ætlar þessi bæjarstjóri að standa frammi fyrir ráðamönnum og ætlast til að einhver taki mark á hans orðum, ég er ansi hræddur um að það styttist í að bæjarstjórn standi frammi fyrir stóru og miklu vandamáli í atvinnumálum áður en langt um líður, ekki á Bíldudal heldur á Patreksfirði.  Í kvöld heldur aðalvinnuveitandinn á Patreksfirði Oddi hf. uppá 40 ára starfafmæli sitt.  Það er falleg afmæliskveðja sem það fyrirtæki fær fær frá bæjarstjóra um að það sé svo fjárhagslega veikburða, sem hafi verið ein af ástæðum þess að ekki tókst að hefja fiskvinnslu á ný á Bíldudal.  Aðaleigandi Odda hf. er Jón Magnússon skipstjóri, sem er kominn hátt á áttræðis aldur og ekki verður hann eilífur frekar en aðrir menn og hvað halda menn að muni ske ef og þegar hann fellur frá.  Auðvitað verður allt selt og einhverjir risar í sjávarútvegi gleypa Odda hf. og Vestra hf. og hirða aflakvótann og loka síðan batteríinu.  Þá mun Ragnar Jörundsson þurfa að gæta orða sinna betur en hann hefur gert hingað til.  Fólki hefur stöðugt verið að fækka í Vesturbyggð undanfarin ár bæði á Bíldudal og Patreksfirði og ekki hefur verið hægt að kenna atvinnuástandi um á Patreksfirði, þótt slíkt eigi við að hluta á Bíldudal.  Ástæðan er einfaldlega sú að fólk vill ekki búa þar sem vitleysingar stjórna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ótrúlega mikill sannleikur í þessu Jakob og endirinn á pistlinum gæti nú átt víða við, því miður, en fólkið fær nú oftast þá stjórnendur sem það á skilið....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.11.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita er það fólkið sem kýs þessa vitleysinga yfir sig.  Það ákveður þetta sjálft.

Jakob Falur Kristinsson, 4.11.2007 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband