7.11.2007 | 10:28
Bíldudalur
Nú geysist fram á ritvöllinn forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar á síðum blaðsins Bæjarins besta á Ísafirði en þar er birt afrit af bréfi sem hann hefur ritað Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra um vanda Bíldudals og fer bréfið hér á eftir:
Á vísvitandi að þurrka Bíldudal út?
Sæll og blessaður Össur Vestfirðingur. Það fór á versta veg með endurreisn fiskvinnslu á Bíldudal. Ég held að íbúar fárra þorpa við sjávarsíðuna hafi þurft að ganga gegnum annað eins og Bíldudalsbúar. Ekki er unnt að bera stöðu þeirra saman við það sem er að gerast í uppsögum í fiskvinnslu v/aflaskerðingar í þorski um þessar mundir. Ég veit það að bæði Sigurður og Guðjón voru búnir að fá yfir sig nóg af áhugaleysi og tómlæti stjórnvalda í þessu máli og voru sársvekkir og bugaðir í lokin því ærinn vandi er heima fyrir. Það reyndi aldrei á aðkomu ríkisvaldsins eða stofnana þess í málinu. Gegnir það ævinlega furðu hjá mér hvað ýmsar stjórnir ríkisstofnana og embættismenn komast upp með.
Það skiptir engu hver vilji stjórnvalda virðist vera nema það sé þegjandi samkomulag allra að tjaldabaki að aðhafast ekkert. Sárlega vantar ráðherra með skapgerð Matthíasar Bjarnasonar í stjórnarráðið til að berja á embættismönnum og stjórnum stofnana ríkisins og einkum þegar verja þarf stöðu landsbyggðarinnar og standa við hliðina á íbúum hennar á ögurstundum. Á vísvitandi að þurrka Bíldudal út? Þorpssálin þolir ekki meira af þessu tagi og bresturinn er skynjanlegur og áþreifilegur. Að styðja 10-12 störf í fiskvinnslu með heimamönnum er lítið mál fyrir ríkisvaldið og stofnanir þess og verja þá stöðu um hríð eða meðan aflaskerðing varir t.d. 2 til 4 ár.
Nú reynir á þig Össur Vestfirðingur að standa með okkur og draga úr skaðanum og vonbrigðunum á Bíldudal. Ríkisvaldið hefur næg úrræði til að bregðast við án tafar. Styðja má t.d. uppbyggingu Skrímslasetursins og leggja framlög í það strax og nýta fólkið, sem er að missa vinnuna, til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Engin þörf er á því að setja málið í hendur embættismanna eða einhverrar ríkisstofnunar til skoðunar og tefja það þannig og drepa með tómlæti og þvergirðingi.
Össur minn. Við treystum á þig og treystum á það að þú bregðist við með yfirlýsingu í næstu viku (45. viku)
Með bestu kveðjum
Úlfar B. Thoroddsen, Vestfirðingur og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Sent 2. nóv. 2007
Það er út af fyrir sig ánægjulegt að Vesturbyggð er aftur farinn að líta á Bíldudal sem hluta af Vesturbyggð, en hverju á þetta bréf að bjarga. Það var reynt að koma af stað fiskvinnslu fyrir 10-15 manns á Bíldudal undir forustu félagsins Stapar ehf. og voru þar í forsvari Sigurður Viggósson frá Odda hf. á Patreksfirði og Guðjón Indriðason frá Þórsberg hf. í Tálknafirði auk þess sem forustumenn bæjarstjórnar Vesturbyggðar áttu hlut að máli. Eftir því sem fram kemur í viðtali við Guðjón Indriðason í Morgunblaðinu fyrir stuttu var komið ákveðið samkomulag milli Stapa ehf. og ríkisvaldsins um hvernig standa átti að þessum málum og fólst það aðallega í eftirfarandi:
1. 300 tonna byggðakvóti næstu 6 ár.
2. Verulegur fjárstuðningur frá Byggðastofnun til kaupa á aflaheimildum (styrkur eða víkjandi lán).
Hvorugt af þessu hefur verið gert og nú spyr maður af hverju? Ég hefði talið að auðvelt væri að láta ríkisvaldið standa við sína samninga, og hvað er svona erfitt við það? Því er til að svara að þessi samningur var bara munnlegur og ekkert sett niður á blað til undirritunar. Ég hefði nú talið að jafn reyndir menn bæði í atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum og þarna áttu hlut að máli þekktu það vel til að í aðdraganda Alþingiskosninga eru frambjóðendur ósparir á loforð, sem gleymast fljótt að afstöðnum kosningum. Á það ber einnig að líta að enginn getur sagt fyrir kosningar hverjir muni vera í næstu ríkisstjórn og hvað þá hverjir verði ráðherrar. Ekki trúi ég því að þeir sem að þessu máli komu af hálfu heimamanna hafi ekki gert sér þetta ljóst og því gengið eftir að fá þetta skriflegt, heldur hafi áhuginn á málinu ekki verið mikill. Það sem ekki fæst afreitt í aðdraganda kosninga er erfitt að fá afgreitt eftir kosningar. Þetta vita allir sem einhvern tímann hafa komið að sveitarstjórnarmálum. Þetta bænaskjal Úlvars B. Thoroddsen nú til Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra (byggðamálaráðherra) núna er næsta tilgangslaust og óska nú eftir stuðningi við eitthvað "Skrímslasafn" er nánast broslegt hverju bjargar það þótt einhver 12 láglaunastörf verði þar, af slíkum launum lifir engin fjölskylda. Það er ljóst að ekkert verður af fiskvinnslu á Bíldudal því Stapar ehf. hafa lýst því yfir að þeirra afskiptum af málinu sé lokið og hafa sagt upp öllu starfsfólki. Af hverju nefnir í bréfi sínu Úlvar B. Thoroddssen ekki hina frægu "Kalkþörungaverksmiðju", sem öllu átti að bjarga og stjórnvöld studdu myndarlega á sínum tíma en sveitarstjórn Vesturbyggðar tókst að klúðra svo rækilega að sú verksmiðja mun aldrei skapa neina atvinnu á Bíldudal. Nei því miður er búið að klúðra svo atvinnumálum á Bíldudal að varla verður neinu þar bjargað af viti. Ef við leikum okkur aðeins með tölur og tökum byggðakvótann sem dæmi 300 tonn í 6 ár þá eru það 1.800 tonn. Leiguverð á slíkum kvóta væri hátt í 450 milljónir og ef við reiknum með að styrkur Byggðastofnunar hefði orðið 150 milljónir erum við að tala um fjárhæð sem er hátt í 600 milljónir. Þessu til viðbótar má benda á að áhættumat fyrir Bíldudal vegna snjó- eða aurflóða liggur fyrir og ef búseta á að vera örugg á staðnum þarf að ráðast í gerð varnargarða og uppkaup á húsum sem er kostnaður sem er á bilinu 1-2 milljarðar. Íbúar á Bíldudal eru í dag um 200 talsins og ef við reiknum með að í hverju húsi búi 3-4 þá eru í notkun 50-60 hús. Væri nú ekki nær að ríkið keypti hverja íbúð á 20 milljónir svo fólkið gæti komið sér fyrir þar sem vinnu er að hafa, þetta yrði þó ekki nema rétt rúmur milljarður og næsta öruggt að hægt yrði að fá um 50%-60% af þeirri tölu til baka með því að selja þessi hús sem sumarbústaði. Því þrátt fyrir allt er Bíldudalur dásamlegur staður og þekktur fyrir veðursæld, með slíkum aðgerðum væri verið að gera eitthvað raunhæft fyrir íbúa Bíldudals, því allt brölt núverandi meirihluta bæjarstjórnar Vesturbyggðar mun engu skila aðeins framlengja vandræði íbúanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.