Bíldudalur

Nú geysist fram á ritvöllinn forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar á síðum blaðsins Bæjarins besta á Ísafirði en þar er birt afrit af bréfi sem hann hefur ritað Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra um vanda Bíldudals og fer bréfið hér á eftir: 

Á vísvitandi að þurrka Bíldudal út?

Sæll og blessaður Össur Vestfirðingur. Það fór á versta veg með endurreisn fiskvinnslu á Bíldudal. Ég held að íbúar fárra þorpa við sjávarsíðuna hafi þurft að ganga gegnum annað eins og Bíldudalsbúar. Ekki er unnt að bera stöðu þeirra saman við það sem er að gerast í uppsögum í fiskvinnslu v/aflaskerðingar í þorski um þessar mundir. Ég veit það að bæði Sigurður og Guðjón voru búnir að fá yfir sig nóg af áhugaleysi og tómlæti stjórnvalda í þessu máli og voru sársvekkir og bugaðir í lokin því ærinn vandi er heima fyrir. Það reyndi aldrei á aðkomu ríkisvaldsins eða stofnana þess í málinu. Gegnir það ævinlega furðu hjá mér hvað ýmsar stjórnir ríkisstofnana og embættismenn komast upp með.

Það skiptir engu hver vilji stjórnvalda virðist vera nema það sé þegjandi samkomulag allra að tjaldabaki að aðhafast ekkert. Sárlega vantar ráðherra með skapgerð Matthíasar Bjarnasonar í stjórnarráðið til að berja á embættismönnum og stjórnum stofnana ríkisins og einkum þegar verja þarf stöðu landsbyggðarinnar og standa við hliðina á íbúum hennar á ögurstundum. Á vísvitandi að þurrka Bíldudal út? Þorpssálin þolir ekki meira af þessu tagi og bresturinn er skynjanlegur og áþreifilegur. Að styðja 10-12 störf í fiskvinnslu með heimamönnum er lítið mál fyrir ríkisvaldið og stofnanir þess og verja þá stöðu um hríð eða meðan aflaskerðing varir t.d. 2 til 4 ár.

Nú reynir á þig Össur Vestfirðingur að standa með okkur og draga úr skaðanum og vonbrigðunum á Bíldudal. Ríkisvaldið hefur næg úrræði til að bregðast við án tafar. Styðja má t.d. uppbyggingu Skrímslasetursins og leggja framlög í það strax og nýta fólkið, sem er að missa vinnuna, til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Engin þörf er á því að setja málið í hendur embættismanna eða einhverrar ríkisstofnunar til skoðunar og tefja það þannig og drepa með tómlæti og þvergirðingi.

Össur minn. Við treystum á þig og treystum á það að þú bregðist við með yfirlýsingu í næstu viku (45. viku)

Með bestu kveðjum

Úlfar B. Thoroddsen, Vestfirðingur og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Sent 2. nóv. 2007

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að Vesturbyggð er aftur farinn að líta á Bíldudal sem hluta af Vesturbyggð, en hverju á þetta bréf að bjarga.  Það var reynt að koma af stað fiskvinnslu fyrir 10-15 manns á Bíldudal undir forustu félagsins Stapar ehf. og voru þar í forsvari Sigurður Viggósson frá Odda hf. á Patreksfirði og Guðjón Indriðason frá Þórsberg hf. í Tálknafirði auk þess sem forustumenn bæjarstjórnar Vesturbyggðar áttu hlut að máli.  Eftir því sem fram kemur í viðtali við Guðjón Indriðason í Morgunblaðinu fyrir stuttu var komið ákveðið samkomulag milli Stapa ehf. og ríkisvaldsins um hvernig standa átti að þessum málum og fólst það aðallega í eftirfarandi:

1.   300 tonna byggðakvóti næstu 6 ár.

2.   Verulegur fjárstuðningur frá Byggðastofnun til kaupa á aflaheimildum (styrkur eða víkjandi lán).

Hvorugt af þessu hefur verið gert og nú spyr maður af hverju?  Ég hefði talið að auðvelt væri að láta ríkisvaldið standa við sína samninga, og hvað er svona erfitt við það?  Því er til að svara að þessi samningur var bara munnlegur og ekkert sett niður á blað til undirritunar.  Ég hefði nú talið að jafn reyndir menn bæði í atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum og þarna áttu hlut að máli þekktu það vel til að í aðdraganda Alþingiskosninga eru frambjóðendur ósparir á loforð, sem gleymast fljótt að afstöðnum kosningum.  Á það ber einnig að líta að enginn getur sagt fyrir kosningar hverjir muni vera í næstu ríkisstjórn og hvað þá hverjir verði ráðherrar.  Ekki trúi ég því að þeir sem að þessu máli komu af hálfu heimamanna hafi ekki gert sér þetta ljóst og því gengið eftir að fá þetta skriflegt, heldur hafi áhuginn á málinu ekki verið mikill.  Það sem ekki fæst afreitt í aðdraganda kosninga er erfitt að fá afgreitt eftir kosningar.  Þetta vita allir sem einhvern tímann hafa komið að sveitarstjórnarmálum.  Þetta bænaskjal Úlvars B. Thoroddsen nú til Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra (byggðamálaráðherra) núna er næsta tilgangslaust og óska nú eftir stuðningi við eitthvað "Skrímslasafn" er nánast broslegt hverju bjargar það þótt einhver 12 láglaunastörf verði þar, af slíkum launum lifir engin fjölskylda.  Það er ljóst að ekkert verður af fiskvinnslu á Bíldudal því Stapar ehf. hafa lýst því yfir að þeirra afskiptum af málinu sé lokið og hafa sagt upp öllu starfsfólki.  Af hverju nefnir í bréfi sínu Úlvar B. Thoroddssen ekki hina frægu "Kalkþörungaverksmiðju", sem öllu átti að bjarga og stjórnvöld studdu myndarlega á sínum tíma en sveitarstjórn Vesturbyggðar tókst að klúðra svo rækilega að sú verksmiðja mun aldrei skapa neina atvinnu á Bíldudal.  Nei því miður er búið að klúðra svo atvinnumálum á Bíldudal að varla verður neinu þar bjargað af viti.  Ef við leikum okkur aðeins með tölur og tökum byggðakvótann sem dæmi 300 tonn í 6 ár þá eru það 1.800 tonn.  Leiguverð á slíkum kvóta væri hátt í 450 milljónir og ef við reiknum með að styrkur Byggðastofnunar hefði orðið 150 milljónir erum við að tala um fjárhæð sem er hátt í 600 milljónir.  Þessu til viðbótar má benda á að áhættumat fyrir Bíldudal vegna snjó- eða aurflóða liggur fyrir og ef búseta á að vera örugg á staðnum þarf að ráðast í gerð varnargarða og uppkaup á húsum sem er kostnaður sem er á bilinu 1-2 milljarðar.  Íbúar á Bíldudal eru í dag um 200 talsins og ef við reiknum með að í hverju húsi búi 3-4 þá eru í notkun 50-60 hús.  Væri nú ekki nær að ríkið keypti hverja íbúð á 20 milljónir svo fólkið gæti komið sér fyrir þar sem vinnu er að hafa, þetta yrði þó ekki nema rétt rúmur milljarður og næsta öruggt að  hægt yrði að fá um 50%-60% af þeirri tölu til baka með því að selja þessi hús sem sumarbústaði.  Því þrátt fyrir allt er Bíldudalur dásamlegur staður og þekktur fyrir veðursæld, með slíkum aðgerðum væri verið að gera eitthvað raunhæft fyrir íbúa Bíldudals, því allt brölt núverandi meirihluta bæjarstjórnar Vesturbyggðar mun engu skila aðeins framlengja vandræði íbúanna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband