Vöruverð

Verð á matvælum á Íslandi mun hækka í framtíðinni. Um þetta voru fundarmenn sammála á morgunverðarfundi Bændasamtakanna, sem bar yfirskriftina Hvað kostar maturinn minn á morgun? Bretinn Martin Haworth, yfirmaður stefnumótunar bresku bændasamtakanna ræddi á fundinum um þróun landbúnaðarframleiðslu og sagði hann að offramleiðsla á landbúnaðarvörum hefði verið viðvarandi í vestrænum ríkjum fram undir þetta sem hefði leitt af sér verðlækkanir á heimsmarkaði.

Þurfti virkilega að fá hingað til lands Bretann Martin Haworth til að segja okkur að matarverð færi hækkandi.  Er búið að berja svo á íslenskum bændasamtökum að þau þora ekki að skýra sjálf frá þessum staðreyndum?  Það hefur verið vitað lengi að kaupmáttur í hinum svokölluðu þróunarríkjum fer vaxandi sérstaklega á þetta við um Suðaustur-Asíu og þá aðallega Indland og Kína og höfum við nú þegar orðið þess vör í sambandi við hækkun á eldsneyti og auðvitað hlaut að koma að því að matvælin og þá sérstaklega landbúnaðarvörur myndu hækka í verði.  Þetta ætti að kenna okkur þá lexíu að hætta öllu nöldri um greiðslur til landbúnaðar á Íslandi og telja íslenska bændur vera stétt sem mætti alveg hverfa úr íslensku samfélagi og allt ætti að flytja inn erlendis frá.  Það er eitt af grundvallar atriðum hverrar þjóðar sem ætlar að vera sjálfstæð að hún geti verið sjálfum sér nóg með framleiðslu matvæla.  Að vera algerlega öðrum háður í þeim efnum er verið að bjóða heim þeirri hættu að glata sínu sjálfstæði. 


mbl.is Maturinn dýrari á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Innilega sammála Jakob.

Þórir Kjartansson, 7.11.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það er ekki rökrétt að álykta að ef við leyfum einhverja samkeppni verðum við þess vegna algerlega öðrum háð um matvöru.

Ég vil  heldur ekki að bændur hverfi með öllu.  Ég vil einmitt hag þeirra sem  bestan, þess vegna vil ég að þeir fari að standa í báða fætur eins og menn.

Ég bý í Frakklandi þessa dagana og mér finnst neyðarlegt að sjá hversu mikið íslensk landbúnaðarvara stendur þeirri frönsku að baki.  Unnar kjötvörur og ostar á Íslandi bera þess merki að hafa verið í einangrun, rétt eins og Trabant bíllinn fyrir austan járntjald.  Mál er að linni.

Kári Harðarson, 7.11.2007 kl. 09:53

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að tala gegn samkeppni eða innflutningi á landbúnaðarvörum.  Ég er einungis að benda á að við eigum aldrei að ganga svo langt að verða algerlega háðir innflutningi, því þá er samkeppnin líka farinn.  Íslenskir bændur geta haft það miklu betra en í dag með því að sjá sjálfir um sölu eigin framleiðslu of losna við allan þennan milliliðakostnað sem þeir þurfa að greiða í dag.  Það má benda á hið nýja átak sem kallast "frá haga til maga" sem á örugglega eftir að reynast bændum vel.  Það er alveg rétt hjá þér Kári að ákveðinn hluti af íslenskri landbúnaðarvöru hefur verið í einangrun og það stafar af þessum milliliðum sem ég nefndi og bændur verða að losna við.

Jakob Falur Kristinsson, 7.11.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband