Íbúðakaup hindruð

Nú kemur Kaupþing öllum að óvöru með þeirri ákvörðun að banna yfirtöku lána á hagstæðum vöxtum við eigendaskipti á íbúðum.  Það er ekki búið að hækka vexti á þessum lánum nema um 50% á stuttum tíma, þegar bankarnir brunuðu inn á íbúðalánamarkaðinn trúðu margir því að nú væri komið að því að bankarnir ætluðu að bjóða íslenskum viðskiptavinum sínum sömu lánakjör og þeir bjóða í öðrum löndum.  En það virðist nú ekki hafa verið tilgangur bankanna, heldur átti með þessu að pína fram þá kröfu þeirra að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður og þeir sætu einir að þessum markaði.  Sem betur fer var ekki hreyft við Íbúðalánasjóði og í dag er hann eina von þeirra sem ætla að kaupa sér íbúð.  Bankarnir hafa algerlega brugðist og augljóst er að þegar einn banki fer af stað með svona aðgerðir þá fylgja hinir í kjölfarið.  Bönkunum er andskotans sama um íslenska viðskiptavini, því svo er komið að meirihluti tekna þeirra kemur erlendis frá.  Það er ekki mjög langt síðan að það var viðtali við Hreiðar Sigurðsson forstjóra Kaupþings og hann spurður um hvað bankinn gæti haldið þetta út lengi að bjóða húsnæðislánin á lágum vöxtum.  Hann svaraði brosandi að þeir gætu það mjög lengi því svo mikil væri starfsemin erlendis orðin og tekjur þaðan miklar, að ekkert benti til að þessir vextir yrðu hækkaðir á næstu árum.  Það er gott eða hitt þó heldur að fá þetta núna þegar viðræður um kjarasamninga eru að fara í gang.  Það er sama hvar borið er niður allt er gert til að hækka vexti.  Davíð Oddsson fullyrðir að skuldir íslendinga erlendis séu komnar á ystu nöf, en samt stendur hann fyrir hækkun stýrivaxta sem aftur styrkir gengi krónunnar og þar af leiðandi eykur viðskiptahallann og allt hjálpast þetta síðan að við að auka verðbólgu og þenslu.  Ef Davíð hefur rétt fyrir sér er stutt í það að Ísland verði gjaldþrota.  Ég spyr nú bara er ekki allt í lagi með þessa menn?  Hvaða hagfræði eru þeir að fara eftir?  Lesa þeir bara Andrés Önd eða Litlu gulu hænuna?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þeir ættu að hætta að stjórna landinu og snúa sér að þessum bókum sem þú nefndir svo mikið er víst.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.11.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Bara að þeir hefðu nú vit á því.

Jakob Falur Kristinsson, 8.11.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband