9.11.2007 | 10:58
Athugasemd
- Í Kastljósþætti ríkissjónvarpsins sem sendur var út miðvikudagskvöldið 24. október sl. var spilaður pistill sem kynntur var sem fréttaskýring og fjallaði um tafir í meðferð mála hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans. Umfjöllunin tók til á áranna 2002-2006 og kom fram að á fimm ára tímabili hafi ríkislögreglustjórinn gefið út 167 ákærur og hafi dómarar í 19 tilfellum gert athugasemdir við að rannsókn málanna hjá efnahagsbrotadeild embættisins hafi tekið of langan tíma. Í tilefni af þessari umfjöllun vill ríkislögreglustjórinn gera eftirfarandi athugasemdir.
Ábyrgð fréttamanna er mikil þegar þeir flytja fréttir af málum líðandi stundar. Eins mikilvægt og starf þeirra er til að veita stjórnvöldum aðhald, er það einnig mikilvægt að fréttaumfjöllun sé vönduð, sanngjörn og leitast sé við að flytja yfirvegaðar og raunsanna lýsingu af þeim viðfangsefnum sem til umfjöllunar eru. Ríkislögreglustjórinn telur að í þessari umfjöllun hafi þessa ekki verið gætt heldur birtist í henni mjög einhliða og villandi umfjöllun um þau mál sem í hlut eiga.
Í þættinum sagði m.a. um afleiðingar dráttar mála; Oftar en ekki hafði þessi töf þau áhrif að sakborningar sem annars hefðu farið í fangelsi sluppu með fangelsisrefsingu eða að dómar yfir þeim urðu mildaðir. Var vísað til þessara 19 mála sem að framan getur. Þessi fullyrðing er röng og var fréttamanni þeim sem tók viðtal við undirritaðan saksóknara efnahagsbrota hjá embættinu gerð grein fyrir því að í mörgum tilfellum hefðu athugasemdir dómara ekki leitt til raunverulegrar mildunar refsinga.
Af þessum 19 málum sem vísað var til í þættinum voru 10 skattsvikamál. Í slíkum málum hefur fangelsisrefsing undantekningarlítið verið skilorðsbundin, um þetta vitna dómar Hæstaréttar. Fréttamanni var gerð grein fyrir þessu en hirti hann ekki um að koma þeim upplýsingum á framfæri í þættinum. Raunveruleg áhrif tafa á rannsókn skattamálanna á refsingu er eingöngu í einu máli af tíu, en í öllum hinna voru sektarákvarðanir í samræmi við dómvenju sem og skilorðsbinding fangelsisrefsingar, eins og um væri að ræða venjuleg mál sem ekki hefðu orðið fyrir töfum. Í þessu eina máli sem dráttur hafði áhrif á refsinguna var greiðslu helmings sektarinnar frestað skilorðsbundið, en sektin var ekki lækkuð eins og fullyrt var í þættinum.
Í þættinum er vitnað í ummæli Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið í júní sl. Þar fullyrðir Bryndís að dæmi séu um að sakborningar hafi óskað eftir að mál væru send Ríkislögreglustjóranum vegna þeirrar trúar sakborninga að þau mundu daga þar uppi. Undirritaður þekkir það mál sem Bryndís vísar til um þetta og höfðu sakborningar fengið þessar leiðbeiningar frá verjanda sínum. Það rétta í málinu var þó að ríkislögreglustjórinn ákærði þessa sakborninga og hlutu þunga dóma vegna brota sinna. Misskilningur þeirra og verjandans um meðferð efnahagsbrotadeildar á skattamálum hefur því vonandi verið leiðréttur.
Í þættinum sagði; Kastljós kannaði einnig hvort hlutfallið væri svipað hjá öðrum þeim aðilum sem gefa út ákærur í landinu í annars konar sakamálum. Sú leit var ekki tæmandi en leiddi í ljós mun færri dóma á landinu öllu hvar aðfinnslur voru gerðar enn í tilfelli efnahagsbrotadeildar. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng enda skorti fréttamenn fullnægjandi upplýsingar um þetta frá öðrum lögregluembættum og höfðu engar upplýsingar frá embætti ríkissaksóknara. Þess var heldur ekki getið að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans rannsakar öll erfiðustu og umfangsmestu fjármunabrot og brot á sviði atvinnurekstrar. Það liggur því í eðli þessara brota að vera flókin og seinleg í rannsókn og hefur sami vandi með málshraðan verið uppi hjá systurstofnunum á hinum Norðurlöndunum.
Í þættinum sagði; Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí 2002 eru til dæmis gerðar athugasemdir við að rannsókn hafi tekið 6 ár og því slapp sakborningur við ársfangelsi vegna tafa. Ef dómurinn er skoðaður þá blasir við að þessi fullyrðing er röng. Fangelsisrefsing dæmda var skilorðsbundin og hann slapp því ekki við árs fangelsi. Þrátt fyrir tilvísun dómsins til langs rannsóknartíma voru brot dæmda þó ekki það alvarleg að til greina kæmi að dómurinn yrði óskilorðsbundinn að öllu. Sé litið til dómafordæma er líklegast að hann hefði staðið óbreyttur þótt rannsóknin hefði tekið skemmri tíma. Athugasemd dómarans var þó réttmæt um að málið hafði dregist.
Þótt vísað sé í dómum til þess að dráttur hafi orðið á meðferð mála og það notað sem rökstuðningur fyrir skilorðsbindingu refsingar, oft með öðru svo sem því að viðkomandi hafi ekki brotið af sér áður, játað brot sín hreinskilnislega, þau hafi verið smávægileg, vegna ungs aldurs sakbornings o.s.frv. þarf það ekki að þýða að refsing hefði ekki getað orðið skilorðsbundin að mestu leyti jafn vel þótt dráttur hefði ekki orðið á málinu. Er það raunin um marga af þessum dómum sem nefndir voru. Með þessu er ekki verið að neita athugasemdum dómara en bent á að afleiðingarnar eru ekki í öllum tilfellum eins dramatískar og fréttaflutningurinn gaf til kynna.
Rétt er að árétta að á þeim tíma sem um er fjallað hafði efnahagsbrotadeild til rannsóknar nokkur umfangsmestu sakamál sem komið hafa upp á Íslandi. Þessi mál hafa valdið því að önnur mál hafa tafist. Tilvísun til þeirra í þættinum gaf til kynna að þessi stóru mál hefðu einnig tafist í rannsókn, en sú ályktun fréttamanna er ekki byggð á athugasemdum í dómum í þessum málum, heldur hugmyndum hans sjálfs eða annarra um hvað sé eðlilegur málsmeðferðartími. Það er engin ástæða til að draga fjöður yfir að umfangsmikil og flókin mál munu taka langan tíma í rannsókn.
Það er ljóst að alltaf má gera betur og mun verða stefnt að því í framtíðinni að stytta málsmeðferðartíma, en það sem skiptir þó mestu máli um það hvernig tekst til, er að efnahagsbrotarannsóknum séu búnar þær aðstæður skipulagslega og fjárhagslega að komast megi yfir þau verkefni sem fyrir liggja á eðlilegum tíma. Eru þetta bæði hagsmunir sakborninga og ákærenda.
Þetta er nú meiri langlokan og dæmigerð fyrir ríkisstarfsmenn sem ekki geta sinnt sínum störfum á eðlilegan hátt. Hvað ætli öll málaferlin gegn Bónus-mönnum hafi tekið mikinn tíma og tafið þar af leiðandi önnur mál. Hver var síðan niðurstaðan úr allri þeirri vinnu? Sakirnar voru nánast engar og eftir stóð Ríkissaksóknari með allt niður um sig. Og segja núna að í framtíðinni sé stefnt að því að stytta málsmeðferðartíma gagnast lítið á meðan starfsmenn hjá þessari stofnun kunna ekki að greina á milli aðalatriða og smáatriða. Hvenær í framtíðinni verður þetta komið í lag? Eftir 10 ár? Eftir 25 ár? Eftir 50 ár? eða eftir 100 ár? Þessi athugasemd er bull frá upphafi til enda, en sýnir samt í hvað menn hjá þessari stofnun eyða tímanum í stað þess að vinna þá vinnu sem þeir fá greitt fyrir. Eftir þennan lestur getur niðurstaða mín ekki verið önnur en að allt hafi verið rétt sem fram kom í þessum Kastljósþætti og Ríkislögreglustjóri sé að reyna að breiða yfir eigin skít með orðaflaumi um ekki neitt.
Ríkislögreglustjóri gerir athugasemdir við fréttaflutning Kastljóss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.