Athugasemd

Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem athugasemdir eru gerðar við fréttaskýringu Kastljóss þar sem fjallað var um meðferð mála hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri telur umfjöllunina hafi verið einhliða og umfjöllun í máli villandi.
    Í Kastljósþætti ríkissjónvarpsins sem sendur var út miðvikudagskvöldið 24. október sl. var spilaður pistill sem kynntur var sem fréttaskýring og fjallaði um tafir í meðferð mála hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans. Umfjöllunin tók til á áranna 2002-2006 og kom fram að á fimm ára tímabili hafi ríkislögreglustjórinn gefið út 167 ákærur og hafi dómarar í 19 tilfellum gert athugasemdir við að rannsókn málanna hjá efnahagsbrotadeild embættisins hafi tekið of langan tíma. Í tilefni af þessari umfjöllun vill ríkislögreglustjórinn gera eftirfarandi athugasemdir.

     

    Ábyrgð fréttamanna er mikil þegar þeir flytja fréttir af málum líðandi stundar. Eins mikilvægt og starf þeirra er til að veita stjórnvöldum aðhald, er það einnig mikilvægt að fréttaumfjöllun sé vönduð, sanngjörn og leitast sé við að flytja yfirvegaðar og raunsanna lýsingu af þeim viðfangsefnum sem til umfjöllunar eru. Ríkislögreglustjórinn telur að í þessari umfjöllun hafi þessa ekki verið gætt heldur birtist í henni mjög einhliða og villandi umfjöllun um þau mál sem í hlut eiga.

    Í þættinum sagði m.a. um afleiðingar dráttar mála; „Oftar en ekki hafði þessi töf þau áhrif að sakborningar sem annars hefðu farið í fangelsi sluppu með fangelsisrefsingu eða að dómar yfir þeim urðu mildaðir.“ Var vísað til þessara 19 mála sem að framan getur. Þessi fullyrðing er röng og var fréttamanni þeim sem tók viðtal við undirritaðan saksóknara efnahagsbrota hjá embættinu gerð grein fyrir því að í mörgum tilfellum hefðu athugasemdir dómara ekki leitt til raunverulegrar mildunar refsinga.

    Af þessum 19 málum sem vísað var til í þættinum voru 10 skattsvikamál. Í slíkum málum hefur fangelsisrefsing undantekningarlítið verið skilorðsbundin, um þetta vitna dómar Hæstaréttar. Fréttamanni var gerð grein fyrir þessu en hirti hann ekki um að koma þeim upplýsingum á framfæri í þættinum. Raunveruleg áhrif tafa á rannsókn skattamálanna á refsingu er eingöngu í einu máli af tíu, en í öllum hinna voru sektarákvarðanir í samræmi við dómvenju sem og skilorðsbinding fangelsisrefsingar, eins og um væri að ræða venjuleg mál sem ekki hefðu orðið fyrir töfum. Í þessu eina máli sem dráttur hafði áhrif á refsinguna var greiðslu helmings sektarinnar frestað skilorðsbundið, en sektin var ekki lækkuð eins og fullyrt var í þættinum.

    Í þættinum er vitnað í ummæli Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra í grein sem hún ritaði í Morgunblaðið í júní sl. Þar fullyrðir Bryndís að dæmi séu um að sakborningar hafi óskað eftir að mál væru send Ríkislögreglustjóranum vegna þeirrar trúar sakborninga að þau mundu daga þar uppi. Undirritaður þekkir það mál sem Bryndís vísar til um þetta og höfðu sakborningar fengið þessar leiðbeiningar frá verjanda sínum. Það rétta í málinu var þó að ríkislögreglustjórinn ákærði þessa sakborninga og hlutu þunga dóma vegna brota sinna. Misskilningur þeirra og verjandans um meðferð efnahagsbrotadeildar á skattamálum hefur því vonandi verið leiðréttur.

    Í þættinum sagði; „Kastljós kannaði einnig hvort hlutfallið væri svipað hjá öðrum þeim aðilum sem gefa út ákærur í landinu í annars konar sakamálum. Sú leit var ekki tæmandi en leiddi í ljós mun færri dóma á landinu öllu hvar aðfinnslur voru gerðar enn í tilfelli efnahagsbrotadeildar.“ Þessi fullyrðing er einfaldlega röng enda skorti fréttamenn fullnægjandi upplýsingar um þetta frá öðrum lögregluembættum og höfðu engar upplýsingar frá embætti ríkissaksóknara. Þess var heldur ekki getið að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans rannsakar öll erfiðustu og umfangsmestu fjármunabrot og brot á sviði atvinnurekstrar. Það liggur því í eðli þessara brota að vera flókin og seinleg í rannsókn og hefur sami vandi með málshraðan verið uppi hjá systurstofnunum á hinum Norðurlöndunum.

    Í þættinum sagði; „Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí 2002 eru til dæmis gerðar athugasemdir við að rannsókn hafi tekið 6 ár og því slapp sakborningur við ársfangelsi vegna tafa.“ Ef dómurinn er skoðaður þá blasir við að þessi fullyrðing er röng. Fangelsisrefsing dæmda var skilorðsbundin og hann slapp því ekki við árs fangelsi. Þrátt fyrir tilvísun dómsins til langs rannsóknartíma voru brot dæmda þó ekki það alvarleg að til greina kæmi að dómurinn yrði óskilorðsbundinn að öllu. Sé litið til dómafordæma er líklegast að hann hefði staðið óbreyttur þótt rannsóknin hefði tekið skemmri tíma. Athugasemd dómarans var þó réttmæt um að málið hafði dregist.

    Þótt vísað sé í dómum til þess að dráttur hafi orðið á meðferð mála og það notað sem rökstuðningur fyrir skilorðsbindingu refsingar, oft með öðru svo sem því að viðkomandi hafi ekki brotið af sér áður, játað brot sín hreinskilnislega, þau hafi verið smávægileg, vegna ungs aldurs sakbornings o.s.frv. þarf það ekki að þýða að refsing hefði ekki getað orðið skilorðsbundin að mestu leyti jafn vel þótt dráttur hefði ekki orðið á málinu. Er það raunin um marga af þessum dómum sem nefndir voru. Með þessu er ekki verið að neita athugasemdum dómara en bent á að afleiðingarnar eru ekki í öllum tilfellum eins dramatískar og fréttaflutningurinn gaf til kynna.

    Rétt er að árétta að á þeim tíma sem um er fjallað hafði efnahagsbrotadeild til rannsóknar nokkur umfangsmestu sakamál sem komið hafa upp á Íslandi. Þessi mál hafa valdið því að önnur mál hafa tafist. Tilvísun til þeirra í þættinum gaf til kynna að þessi stóru mál hefðu einnig tafist í rannsókn, en sú ályktun fréttamanna er ekki byggð á athugasemdum í dómum í þessum málum, heldur hugmyndum hans sjálfs eða annarra um hvað sé eðlilegur málsmeðferðartími. Það er engin ástæða til að draga fjöður yfir að umfangsmikil og flókin mál munu taka langan tíma í rannsókn.

    Það er ljóst að alltaf má gera betur og mun verða stefnt að því í framtíðinni að stytta málsmeðferðartíma, en það sem skiptir þó mestu máli um það hvernig tekst til, er að efnahagsbrotarannsóknum séu búnar þær aðstæður skipulagslega og fjárhagslega að komast megi yfir þau verkefni sem fyrir liggja á eðlilegum tíma. Eru þetta bæði hagsmunir sakborninga og ákærenda.

    Þetta er nú meiri langlokan og dæmigerð fyrir ríkisstarfsmenn sem ekki geta sinnt sínum störfum á eðlilegan hátt.  Hvað ætli öll málaferlin gegn Bónus-mönnum hafi tekið mikinn tíma og tafið þar af leiðandi önnur mál.  Hver var síðan niðurstaðan úr allri þeirri vinnu?  Sakirnar voru nánast engar og eftir stóð Ríkissaksóknari með allt niður um sig.  Og segja núna að í framtíðinni sé stefnt að því að stytta málsmeðferðartíma gagnast lítið á meðan starfsmenn hjá þessari stofnun kunna ekki að greina á milli aðalatriða og smáatriða.  Hvenær í framtíðinni verður þetta komið í lag?  Eftir 10 ár? Eftir 25 ár?  Eftir 50 ár? eða eftir 100 ár? Þessi athugasemd er bull frá upphafi til enda, en sýnir samt í hvað menn hjá þessari stofnun eyða tímanum í stað þess að vinna þá vinnu sem þeir fá greitt fyrir.  Eftir þennan lestur getur niðurstaða mín ekki verið önnur en að allt hafi verið rétt sem fram kom í þessum Kastljósþætti og Ríkislögreglustjóri sé að reyna að breiða yfir eigin skít með orðaflaumi um ekki neitt.


mbl.is Ríkislögreglustjóri gerir athugasemdir við fréttaflutning Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband