Guðni Ágústsson

Guðni ÁgústssonÁ miðstjórnarfundi framsóknarmanna sem nú fer fram í Ketilhúsinu á Akureyri, fór Guðni Ágústsson yfir þau þjóðþrifa- og framfaramál sem framsóknarmenn hafa staðið fyrir s.l. 90 ár og sagði hann þann tíma sem framsóknarmenn stóðu í brúnni vera lengsta og mesta framfaraskeið þjóðarinnar. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir sinnuleysi.

Það verður aldrei af Guðna Ágústssyni tekið að hann er með skemmtilegri ræðumönnum, þótt hann sé Framsóknarmaður.  En að kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur valdasjúka og pólitíks léttlynda er ekki honum sæmandi auk þeirra orða sem hann notaði um Geir H. Haarde.

Ræða Guðna einkenndist af því að allt væri orðið ómögulegt hér á landi og talaði þannig að hann hefði ekki minnstu hugmynd um að hann sjálfur hefur verið í ríkisstjórn í 12 ár.  Allt það góða er Framsóknarflokknum að þakka en allt sem miður fór var Sjálfstæðismönnum að kenna.  Svona tala ekki formenn í stjórnmálaflokki sem vilja láta taka mark á sér.  Guðni hagaði sér þarna eins og hann væri í ræðukeppni í framhaldsskóla. 

Hvernig dettur Guðna Ágústssyni í hug að fullyrða að Framsóknarflokkurinn eigi að vera með 25% fylgi þegar flokkur náði ekki einu sinni 10% fylgi í síðustu kosningum.  Á það að vera eitthvað lögmál að Framsóknarflokkurinn fái alltaf 25% atkvæða?  Þetta getur aldrei gengið upp þegar kjósendur vilja ekki kjósa þennan flokk og tala nú um pólitískar hreinsanir sem beinist gegn Framsókn, eru nú bara vinnubrögð sem Framsóknarflokkurinn innleiddi sjálfur í íslenskum stjórnmálum.  Var Valgerður Sverrisdóttir á fullu við að reyna sem utanríkisráðherra að bola Sighvati Björgvinssyni úr starfi sem forstjóra Þórunnarstofnunar rétt áður en hún missti ráðherraembættið.  Það þýðir ekkert að kenna alltaf öðrum um sín vandræði því staðreyndin er sú að allt fylgishrun Framsóknar á rætur sínar að rekja til þess að Halldór Ásgrímsson var á sínum tím á góðri leið að eyðileggja þennan 90 ára gamla flokk.  Á meðan Halldór var formaður yfirgáfu mörg hundruð ef ekki þúsundir flokkinn og þar á meðal ég.  Það væri nær hjá Guðna að skoða öll mistökin sem Halldór gerði. heldur en eyða tíma sínum í að kenna öðrum flokkum um vandræði Framsóknar.


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband