Jólasveinar

Jólasveinar„Það stefnir í algjör metjól hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinum. Það hefur aldrei verið bókað svona mikið á þessum tíma," segir hinn síkáti jólasveinn Stekkjarstaur, en hann var staddur í helli á Suðurlandi með ilmandi bolla af heitu kakói þegar blaðamaður náði í hann.

 

Þetta virðist vera orðin öflug atvinnugrein að vera jólasveinn.  Miklar tekjur og mikið að gera, við íslendingar ætlum sennilega að slá öll met þessi jólin.  Fyrst voru það risastórar leikfangabúðir sem nánast tæmast um leið og þær opna og nú er komið að jólasveinunum.  Þá er eftir allt bóka- og tónlistarútgáfuflóðið og ekki má gleyma öllum jólaskreytingunum og fleira mætti tína til.   Er þetta ekki einfaldlega sönnun þess að íslendingar eru í raun bara ekta jólasveinar sem bókstaflega tryllast þegar jólin nálgast.  Svo kemur Visareikningurinn í febrúar og allir fá vægt taugaáfall og leggjast í þunglyndi og eru rétt búnir að ná sér til að taka þátt í öllum slagnum um utanlandsferðirnar til að slappa af í sólinni og hafa það gott í nokkrar vikur.  Síðan kemur Visareikningurinn fyrir sumarleyfið og aftur vægt taugaáfall sem flestir virðast vera búnir að jafna sig nokkuð vel þegar jólin nálgast.  Þetta er hinni eini og sanni Visahringurinn sem sífellt eykur hraðann.  Þetta er er í einu orði sagt "BRJÁLÆÐI"


mbl.is Jólasveinar moka inn milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það þarf ekkert að vera neitt brjálæði, við höfum frjálst val  Það er alveg hægt að halda yndisleg jól án þess að fara á hausinn í febrúar, ef við bara viljum það sjálf

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er eiginlega mikið að spá í hvort ég kemst upp með að gera eitthvað táknrænt um kærleika, frekar en að kaupa dót handa krökkunum, þarf bara að fá góða hugmynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 09:46

3 identicon

Maður segir ekki gráðugu fólki að hætta að versla...

Hinsvegar virkar betur að minna á það að maður fær meira fyrir peninginn þegar hann sleppur framhjá vaxtahnífunum.

Geiri 13.11.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað höfum við frjálst val, en neyslubrjálæðið í kringum jólin er orðið slíkt að öll heimbrigð skynsemi víkur fyrir kaupæði.  Við höfum verið vitni að þessu ár eftir ár og ég hef ekki trú á að það verði neitt öðruvísi núna.  Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að fólk stæði í nokkra klukkutíma í biðröð í byrjun nóvember eftir að leikfangaverslun opnaði.

Jakob Falur Kristinsson, 13.11.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband