Hækkun

Áfram heldur skuldatryggingarálag á skuldabréfum bankanna að hækka. Í gærmorgun var álagið á bréf Kaupþings 2,62%, Glitnis, 1,63% og Landsbanka 1,18%. Á þriðjudaginn í síðustu viku var álagið bréfum bankanna hins vegar 2%, 1,13% og 0,9% og er hækkunin því töluverð.

Er þetta nú allt lánstraustið sem hinir íslensku bankar hafa erlendis og hvað verður nú með alla útrásina og yfirtökur á erlendum bönkum og fyrirtækjum?.  Í ljósi þessa er ekkert skrýtið að bankarnir þurfi að níðast á íslenskum viðskiptavinum sínum með vaxtaokri.  Er að falla skuggi á alla glansmyndina?  Verður ekki lengur hægt að gleypa allan heiminn?

Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, segir hækkandi skuldatryggingarálag meðal annars ráðast af almennri óvissu á mörkuðum erlendis vegna títtnefndra undirmálsfasteignalána og lánakrísu þeim tengdri. "Reynslan sýnir okkur að mörkuðum er mun verr við óvissu en slæmar fréttir og gerum við ráð fyrir því að álagið muni jafna sig eftir því sem fleiri aðilar koma fram og gera hreint fyrir sínum dyrum, eins og þeir hafa verið að gera undanfarna daga."   Hann segir einnig að þetta hafi engin áhrif hjá Kaupþing því þeir hafi ekki gefið út nein ný bréf eftir að skuldaálagið tók að hækka.  En hvað halda þeir það lengi út?  Auðvitað hefur hvorki skuldaálag eða vextir nein áhrif hjá þeim sem ekki eru að taka nein lán og óþarfi að reyna að útskýra vandræðin með einhverju orðagjálfri sem enginn skilur varla sá sem slíkt talar.

Þessum bönkum nægir ekki að hækka sína eigin vexti á íbúðarlánum, heldur eru þeir farnir að krefjast þess að Íbúðalánasjóður geri það líka.  En vonandi fara stjórnendur þess sjóðs ekki að dansa eftir því sem þessir aumu bankar vilja.  Það eru einnig óskiljanleg ummæli Geirs H. Haarde, að fólk verði bara að fresta öllum íbúðarkaupum.  Hvað vill Geir að fólk geri? Á það að búa í tjöldum?  Ekki er leigumarkaðurinn svo spennandi kostur eins og staðan er í dag.  Eða er Geir að reikna með því að bankarnir fari nú að eignast nokkur hundruð eða þúsundir íbúðir sem verði síðan að leigja út?.  Það yrði kannski til að eðlilegt verð yrði á leiguhúsnæði.  Þessi möguleiki er vissulega fyrir hendi því við munum sjá á næstu mánuðum mörg hundruð fjölskyldur verða gjaldþrota og missa sínar íbúðir.  En hvort það er skemmtileg aðferð til að efla leigumarkaðinn á íbúðarhúsnæði er önnur saga.


mbl.is Enn hækkar skuldatryggingarálagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband