Sveitin

Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, að eftirspurn væri eftir bújörðum, lögbýlum í ábúð væri að fjölga gagnstætt því sem áður var og eignamyndun ætti sér stað í sveitum landsins. Sagði hann fá dæmi um jarðasöfnun á landsbyggðinni.

Þetta eru ánægjulegar fréttir, það eina sem skyggir á er þetta kvótakerfi í landbúnaðinum sem gerir ungu fólki mjög erfitt fyrir að hefja búskap.  Sem betur fer hefur þróunin nú snúist við og allar jarðir hafa stór hækkað í verði, jafnvel eyðibýli sem lengi voru tali algerlega verðlaus og þeir bændur sem vildu hætta búskap voru nánast neyddir til að gefa sínar jarðir.  Allt tal VG um að varasamt sé að auðmenn kaupi jarðir víða um land er bara neikvætt kjaftæði.  Þar sem auðmenn hafa keypt jarðir er þó myndarlega byggt upp og ólíkt er nú skemmtilegra að aka um sveitir landsins þegar öllum húsum er vel við haldið og jafnvel fyrrum eyðibýli skarta nú hinum glæsilegustu byggingum.  Ég sé ekki neina hættu þó að auðmenn vilji nota sína peninga til uppbyggingar í sveitum landsins.  Þetta eru yfirleitt miklir framkvæmdamenn og styrkja landsbyggðina mikið og allt mannlíf þar.  Það væri ekki síður fagnaðarefni ef slíkir menn gerðu meira af því að fjárfesta í hinum smærri þorpum á landsbyggðinni.  Allt er þetta mikill stuðningur við landsbyggðina en auðvitað geta þingmenn VG ekki verið sammála þessu frekar en öðru.  Þeir eru alltaf á móti öllu hvort sem það er jákvætt eða neikvætt.  Allar fjárfestingar á landsbyggðinni eru af hinu góða hvort sem í hlut á fátækur maður eða auðugur.  Er það stefna VG að þeir sem búa á landsbyggðinni eigi að vera bundnir einhverjum átthagafjörtum?.


mbl.is Eignamyndun á sér stað í sveitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Mig langar til að benda á örlítinn punkt í þessu öllu saman. Ég er bóndasonur og þekki svona mál nokkuð vel. Allflestir, ég segi ekki allir en flestir þessara auðmann sem að kaupa, búa ekki á jörðunum, heldur eru þeir að sækjast eftir auðlindum jarðanna, s.s. veiði, virkjunum og eða að selja þær undir sumarbústaðabyggðir. Þetta er ekki góð þróun. Síðan eru það þeir sem að eru með búskap á sínum jörðum, en þeir ráða þá til sín fólk til að sjá um allt en hirða ágóðan sjálfir, og yfirleitt er það fólk sem er í vinnu hjá þeim þeir sem vilja búa, en hafa ekki efni á að kaupa. Mig langar til að búa og vera með búskap á jörðinni sem að fjölskyldan er búin að eiga síðan 1850 en ég á engar 250 milljónir til að kaupa og telst það gjöf en ekki gjald miðað við þá kosti sem að hana prýða, s.s. stærð, afréttur, veiði og möguleiki á háhita. Ég styð ekki þessa þróun.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 13.11.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tók einmitt fram að það eina sem skyggði á þessar fréttir væri kvótakerfið sem er í landbúnaðinum og gerði ungu fólki erfitt fyrir að byrja búskap.  Hvað er neikvætt við sumarhúsabyggðir eða að auðmenn fái fólk til að sinna búskap á sínum jörðum.  Samkvæmt upplýsingum bændasamtakanna er nú ekki mikill ágóði af búskap í dag og hvaða ágóða eru þá auðmenn að hirða?  Hvað varðar hlunnindi eins og veiði og virkjanir, þá veit ég ekki betur en flest allar laxveiðiár landsins og eru í eigu bænda séu leigðar til nokkurra ára í senn til ákveðinna aðila og fá bændur auðvitað árlegar tekjur af því.  En er eitthvað verra að fá eingreiðslu sem er þá veruleg upphæð í eitt skipti.  Ég sé ekki muninn og hvað varðar virkjanir þá er það nú svo að í slíkum framkvæmdum þarf mikið fjármagn og mörg ár getur tekið þar til arður kemur af slíku og þá hafa bændur einmitt leitað til þeirra aðila sem eiga næga peninga til að ráðast í slíkar framkvæmdir.  Ef sú jörð sem þú hefur áhuga á að búa á og er með alla þá kosti sem þú lýsir og á ekki að kosta nema 250 milljónir og ég geri ráð fyrir að þú sért þá að taka við búskap og innifalið sé bústofn og kvóti, þá er í dag engin vandi að fá lán á góðum kjörum til að fjármagna þitt dæmi.  En hvað varðar auðmennina stend ég við öll mín orð sem í greininni stendur.

Jakob Falur Kristinsson, 13.11.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Varðandi t.d. laxveiði, að þá er hægt að horfa til Vopnafjarðar, en þar hefur einn ákveðin aðili keypt hálfa sveitina, svo skemmtilega vil til að viðkomandi jarðir eiga allar veiðirétt í sömu ánni. Á engri af þessum jörðum er búið núna. Varðandi gróða í bændastéttinni er þetta spurningin um það hvort að þú sért með 100 skjátur eða 600. Þegar að meðaltalstekjur eru teknar að þá er ekki mikið sem að virðist standa eftir handa bændum, en þeir sem að eru á annað borð að reyna að lifa á þessu, geta það, eru kannski engir milljónerar en búa ekki fyrir neðan hungurmörk. Virkjanir eru jú dýrar í framkvæmd, en allflestir bændur geta bjargað sér með mikið af vinnunni sjálfir og ekki þurfa að líða mörg ár til þess að það sé hægt að byrja að afskrifa, t.d. rennslisvirkjun, því að rafmagnskostnaður á morgum búum getur verið um og í kringum 200.000kr.- á mánuði, það eru bara 2.4 milljónir á ári x10, það gera 24 milljónir. búin að borga meðal renslisvirkjun. 250 milljónir eru náttúrulega gjöf en ekki gjald. 1100 hektarar og ræktun um og í kringum 80 af því og möguleiki á mikilli stækkun hennar. Þarna vantar inni bústofn, vélar og kvóta. Lán? jú til 40 ára og ég geri ekki annað en að láta höfustólin stækka og fara á hausinn, læt lýsa mig gjaldþrota og fer á vanskilaskrá, hljómar vel  Ég er ekki á móti því að bændur fái eitthvað fyrir sitt ævistarf, langt frá því en ég vil líka að það sé búið á þeim jörðum sem að auðmenn kaupa. Þeir hugsa margir ekki einu sinni um það að smala og eða halda við girðingum. Það sem að margir þeirra eru að sækjast eftir eru fasteignir sem að þeir geta afskrifað og samt notað til að safna vöxtum á peningana sína, sorglegt en satt.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 13.11.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú ekki mikið vit í að fjárfesta fyrir 250 milljónir ef við þá upphæð á eftir að bætast kaup á bústofn, vélum og kvóta.  Ekki get ég kallað það neina afkomu ef slíkt stendur ekki undir láni til 40 ára á hagstæðum vöxtum og menn fari lóðrétt á hausinn.  Þá er þetta orðið hugsjón en ekki raunverulegur atvinnurekstur.   Það er ekki er ekki merkileg virkjun sem hægt er að reisa fyrir aðeins 24 milljónir, þótt lítið þurfi að greiða fyrir vinnu, því ætli rafall með tilheyrandi búnaði og lagnir fáist keypt fyrir slíka upphæð.  Ég veit dæmi um bónda vestur í Arnarfirði sem er nýbúinn að reisa litla virkjun og þar var kostnaður um 100 milljónir og þurfti hann ekki að greiða nema lítilsháttar fyrir vinnu, aðeins tæknivinnuna sem hann hafði ekki þekkingu til að gera. En hann fjármagnaði þetta með því að selja allan sinn bústofn og kvóta og lifir nú ágætis lífi á því að selja raforku inn á Landsnetið og hefur aldrei haft það betra.  Fjárfestingarkostir auðmanna eru svo margir í dag að þeir þurfa ekki að safna fasteignum í sveitum til að afskrifa, það eru svo margar aðrar leiðir færar til að ávaxta sitt fé í dag.  Þetta dæmi sem þú nefnir úr Vopnafirði og getur þess að ekki sé búið á einni einustu jörð sem auðmenn hafa keypt.  Þá ert þú í raun búinn að benda á af hverju það er með því að fullyrða að ekkert nema gjaldþrot blasi við eðlilegum búskap.  Er það ekki ástæðan fyrir því að þeir sem eiga þessar jarðir í dag vilja ekki reka þar búskap.  Þessir menn eru auðmenn vegna þess að þeir fara ekki í vonlausan atvinnurekstur til að tapa peningum, heldur láta peningana vinna fyrir sér og af þeirri ástæðu eru þeir auðmenn.  Það verður enginn ríkur af hugsjóninni einni saman hversu fögur sem hún er. 

Jakob Falur Kristinsson, 13.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband