Jólagjöfin í ár

Í hádegisviðtali á Stöð 2 í gær var rætt við Emil B. Karlsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar.  Í máli hans kom fram að búið væri að finna út hver yrði jólagjöf ársins.  Sérstök dómnefnd valdi úr 60 tillögum og niðurstaðan er sú að það er GPS-staðsetningartækitæki og virðist svo ætla að vera því samkvæmt upplýsingum  Ólafs D. Ragnarssonar hjá R.Sigmundsson hf. sem er stór aðili í sölu slíkra tækja er mikil sala í þeim núna og stefnir í söluaukningu um 200% á milli ára og samt er ekki kominn nema miður nóvember.  Að sögn Ólafs rjúka þessi tæki nú út og óhætt ná reikna með að söluaukningin verði langt um meiri en þessi 200%.  Þrátt fyrir að áðurnefnt rannsóknarsetur hafi fundið út að meðalfjölskylda ætlaði að eyða 25-40 þúsund krónum til jólagjafa þetta ári, þýðir ekkert að vera að hugsa um slíkt, því jólagjöf ársins 2007 er GPS-tæki hvað sem hver segir, þetta kostar líka sama og ekki neitt aðeins frá 15 til 200 þúsund, þannig að meðaltækið gæti verið um 70 þúsund.  Þessi tæki eru mjög nákvæm svo  skekkjumörk eru aðeins nokkrir tugir sentímetrar og gætu t.d. komið sér mjög vel til að rata í hinum risavöxnu leikfangaverslunum sem hafa verið opnaðar á síðustu vikum svo kannski verða flestir búnir að kaupa sér svona tæki löngu fyrir jól en það skiptir ekki nokkru máli, þeir eiga þá bara tvö eftir jól og þá orðnir nokkuð vel undirbúnir fyrir næstu jólavertíð í leit sinn þá að jólagjöf ársins 2008.  Það þýðir ekkert að vera að binda sig við einhverjar 25-40 þúsund krónur þegar svona mikilvægir hlutir eru í húfi, það er bara níska og aumingjaskapur.  Rannsóknarsetrið er líka búið að spá a.m.k. 10% aukningu á jólaverslun í ár og segja að þeirra spár hafi verið nokkuð nákvæmar undanfarin ár og benda á að þeir spáðu 10% aukningu í fyrra en hún varð 9%.  Nú er tækifærið til að fljúga fram úr hinum Norðurlöndunum þar sem spár eru um 5-6% aukningu, við getum með samstilltu átaki tvö eða þrefaldað þeirra spár og verslað nú nógu hraustlega fyrir jólin.  Allir af stað nú strax og upp með greiðslukortin þau er ekki gefin út til að liggja einhverstaðar óhreyfð heldur á að nota þau í botn og vel það.  Það þarf heldur ekki að borga þetta fyrr en á næsta ári svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband