Ruslpóstur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, ætlar að setja á stofn starfshóp til að skoða leiðir til að koma böndum á fjölpóst og það sorp, sem fellur til vegna þess pósts. Þórunn sagði á Alþingi í dag, að pappírsúrgangur hafi aukist um 76% á síðustu fjórum árum og stór hluti þess sé dagblöð. Þessi þróun hafi aukið sorpmagn án þess að það hafi skilað sér í flokkun sorps til endurvinnslu.

Þarf nú virkilega að setja á stofn starfshóp út af þessu vandamáli.  Eftir því sem ráherrann sagði þá væri ekki lengur hægt að frá límmiða hjá Íslandspósti til að líma á póstkassa þar sem þessi póstur væri afþakkaður.  Þau svör kæmu frá Íslandspósti hf. að ekki væru til lög sem bönnuðu að hafna þessum ruslpósti.  Hverskonar þjóðfélag er þetta orðið ef þar sérstök lög frá Alþingi til að stoppa þetta.  Forstöðumenn  Íslandspósts hf. er auðvitað ánægðir með núverandi fyrirkomulag því fyrirtæki fær greitt fyrir að dreifa þessu rusli.  Ef þarf lög þá verður bara að setja slík lög sem fyrst.  Núverandi ástand er með öllu óþolandi, þetta er orðið svo mikið að maður kemst hreinlega ekki yfir að lesa þetta þótt áhugi væri á því og þetta hrúgast upp inn á heimilum fólks og þeir sem hafa ekki aðstöðu til að láta þetta með öðru sorpi verða að gera sér sérstaka ferð til að koma þessu rusli í endurvinnslu.  Hvar eru nú lögin um friðhelgi einkalífs og heimilis?  Ég á minn póstkassa sjálfur og taldi að þar með  réði ég því til hvers hann er notaður, en svo virðist ekki vera heldur þarf sérstök lög til að ég fái yfirráð yfir mínum póstkassa.  Já það er ekki öll vitleysan eins í okkar þjóðfélagi.  Stór hluti af þessu eru hin svokölluðu fríblöð og væri nú ekki eðlilegra að þau væru bara í næstu verslun eða sjoppu og hver og einn hefði val um hvort hann vildi fá þessi blöð.  Mig grunar að ástæðan fyrir því að fríblöðunum er nánast troðið inn á hvert heimili sé sú að sá fjöldi blaða sem svona er borin út sé síðan notaður til að gefa upplýsingar um lestur þeirra og vinsældir.  En þar eru nú útgefendur þessara blaða heldur betur að vaða reyk,því þótt þessum blöðum sé troðið inná heimili fólks er það engin trygging fyrir því að þau verði lesin, hjá mér fara þau í ruslið um leið og ég fæ þau og tel reyndar að svo sé nokkuð víða.


mbl.is Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband