Dönsk stjórnmál

DanirFimm vinir hafa sett upp heimasíðu þar sem Dönum er boðið að leggja fram fé, á milli 100 og 500 danskar krónur hver, til þess stjórnmálamanns, sem er tilbúinn að yfirgefa flokkabandalag Venstre, Íhaldsflokksins og Danska þjóðarflokksins og fella þar með núverandi ríkisstjórn. Flokkarnir þrír ráða 90 þingsætum af 179 í danska þinginu eftir kosningar á þriðjudag.

 

Hver getur skilið dönsk stjórnmál a.m.k. ekki ég.  Það er eins og öllu sé snúið við Venstre er hægri flokkur og þeir sem maður hefði haldið að væru hægri flokkar eru í raun til vinstri.  Ekki veit ég hverjir teljast vera miðjuflokkar.  Það mætti halda að þar sem Halldór Ásgrímsson er nú búsettur í Kaupmannahöfn, að hann væri eitthvað að hræra í þessu en eins og kunnugt er tókst honum að breyta Framsókn í harðasta íhaldsflokk sem var kominn meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn og er þá mikið sagt.


mbl.is Vilja kaupa dönsku ríkisstjórnina af höndum sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, að Venstre sem í dag er formlega frjálshyggjuflokkur var stofnaður af bændum fyrir hundruðum árum síðan gegn ánauð lénsherraskipulagsins og var þá álitinn vera vinstrisinnaður. Flokkurinn Radikale venstre sem í dag er hægri-miðjuflokkur og allt annað en róttækur, klofnaði út úr Venstre fyrir hundrað árum og voru það leiguliðar (bændur á leigujörðum), sem þá voru álitnir vera róttækir miðað við jarðeigendur. Smám saman breyttust áherzlurnar í stefnu þessara flokka. De Radikale venstre hafa fernt á stefnuskrá sinni: Að komast í ríkisstjórn, að gera engar umbætur á neinu, taka upp evruna (eiga þetta þrennt sameiginlegt með íslenzka Framsóknarflokknum) og í fjórða lagi að opna landamærin og hleypa öllum inn í landið (til að fá fleiri atkvæði). Íhaldsflokkurinn sem var upphaflega hefðbundinn flokkur kaupmanna, heldri manna og elítunnar, sem vildu halda í stéttaskiptinguna milli ríkra og fátækra, er í dag lítið annað en flokkur hægrikrata og lifir í skugga Venstre og hefur óbeit á Dansk Folkeparti, sem var klofningsflokkur frá Fremskritsparti Glistrups, sem er ekki til í dag. Sócíaldemokratarnir (Soc.), sem voru upphaflega verkalýðslokkur og ábyrgir fyrir að koma á almannatryggingum 1953 varð smám saman samofinn spilltum verkalýðsforystum og sérhagsmunasjónarmiðum embættismanna og miðstéttarinnar. Í dag eru Kratarnir frekar hægrisinnaðir og erfitt að sjá muninn á þeim og Radikale venstre.

Enhedslisten er samsteypa þriggja flokka, Kommúnistanna (DKP), Marxistanna (SPML) og Vinstrisócíalistanna (VS). VS klofnaði á sínum tíma úr Sócíalistaflokknum (SF), sem klofnaði þar áður úr Krataflokknum (Soc.). Fyrir utan mjög stutt tímabil fyrir löngu síðan hafa sócíalistar aldrei verið í ríkisstjórn í Danmörku.

Varðandi nöfn á flokkum, þá segja þau mjög lítið. Framsóknarflokkurinn á Íslandi hefur aldrei verið framsækinn. Sjálfstæðisflokkurinn var ánægður með að framselja sjálfstæði landsins til USA. Á Ítalíu var Sócíalistaflokkurinn hægrisinnaður flokkur, sem mafían stjórnaði. Þýzki nazistaflokkurinn hét Nazionalsozialistische arbeiterpartei (NSAP). Ekkert gæti verið fjarri sanni en það nafn.

Vendetta, 18.11.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband