Vúdú-hagfræðin

Nú er staddur hér á landi hinn frægi bandaríski hagfræðingur Arthur B. Laffer sem á sínum tíma var einn helsti ráðgjafi Regans þegar hann var forseti Bandaríkjanna.  Þessi hagfræðingur er með nokkuð nýja sýn á hagfræðina, sem í heimalandi hans er kölluð Vúdú-hagfræði.  Þessum manni til halds og traust hér á landi hefur auðvitað verið hinn íslenski Vúdú-maður Hannes Hólmsteinn Gissurarson.  Þessi hagfræðingur á varla til orð, til að lýsa því hvað allt sé dásamlegt hér á landi og hér séu menn að fara eftir hans speki og tekur Árni Matthisen, fjármálaráðherra undir það í blaðaviðtali.  Kenning þessa manns gengur út á það að eftir því sem skattar séu lækkaðir meira þá komi inn meiri skatttekjur og viðskiptahalli sé af hinu góða og því meiri sem hann er sé það þeim mun betra og þar standi íslendingar sig mjög vel með sinn gífurlega viðskiptahalla sem Davíð Oddsson var að fullyrða fyrir stutt að væri farinn að nálgast hættumörk.  Rök Later fyrir því að viðskiptahalli sé til bóta eru þau, að þá séu að koma meiri peningar inn í landið en fari út og þannig þenjist hagkerfið út og allar framkvæmdir aukist.  Hann leggur líka mesta áherslu á að lækka skuli skatta hinna tekjuháu og fyrirtækja þótt auðvitað kunni það eitthvað bæta kjör lágtekju hópa.

Ég er nú ekki menntaður hagfræðingur en hef samt lært þó nokkuð í þeim fræðum og get því verið sammála þessum manni að lækkun skatta muni skila sér í auknum tekjum þar sem fleiri muni reyna að auka tekjur sínar og auknar ráðstöfunartekjur gefa auðvitað meira til ríkisins í formi neysluskatta.  En ég hefði nú haldið að ekki væri rétt að byrja á hátekjumönnum sem varla vita aura sinna tal og auknar ráðstöfunartekjur þeirra fara ekki í neyslu.  Því það eru viss takmörk á því hvað ein fjölskylda kemst yfir að eyða miklu í hverjum mánuði.  Hins vegar munu auknar ráðstöfunartekjur þeirra sem hafa lægstu launin og meðallaunin fara að mestu í neyslu.

Hvað varðar viðskiptahallann þá hef ég nú talið að sama lögmál gilti um þjóðarbúið og einstaklingana að ekki gæti gengið árum saman að eyða alltaf verulega umfram tekjur, því einhver tímann kemur að það þarf að borga reikninginn.  Ef þessi kenning um aukna þenslu er rétt hjá Laffer, þá höfum við íslendingar verið á kolrangri leið með því að vera alltaf að hækka vexti til að draga úr þenslu og ná einhverju verðbólgumarkmiði.  Við ættum í hvelli að snarlækka vexti um leið og við lækkum skatta og setja þensluna á fulla ferð aftur, byggja álver og framkvæma eins mikið og við getum og vera ekkert að hugsa um einhver viðskiptahalla, hann mun auðvitað aukast og því meira, því betra.  Nú er tækifærið að gefa allt í botn.

Annars væri nú best ef Hannes Hólmsteinn færi með þennan Vúdú-vin sinn í heimsókn til Davíðs Oddsonar í Seðlabankann og Davíð gæfi grænt ljós á að auka þensluna.  Þá yrði sko gaman að lifa því auðvitað færu bankarnir að lána fólki í gríð og erg og hægt væri að hafa húsnæðislánin 150% svo fólk ætti ekki aðeins pening fyrir íbúð heldur einnig fyrir nýjum húsgögnum, nýjum bílum, utanlandsferðum og öllu því sem fólk langaði í.  Þannig að kenningar Péturs H. Blöndal alþm. um að fólk eigi að temja sér sparnað er einfaldlega ekki rétt.  Það er eyðslan sem skiptir mestu máli í að drífa áfram íslenska hagkerfið.  Ég hrífst svo af þessari Vúdú-speki að ég ætla hér og nú að færa Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni mínar þakki fyrir að hafa fengið þennan mann til að koma til Íslands og bjarga okkur undan öllu vaxtaokrinu og þeim sem hafa verið að hræða okkur við að taka lán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ekkert vaxtaokur: Vaxtamunur inn- og útlána hefur minnkað stórlega frá því, að bankarnir voru einkavæddir, og nemur nú 1,9%. Ég útskýri þetta betur á bloggsíðu minni og hef margsinnis reynt að leiðrétta bábiljur um þetta, en með litlum árangri. Ég held, að ekkert þurfi að óttast þenslu, ef hún er heilbrigður og ör vöxtur atvinnulífsins, en ég er í vafa um, hvort svo er nú á Íslandi, þótt ég voni, að svo sé. Varnaðarorð Davíðs Oddssonar eiga rétt á sér, og Laffer hefur skarpa sýn á skattamál.

Hannes H. Gissurarson 19.11.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband