Skattar

skatturÍslensk fyrirtæki þurfa að hafa meira fyrir skattgreiðslum sínum en almennt tíðkast í nágrannalöndunum, þótt skattprósentan sé lág. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni skýrslu Alþjóðabankans um skattaumhverfi fyrirtækja. Að meðaltali fær skattkerfi Íslands ágætiseinkunn, og munar þar mest um hagstætt skatthlutfall fyrirtækja.

„Við megum samt ekki einblína á skattprósentuna þegar við erum að meta gæði kerfisins, þegar margt annað getur verið óhagkvæmt í því," segir Elín Árnadóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC, sem aðstoðaði við gerð skýrslunnar. Í skýrslunni er frammistaða Íslands slökust á sviði reglubyrði. Sú vinna sem íslensk fyrirtæki þurfa að sinna fyrir hönd Fjársýslu ríkisins er meiri hér á landi en í flestum ríkjum Evrópu.

Eru nú íslensk fyrirtæki farin að kvarta yfir því að þurfa að draga staðgreiðslu af sínu starfsfólki og skila því til ríkisins.  Ekki hélt ég nú að þetta væri mikil aukavinna, því flest þau tölvukerfi sem notast er við í dag eru þannig uppbyggð að eftir að allar upplýsingar um viðkomandi starfsmann hafa einu sinni verið skráðar inn sér tölvan um að reikna út launin og draga það frá sem á að draga frá og prenta út skilagreinar til skattsins.  Við hverja launaútreikninga þarf ekki að breyta neinu nema að skattaprósentan hafi breyst annar er þetta nánast sjálfvirkt. Ekki var ástandið skárra áður en staðgreiðslan kom til og launagreiðandinn varð nánast að standa í þrasi við marga starfsmenn um hvað mikið væri dregið af þeim uppí ógreidd gjöld.  Er það virkilega orðið svo í okkar þjóðfélagi að enginn vill eða má gera eitt né neitt nema að gjald komi fyrir.  Eigum við alltaf að vera í hlutverki þiggjenda þegar kemur að ríkinu.  Svo má ekki gleyma því að með núverandi fyrirkomulagi eru fyrirtækin líka að auðvelda fólki að greiða sína skatta.  Skattar eru heldur ekki lagðir á eingöngu fyrir ríkið, við njótum þeirra síðan á margan hátt.  Þetta er ekkert nema leiðinda nöldur hjá fyrirtækjum.


mbl.is Of mikill tími fer í skattgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband