Sönnunin breytist

„Sönnunarbyrðin verður öfug og færist yfir á brotamennina verði þeir fundnir sekir. Í stað þess að við þurfum að sanna að þeir hafi eignast hluti með ólögmætum hætti þurfa þeir þá að sanna að þeir hafi gert það á löglegan hátt," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra, um nýtt frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra lagði fram í byrjun nóvember.

Er ekki með þessu verið að brjóta eina grundvallarreglu lýðrærðisins með því að telja menn seka nem þeir geti sannað sakleysi sitt.  Ég held að með þessu förum við út á ansi hála braut, nú getur hver sem er valið einhvern til að kæra fyrir þjófnað og sá sem fyrir slíku verðu er sekur þar til hann getur sannað sakleysi sitt.  Ég óttast það að þetta geti komið mörgu blásaklausu fólki í mikinn vanda.  Fólk á t.d. ýmis heimilistæki og hefur ekki hirt um að geyma reikninga og þá getur einhver komið í heimsókn og fullyrt að hann eigi það tæki sem viðkomandi langar í, og fær það auðvitað afhent ef ekki er til greiðslukvittun um að réttur eigandi hafi í raun keypt viðkomandi tæki.  Þetta gæti auðveldlega allt farið úr böndunum og endað í tómri vitleysu sem lögfræðingar munu síðan hagnast verulega á.  Ég spyr nú bara hver er tilgangurinn með þessari breytingu?


mbl.is Sönnunin færist yfir á brotamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að málið snúist um að hægt sé að ganga að fleiru en bara því sem þjófurinn stal þegar á að bæta brotið. Mér sýnist hins vegar á frumvarpinu og greinargerðinni að eitthvað þurfi að skerpa á orðalaginu svo þetta fari ekki í þann farveg sem þú ert að lýsa, en ég trúi því nú ekki fyrr en ég tek á því að löggjafinn ætli að gera eignarréttinn undirorpinn geðþóttaákvörðunum einhverra saksóknara. Þetta hlýtur að verða lagað til.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.11.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Vonandi verður það gert því eins og þetta er núna er hægt að snúa út úr því á alla kanta og enda í tómri vitleysu.

Jakob Falur Kristinsson, 22.11.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband