Deilur um arf

Ég skrifaði í gær grein sem ég nefndi "Erfðaskrá" og hana skrifaði ég í þeirri góðri trú að frétt blaðsins sem ég vitanaði til væri með öllu rétt og Hæstiréttur hefði kveðið upp eðlilegan dóm á eðlilegum forsendum.  Þar sem ég hef haft það að leiðarljósi í skrifum mínum á þessari síðu að skrifa ekki um neitt nema það sé rétt og satt eða heimildir fyrir mínum skrifum séu traustar og réttar, því miður áttaði ég mig ekki á að þessi frétt sem var byggð á dómi Hæstaréttar sagði ekki nema hluta sögunnar á bak við þennan atburð því komið hefur í ljós við frekari skoðun að dómur Hæstaréttar er vægast sagt stórfurðulegur.  Þar sannast einu sinni enn hvað samtrygging innan ákveðinna stétta er mikil og í þessu tilfelli er það læknastéttin sem stendur vel saman.  Ættingjarnir, sem töpuðu málinu í Hæstarétti höfðu unnið málið í Héraðsdómi en Hæstiréttur snýr málinu algerlega við í sinni umfjöllun og tekur ekkert tillit til þeirramikilvægu gagna sem lögð voru fram í Héraðsdómi.  Fyrir Héraðsdómi lögðu ættingjarnir  fram staðfestingu virts læknis um að árið 2001 hefðu systurnar tvær verið orðnar illa haldnar af hrörnunarsjúkdómi

og því ekki gert sér fulla gein fyrir því sem þær voru að gera.  Þá má einnig benda á að sá sem vann málið er starfandi læknir og af þeim sökum gat hann hagrætt málum eftir sínum geðþótta.  Nú er það svo að gamalt veikt fólk setur oft allt sitt traust á sína lækna og í þessu tilfelli var það sá maður sem nú hefur fengið arfinn.  Læknar vinna eið af því að brjóta aldrei trúnað sinn við sjúkling, en svo virðist að fégræðgi hafið knúið þennan læknir til að brjóta þann eið.  Einnig er athyglisvert að fyrir Hæstarétt lá fyrir vitnisburður margra vitna, lækna, hjúkrunarfræðings. lögfræðinga og annarra og þá kem ég að kjarna málsins, sem er að læknar sem vinna saman vitna ALDREI  gegn starfsbróður sínum og á þeim forsendum er málið dæmt.  Verður því ekki annað séð en nefndur læknir hafi nýtt sér stöðu sína sem læknir til að fá þær systur til að arfleiða sig að öllum sínum eignum, þótt honum hafi í raun verið fullkunnugt um að a.m.k. önnur þeirra vissi hreinlega ekkert undir hvað þær voru að skrifa.  Einnig vekur það athygli að sum vitnin greindu frá staðreyndum meðan önnur fóru mikinn með greinilegum lygum og misræmi í tímaröð og fleira, en ekkert var tekið tillit til þess af hálfu Hæstaréttar.  Þá er það athyglisvert að Hæstiréttur kemst aðeins að þeirri niðurstöðu að formgalli hafi verið við gerð erfðarskrárinnar, þó svo hún hafi verið unnin af lögfræðingi og tengdadóttur umrædds læknis og vottun lögbókenda og vitnisburður í þversögn við tengdadótturina fyrir Héraðsdómi.   Því er þessi dómur hneyksli og ætti Landlæknisembættið að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar.  Þetta vekur einnig upp þá spurningu, hvort gömlu og mjög veiku fólki sé ekki óhætt að leggjast inn á spítala öðruvísi en að aðrir ættingjar nánast vakti þá.  Því nokkuð víst er að þetta verður ekki eina málið sem á eftir að koma upp sem líkist þessu.  Þetta virðist hafa verið vel undirbúið af hálfu þessa unga læknis enda komst hann upp með að fremja glæpinn og fá síðan Hæstarétt til að leggja blessun sína yfir allt saman.  Þetta er hreinlega til skammar og ætti læknastéttin að hugsa sinn þátt í málinu aðeins betur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband