29.11.2007 | 09:46
Rétt viðbrögð
Ég hef áður skrifað sögur um hinn mæta mann Guðmund Þ. Ásgeirsson, sem lengi bjó á Bíldudal og gekk alltaf undir nafninu "Dubbi"og ætla ég að bæta hér einni við;
Á sínum tíma var nokkuð algengt að Reykjavíkurborg samdi við lítil sveitarfélög á landsbyggðinni um að taka við fólki sem gekk undir nafninu "Vandræðafólk"vegna þess að þetta fólk gat ekki búið innan um venjulegt fólk í félagslegum íbúðum vegna eilífra vandræða. Þetta skapaði þessum litlu sveitarfélögum talsverða peninga, því Reykjavíkurborg greiddi fyrir að taka við þessu fólki auk þess sem borgin lagði fram fé til framfærslu. Ekki þýddi að láta þetta fólk hafa peningana beint, því þá var öllu eytt í vín og vitleysu. Ein slík fjölskylda kom til Bíldudals og voru það ung hjón með tvö lítil börn. Fulltrúa barnaverndar var falið að sjá um öll innkaup fyrir fólkið því ekki var hægt að treysta þeim fyrir peningum. Börnin fór síðan í skólann á staðnum og allt virtist í besta lagi en ekki stunduðu foreldrarnir neina vinnu. En fljótlega fóru kennarar skólans að taka eftir að börnin fóru að mæta í skólann öll blá og marinn, auk þess að þau hættu að koma með nesti í skólann eins og önnur börn og voru greinilega vannærð. Við viðtöl við kennara sögðust börnin að þau hefðu dottið eitthvað og voru greinilega hrædd og vildu ekkert segja. Var þá boðaður fundur í barnaverndarnefnd og foreldrar boðaðir á fundinn, en áður hafði sá fulltrúi sem sá um innkaupin fyrir fjölskylduna, kannað hjá verslunum hvort foreldrarnir kæmu þangað og kom þá í ljós að þar voru þau tíðir gesti og alltaf að skila mat og fá endurgreitt í peningum sem þau notuðu síðan til áfengiskaupa. Foreldrarnir mættu á fundinn en þrættu bæði fyrir að leggja hendur á börnin en neyddust til að viðurkenna að þau hefðu vissulega skilað mat eftir það þeim hafði verið sýnt bréf frá versluninni sem staðfesti það. Nú lofuðu þau að allt skyldi verða betra og þetta kæmi aldrei fyrir aftur. En þrátt fyrir þetta sótti fljótlega í sama farið og kennarar létu barnaverndarnefnd vita og hún fundaði á ný með foreldrum. Þegar kennarar létu síðan barnaverndarnefnd vita í þriðja sinn gafst nefndin upp og samþykkt var að fá Reykjavíkurborg til að taka við þessu fólki aftur.
Dubbi, sem bjó rétt hjá þessu fólki frétti af öllum þessum vandræðagangi og barnaverndarnefnd hefði gefist upp og vissi að það eitt, að senda fólkið aftur í burtu leysti ekki vandamálið, heldur yrði bara níðst á aumingja börnunum á öðrum stað. Hann tók sig þá til og fór og heimsótti hjónin, kynnti sig og var ekkert nema kurteisin og sagðist nú bara vera kominn sem góður nágranni til að bjóða þau velkomin og ef þau vantaði eitthvað gætu þau alltaf leitað til sín með aðstoð. Hann sagði síðan hressilega;"Hvernig er það eiginlega á þessu heimili er manni ekki einu sinni boðið upp á kaffi?". Jú,jú, sagði konan sestu bara við eldhúsborðið meðan ég laga kaffið, sem hún síðan gerði. Dubbi settist við borðið og bað manninn að setjast á móti sér til að spjalla saman á meðan beðið væri eftir kaffinu og gerði maðurinn það. Hann byrjaði á því að spyrja Dubba, hvort hann gæti lánað þeim pening, en þá rak Dubbi upp sinn fræga tröllahlátur og át upp eftir manninum, ha lána ykkur pening? Er ekki hægt að fá að vera góður vinur ykkar og bjóða aðstoð nema þurfa að borga ykkur fyrir? Voruð þið alin upp af eintómum hálfvitum? Nei vinur ég á ekki neinn pening en ef þú veist það ekki þá er besta leiðin til að fá pening sú að stunda einhverja vinnu og ef þið viljið skal ég hringja strax í hann Kobba vin minn og hann getur örugglega útvegað ykkur næga vinnu og það strax á morgun. Nei, nei, svaraði manngreyið, okkur vantar enga vinnu því í raun erum við sjúklingar. Í því kom konan með kaffið og hellti í könnur fyrir þá báða og spurði Dubba hvort hann vildi mjólk út í kaffið? Nei sagði Dubbi það er best svona, bara svart og nógu heitt. Síðan horfði Dubbi lengi grafalvarlegur á manninn og sagði síðan mjög hugsi, já svo þið eruð sjúklingar, það er ekki gott og ekki get ég nú gert neitt í því en kannski get ég gert eitthvað til að hjálpa ykkur. Svo allt í einu tekur Dubbi kaffikönnuna sem hann var að drekka úr og skvetti öllu framan í manninn sem veinaði af sársauka því hann hafði brennst talsvert og loks stundi hann upp hvað ertu að gera maður, ertu algerlega brjálaður? Þá hló Dubbi aftur sínum tröllahlátri og sagði , já ég er kolbrjálaður. Síðan lyfti hann sínum stóra hnefa og lamdi af öllu afli í eldhúsborðið og svo fast var höggið að borðið brotnaði í tvennt. Síðan óð hann að manninum of þreif í hálsmálið hjá honum og lyfti honum upp með annarri hendi og sagði; "Þið eruð engir helvítis sjúklingar, þið eru ekkert nema andskotans aumingjar og vonandi skilur þú núna hvernig börnunum þínum líður þegar þið eruð að berja þau." Síðan henti hann manninum út í horn og sagði við konuna og þú ert sko ekkert skárri og ef ég frétti af því aftur að börnin ykkar sem eru blásaklaus og varnarlaus, koma aftur í skólann blá og marinn, þá kem ég aftur og slít af ykkur hendurnar. Það er margoft búið að ræða við ykkur en þið virðist ekkert skilja nema sársaukann og hann get ég veitt ykkur án greiðslu. Síðan rauk hann á dyr og skellti svo harkalega á eftir sér að rúðan í útidyrunum brotnaði. Eftir þetta atvik fóru börnin að mæta í skólann með sitt nesti eins og önnur börn og aldrei sá neitt á þeim. Um vorið yfirgáfu svo þessi hjón Bíldudal en alltaf reyndu þau forðast að koma nálægt húsi Dubba eða honum sjálfum.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:21 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Athugasemdir
Fjandans vesen að þessi ráð er ekki hægt að nota í dag. Oft gefst best að beita sömu aðferðum og fólk gerir sjálft. Það er alveg hárrétt hjá Dubba, það er tungumálið sem menn skilja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 10:33
Það er alveg hægt, bara segja ekki frá því.
Jakob Falur Kristinsson, 29.11.2007 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.