Skipið Axel

Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping og Ari... Að öllum líkindum verður hafist handa við að afferma flutningaskipið Axel um hádegisbil í dag. Skipið, sem steytti á skeri við Hornafjarðarás á þriðjudagsmorgun, kom til hafnar á Akureyri í nótt og fulltrúar tryggingafyrirtækja eru nú um borð að meta skemmdir á farmi.

Skipið verður tekið upp í þurrkví Slippsins á Akureyri á morgun eða laugardag, það ræðst af því hve fljótt tekst að afferma það að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dregg shipping sem gerir skipið út. Farmurinn er frosinn fiskur, bæði í lest og í gámum á dekki.

Það er eitthvað undarlegt við útgerð þessa skips og áhöfn þess.  Fyrst strandar skipið við Hornafjörð en losnar sjálft af strandstað síðan er því fylgt af varðskipi til Fáskrúðsfjarðar þar sem tjón er metið og ákveðið að sigla síðan til Akureyrar í viðgerð.  En þá kemur upp að yfirvélstjóri skipsins neitar að dæla sjó úr lest þess og ræðir jafnvel um að réttast væri að sökkva því.  Þessi afstaða vélstjórans getur ekki flokkast undir annað en uppreisn, sem þung viðurlög eru við.  Nú veit ég ekki hverra þjóðar áhöfn skipsins er eða undir hvaða fána það siglir.  Kannski er það skráð einhverstaðar þar sem engin viðurlög eru við uppreisn um borð og þótt að um slíkt gildi alþjóðalög er ekki víst að allar þjóðir séu búnar að staðfesta þau.  Eins er óljóst hvort farmur skipsins hefur verið tryggður.

Ég held að þessi atburður ætti að minna okkur íslendinga á nauðsyn þess að okkar fragtskip sigli undir íslenskum fána og með íslenskri áhöfn ef við ætlum að hafa okkar flutninga í öruggu lagi.  Að vísu er erfiðara hjá íslenskum útgerðum að hafa skip sín skráð hér en t.d. í Færeyjum, en það er hlutur sem stjórnvöld geta auðveldlega breytt ef vilji væri fyrir hendi.  Ef þessi þróun heldur áfram óbreytt verðum við algerlega háð erlendum aðilum með alla flutninga til og frá landinu og það getur aldrei verið gott fyrir þjóð sem býr á eyju.  Í dag eru að vísu nokkuð margir íslenskir yfirmenn á íslenskum skipum sem skráð eru erlendis, en þetta eru allt orðnir fullorðnir menn sem brátt fara að draga sig í hlé.  Í dag er enginn sem menntar sig til þessara starfa vegna þess að atvinnumöguleikarnir eru litlir, auk þess að íslenskur skipstjóri á íslensku skipi sem skráð er t.d. í Færeyjum greiðir þangað alla sína skatta og verður réttlaus í okkar almenna tryggingarkerfi ofl.

Þessu verður að breyta.


mbl.is Byrjað að afferma Axel í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú værir örugglega Jakob, betri að keyra vélarnar þarna, að ég ekki tali um lensidælurnar, einhentur, en þessi "rússaskratti" eða hvað hann er, sem ætlaði að setja Axel kallinn á botninn og sjálfur að komast í björgunarbátinn?

Þetta er hinsvegar alveg grínlaust með sumt af þessu fólki sem er að sigla hérna. Man eftir Portúgölum sem ég var að sinna reglulega hérna í Höfninni, manni bara brá stundum að sjá og heyra hvað þeir voru smeykir við veðrið og kuldann hérna norðurfrá. Menn sem voru hundvanir að sigla á suðlægum slóðum urðu bara skíthræddir hérna. Og kannski ekkert undarlegt við það svosem?

En sem sagt, hringdu bara í hann Ara Axel, hann er góður náungi viðræðu og talar mannamál og þú verður kominn um borð fyrir helgi....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já nokkuð öruggur á því Hafsteinn að ég hefði klárað að lensa skipið þótt ég sé einhentur.  Maður er nú búinn að fara í nokkur vélarúmin, þar sem enginn hefur verið til að leiðbeina manni og þá þurft að rekja sig eftir lögnum ofl.  Einn mesti hryllingur sem ég lenti í var þegar ég var vélstjóri á einum af svokölluðu "Kínabátum" þar var sannkallaður hrærigrautur.  En í raun og veru er þetta allt ósköp líkt svo að eftir maður er einu sinni byrjaður er lítið mál að skipta um skip.

Jakob Falur Kristinsson, 29.11.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband