Dagur fatlaðra

Í gær var hinn alþjóðlegi dagur sem er tileinkaður fötluðu fólki.  Ég var nú svo bjartsýnn að reikna með að einhver vekti máls á þessu á hinu háa Alþingi, þó ekki hefði verið að einhver ráðherranna hefði tekið til máls og nefnt þennan dag  og a.m.k. sagt að fatlaðir og öryrkjar, sem oft fer saman, fengju einhverra bót á sínum kjörum, einhvern tíman og vekja þannig hjá okkur von.  Nei það var ekki minnst á þennan dag og VG nýttu daginn í þras um hvað hver þingmaður mætti tala lengi á Alþingi, en þeir eru alfarið á móti því að ræðutími sé skertur.  Þingmenn VG vilja fá að tala eins lengi og eins of og þeir kæra sig um, þótt ræðurnar séu ekkert nema eitthvað helvítis kjaftæði og bull öllu skal dælt yfir þjóð og þing og öllum til ama og leiðinda sem á þurfa að hlusta.  Fyrir stuttu var hinn svokallaði dagur íslenskrar tungu og þá vantaði ekki að biðröð var í að komast í ræðustól til að fagna slíkum degi sem öllum þótti brýnt að tjá sig um.  Ekki ætla ég að gera lítið úr mikilvægi okkar tungumáls, en hinu velti ég fyrir mér hvort málefnið er mikilvægara.  Það er að sjálfsögðu mikilvægt að varðveita okkar tungu en það er ekki síður mikilvægt að búa þannig að okkur fötluðum öryrkjum að við hreinlega deyjum ekki úr hungri eða kulda því  ef ekkert verður gert í að lagfæra okkar kjör endar það með því að við neyðumst til að búa í tjöldum.  Ég er nærri því viss um að enginn bóndi á íslandi fer eins illa með sínar skepnur og stjórnvöld fara með öryrkja.  Við þurfum að leita inn í svörtustu Afríku til að finna fólk sem þarf að búa við okkar kjör.  Öryrkjabandalag Íslands veitti á þessum degi "Hvatningarverðlaun" og hlaut þau ung stúlka, Freyja Haraldsdóttir, sem unnið hefur mikið og gott starf í að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og vil ég óska henni til hamingju með þessi verðlaun, sem hún á svo sannarlega skilið..  Verðlaunin afhenti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.  Eftirfarandi orð voru látin fall við veitingu þessara verðlauna "Við höfum áhuga, vilja og getu til að gera svo margt"  Eru það orð að sönnu það vantaði ekki viljann,áhugann eða getuna þegar frambjóðendur allra flokka voru að kynna sín stefnumál fyrir síðustu Alþingiskosningar.  En eftir að búið er að kjósa og fólk komið í sína stóla er eins og allur kraftur sé farinn og áhuginn líka.  Ekki er hægt að segja að getan sé ekki til staðar, því sjaldan eða aldrei hefur ríkissjóður staðið betur.  Það er hægt að reisa tónlistarhöll og fleiri mannvirki á hafnarbakkanum í Reykjavík sem kostar aðeins 50-60 milljarða en til afmælis Jóns Sigurðssonar á aðeins að setja 200 milljónir sem segir allt sem segja þarf um forgangsröðun verefna með tilliti til þess hve mikilvægir þeir teljast vera.  Við setjum nokkur hundruð milljónir í verkefnið "Framboð til Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna"  Við setjum líka nokkra milljarða í þróunaraðstoð til að gefa fátæku fólki fæði og klæði á meðan við getum ekki einu sinni fætt, klætt og haft húsaskjól fyrir okkar eigin þegna.  Við höfum náð því að vera nr. 1 á lista yfir þær þjóðir þar sem lífskjör eru best og á meðan stjórnarherrarnir skýra frá þeirri niðurstöðu skælbrosandi og ljómandi af hamingju og eru myndaðir í bak of fyrir, þá verðum við aumingjarnir (öryrkjar) að skríða í felur svo ekki falli nú neinn skuggi á þetta fyrirmyndarríki, þar sem allt er best á öllum sviðum.  Það eina sem enn heldur í manni von er að um ármót á þessi málaflokkur að flytjast í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún er sennilega eini stjórnmálamaðurinn á Alþingi sem raunverulega  vill hjálpa þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og er þekkt af því að láta verkin tala en ekki bara orðaflaum um ekki eitt né neitt.  En ef Jóhanna getur ekki leyst þetta vandamál öryrkja, þá er lítið framundan annað, en að koma sér fyrir og framkvæma eigin aftöku þ.e. hengja sig.  Eins og þessi mál eru í dag er það öllum til mikillar skammar og ekkert nema aumingjaskapur og leti að leysa það ekki.Angry Angry Angry Angry Angry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband