Bush

Enn stafar ógn af Íran, sagði George W. Bush, Bandaríkjaforseti, í dag, og neitaði að útiloka skilyrðislaust að hervaldi yrði beitt gegn Írönum, þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan hafi greint frá því að Íranir hafi hætt við þróun kjarnorkuvopna fyrir fjórum árum.

Besta samningatæknin, samningatækni sem ber árangur, er að hafa alla möguleika uppi á borðum,“ sagði Bush á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

„Íran var hættulegt, Íran er hættulegt og Íran mun halda áfram að verða hættulegt ef þeir ráða yfir þeirri þekkingu sem til þarf svo smíða megi kjarnorkuvopn.“

Þar hvatti forsetinn bandalagsríki Bandaríkjanna að auka þrýsting á Írana vegna kjarnorkumálsins. Ítrekaði forsetinn að Íranar væru enn að reyna að komast yfir þekkingu á því hvernig úran sé auðgað, sem væri mikilvægt skref við þróun kjarnavopna.

Bush ræddi við Pútín 

Þá sagði Bush í ræðu sinni í Hvíta húsinu í dag, að hann hafi rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag og m.a. lýst yfir áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Rússlandi í ljósi þingkosninga, sem þar fóru fram á sunnudag.

„Ég sagði við hann það væri einlæg skoðun okkar við hefðum áhyggjur af kosningunum,“ sagði Bush stuttu eftir að hafa rætt við Pútín í síma.

Hann ætlar seint að skilja það aumingja karlinn, að það stafar enginn ógn af Íran og stríðið í Írak er löngu tapað og hver andskotann kemur honum við kosningar í Rússlandi,  Hann æti að líta sér nær, því það er enn vafi á hvort hann hafi í raun sigrað sjálfur í síðustu kosningum í Bandaríkjunum.m.k. er ekki nema lítill hluti af þjóðinni sem styður hann í dag og í kosningunum síðustu fékk hann ekki meirihluta atkvæða.  En hið ruglaða kosningakerfi í USA gerði hann að forseta svo er hann með áhyggjur af Rússlandi,  Er maðurinn endanlega orðinn ruglaður og væri best geymdur á eitthverju hæli.


mbl.is Bush: Enn stafar ógn af Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helsta ógnunin fyrir heimsbyggðina er Bush sjálfur.

Jóhann Elíasson, 4.12.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Amen.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.12.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband