Minnisleysi

Það vakti mikla athygli í vikunni er breskur maður, sem hafði verið saknað í fimm ár og talið var að hefði drukknað, birtist óvænt á lögreglustöð í Lundúnum. Málið er nú orðið enn undarlegra því talið var að John Darwin, sem er 57 ára gamall, hefði drukknað er hann var á kajak-róðri á Norðursjó. Hann birtist svo á lögreglustöð fyrir fáeinum dögum og sagðist halda að hans væri saknað. Darwin segist minnislaus og að hann hafi enga hugmynd um það hvar hann hafi verið.

Lögregla reynir nú að komast að því hvað hafi í raun og veru gerst, en eitt af því sem tefur rannsóknina er að Anne Darwin, eiginkona mannsins er horfin og vita nágrannar, vinir og fjölskylda hennar ekki hvað varð af henni.

Anne Darwin seldi heimili fjölskyldunnar fyrir sex vikum og lét ekki vita hvert hún fór. Eina vísbendingin er sú er að vitað er til þess að hún átti bankareikning í Panama. Nýir eigendur hússins segja hana hafa skilið eftir húsgögn m.a. og kennslubækur í spænsku.

Nokkrir nágrannar konunnar segjast þó þess fullvissir að hún sé annað hvort í Ástralíu eða Karíbahafinu.

Þá hefur lögregla reynt að yfirheyra John Darwin án mikils árangurs. John virðist ekkert muna, hvorki hvar hann hafi verið, eða hvers vegna hann hafi skyndilega gefið sig fram.

Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi maðurinn verið undanfarin fimm ár og að fjöldi spurninga hafi vaknað, sem krefjist svara.
eiginkona mannsins seldi fyrir skömmu allar eignir sínar og er horfin sporlaust.

Það er ekkert grín að lenda í þessu að vera loksins kominn heim þá er búið að selja húsið og kellingin horfin líka.  Þetta minnir mig á sögu af manni nokkrum sem eitt sinn var giftur og átti nokkur börn og bjó með sinni fjölskyldu á Blönduósi.  Síðan skilja þau hjónin og maðurinn flytur til Tálknafjarðar og starfaði þar við sína iðn, en hann var afvirki.  Á Tálknafirði náði hann sér í konu og eignaðist með henni nokkur börn.  Hann var nokkuð drykkfeldur og í eitt skipti fer hann í einhverjum erindum til Reykjavíkur sem endaði auðvitað á bullandi fylliríi.  Þegar loks rann af honum og hann ætlaði að koma sér heim með flugi en var orðinn svo ruglaður af allri drykkjunni að hann tók flugvél til Blönduós og fór að því húsi sem hann hafði búið í þar og gekk inn og kallaði; "ég er kominn heim elskan" þá kemur fyrrverandi konan bálill og spyr; "hver andskotann ert þú að gera hér?" manngreyið vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og svaraði;  " ég var bara að koma heim úr Reykjavík elskan og af hverju ertu svona reið?"  Hún sagði; "viltu koma þér út eins og skot það eru 10 ár síðan þú skildir við mig og ég tek sko ekki við þér aftur".  Þá mundi maðurinn allt í einu að hann bjó með annarri konu á Tálknafirði og var fljótur að forða sér og að lokum komst hann á sitt rétta heimili og til réttu konunnar.  En svona getur minnisleysið farið illa með menn.  Þannig að þessi aumingja Breti á alla mína samúð.LoLLoLLoL


mbl.is Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þeir hafa löngum verið skrýtnir Austur Húnvetningar

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég held að þessi hafi nú verið úr Reykjavík.

Jakob Falur Kristinsson, 5.12.2007 kl. 10:00

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þeir hafa sko löngum verið skrítnir þessir Austur-Húnvetningar, og sérstaklega fyrrverandi Austur-Húnvetningar. Sjálfur er ég verstur Húnvetningur.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 08:35

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Til hamingju með það Jón Halldór.

Jakob Falur Kristinsson, 6.12.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband