Ég vissi það, ég vissi það

Ég skrifaði á þessari síðu fyrir stuttu um dag fatlaðra og þar sagði ég eftirfarandi um kjör öryrkja:

"Eina von okkar er sú að um næstu áramót á þessi málaflokkur að flytjast í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur sem er sennilega eini þingmaðurinn á hinu háa Alþingi sem lætur bág kjör þeirra, sem minna mega sín í okkar þjóðfélagi sig einhverju varða.  Hún er ekki að bara að tala og tala, heldur lætur hún verkin tala."  Og hvað skeður,í gær kynnir Jóhanna sínar tillögur um bætt kjör aldraðra og öryrkja og er búinn að berja þetta í gegn í ríkisstjórn og ætlar að byrja á að hrinda þessu í framkvæmd strax á næsta ár.  Í Kastljósþætti í gær var rætt við Jóhönnu um þessi mál og þar sagði hún að þetta væri búið að samþykkja í ríkisstjórn og kostaði bara á næsta ári 5 milljarða og síðan kæmi meira á eftir.  Þegar hún var spurð hvort þetta væri ekki ansi mikið, svaraði hún að þetta væri aðeins byrjunin og meira myndi fylgja á eftir.  Síðan benti hún á að það væri víða verið að leggja vegi og grafa jarðgöng fyrir miklu hærri upphæðir og án þess að gera lítið úr því sagði hún að sínar aðgerðir væru til að aðstoða lifandi fólk í lífsbaráttunni.  Ég vil því hvetja alla sem vilja styðja baráttu öryrkja að senda tölvupóst til Jóhönnu á netfangið "postur@fjr.str.is með eftirfarandi texta:

 "Ég þakka þér fyrir baráttu þína við að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja og vonandi verður haldið áfram, þar til kjör þessa hópa eru orðin mannsæmandi, sem og þeirra sem nú lifa við fátæktarmörk vegna lágra launa og þeir geti lifað eðlilegu lífi eins og annað fólk."  

Eftir því sem fleiri taka þátt í þessu munu áhrifin verða meiri og fleira verður gert.  Það styttist óðum í gerð nýrra kjarasamninga og vitað er að margt fólk fær ekki hærri laun en strípaða lámarkstaxta. sem í dag eru ekki nema 125 þúsund á mánuði en verkalýðshreyfingin hefur lagt fram kröfu um að þessi laun verði ekki lægri en kr: 180 þúsund á mánuði og að skattleysismörk verði hækkuð úr 90 þúsund í 200 þúsund.  Þar sem ríkið er einn stærsti vinnuveitandinn sem er að greiða þessu lágu laun og ég tel nokkuð víst að Jóhanna mun beita sér í því líka ef hún fær fjöldann af tölvupósti.  Við getum náð ótrúlegum árangri ef nógu margir standa saman.

Fyrir nokkru síðan var í fréttum að ákveðinn atvinnuveitandi á Ítalíu stóð í kjaradeilu við sitt starfsfólk og til að sanna hvað auðvelt væri að lifa af þeim launum sem hann greiddi, ætlaði hann að sýna sínu starfsfólki að hann gæti auðveldlega lifað ágætis lífi af þessum launum.  Hann tók sig síðan til og lét greiða sér þessi laun og svo reyndi hann að spara allt, sem hann gat og sanna að þetta væri ekki erfitt.  Eftir 20 daga var manngreyið orðinn svo blankur að hann átti ekki einu sinni fyrir kaffibolla og þá gafst hann upp og hækkaði launin.  Væri nú ekki tilvalið að einhver þingmaður eða ráðherra reyndi að lifa á launum sem væru 125 þúsund á mánuði.  Ég þori að leggja höfuðið að veði að enginn þeirra gæti það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er alveg frábær pistill hjá þér Jakob. Það er ferlega sárt að vera heilsulaus og þurfa að standa í þessu basli, svo er svo mikill misskilningur í þessu þjóðfélagi að við öryrkjarnir lifum lúxuslífi, erum bara heima og fá greiddar bætur fyrir að gera ekki neitt. Þótt að hún Jóhanna taki ekki við þessum málaflokki fyrr en um áramótin er hún samt byrjuð að vinna að fullum krafti í því að laga og breyta því sem þarf.

Við hópur sem köllum okkur Fjöryrkjar fórum til hennar í seinustu viku með undirskriftarlista og hún tók mjög vel á móti okkur og sýndi okkar málstað mikinn skilning. Ég hef fulla trú á henni enda er hún ein af fáum sem hefur talað okkar máli. Jóhanna á heiður skilið fyrir sína vinnu og eins og hún sagði í gær er þetta rétt byrjunin. Jóhanna mun standa sig og gera vel við þá sem minna mega sín. Kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 6.12.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna er ég innilega sammála þér og ég er ánægður með þetta nafn "Fjölyrkjar"  það er búið að ræða þannig um okkur öryrkjana að við liggur að maður skammist sín stundum og segir oft;  "Ja, ég er bara öryrki."  Þannig að ég ætla að fara að nota þetta nýja nafn

Jakob Falur Kristinsson, 6.12.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband