Árni Sigfússon

Árni sagður kasta steini úr glerhúsi

 Borist hefur eftirfarandi yfirlýsing frá bæjarfulltrúum A-listans í Reykjanesbæ:

„Í umræðum á Alþingi Íslendinga 6. desember sl. varð Bjarna Harðarsyni þingmanni Framsóknarflokksins á mismæli sem hann leiðrétti samdægurs á Alþingi, meira að segja í ræðustól Alþingis, strax sama dag.

Árni Sigfússon bæjarstjóri hunsar þessa leiðréttingu þingmannsins á sínum mismælum og sakar m.a. Bjarna um að segja ósatt og krefst þess að þeir leiðrétti ósannindin í sinn garð.

Þessi viðbrögð Árna eru með ólíkindum, ekki síst í ljósi þess að 8. nóvember sl. birtist grein eftir Árna Sigfússon í Víkurfréttum þar sem hann sakar þrjá bæjarfulltrúa A-listans í Reykjanesbæ, (Eysteinn Jónsson, Guðbrandur Einarsson og Ólafur Thordersen), um að vera að bera út lygasögur um tengsl Árna við fjármálastofnanir og aðra. Ólafur Thordersen spurði bæjarstjóra um þetta á bæjarstjórnarfundi og ákvað bæjarstjórinn að svara ekki.

Ef Árni fer fram á að ósannindi eða öllu heldur mismæli séu löguð, hvað eigum við þrír að gera?

Það að vera ásakaður opinberlega af bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um að vera bera út lygasögur er ærumeiðandi og ber að líta á þessi ummæli sem slík. Árni ætti að líta sér nær áður en hann kastar steini úr glerhúsi.

Ólafur Thordersen

Guðbrandur Einarsson

Eysteinn Jónsson

Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ.“

Aumingja Árni, það eru bara allir vondir við hann þessa daganna og af hverju? Jú hann sem hefur af miklum dugnaði unnið að uppbyggingu á Vallarsvæðinu og fórnað til þess löngum tíma og framkvæmt þar mikið og fær svo ekkert nema skammir fyrir.  Er það Árna að kenna sú tilviljun að margir, sem keyptu þarna eignir eru sjálfstæðismenn?  Er það sök Árna að Þorgils Óttar skuli vera bróðir fjármálaráðherra?  Er það sök Árna að sumir bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fengu að kaupa eignir á þessu svæði.  Árni hefur varla pínt þá til þess.   Varla hafa þessir sjálfstæðismenn verið skráðir í flokkinn gegn vilja sínum og ég efast um að Árni hafi nokkru ráðið þar um.  Það er röð af tilviljunum sem varð til þess að flest allir sem keyptu eignir á svæðinu eru tengdir Sjálfstæðisflokknum.  Eru ekki bæjarfulltrúarnir sem sendu frá sér þessa yfirlýsingu bara öfundsjúkir yfir að hafa ekki getað tekið þátt í leiknum.


mbl.is Árni sagður kasta steini úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Þarna hittirðu naglann á höfuðið, þetta snýst ekki um pólitík heldur öfund, en ekki geta allir greint þar á milli svo að vel sé.  Kveðja Ómar

Ómar Pétursson 10.12.2007 kl. 07:22

2 identicon

Kannski er oft líkt með Árnum :)

 En kannski er það máli, að bæjarfulltrúarnir öfundsjúkir yfir að hafa ekki getað tekið þátt í "leiknum". En af hverju gátu þeir ekki tekið þátt í leiknum? Gæti það verið af því að leikreglur voru ekki skýrar þegar þessar eignir voru gefnar ?

Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón, en það virðist vera nokkuð sama hvort það er Árni J, Árni S. eða Árni M.

Jón Gunnar 10.12.2007 kl. 08:42

3 identicon

Guði sé lof fyrir það að Árna Sigfússon er ekki borgarstjóri Reykjavíkur. 

Stefán 10.12.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli Græðgi systir hafi nú ekki líka verið þarna einhversstaðar við hliðina á Öfund. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 08:51

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er nú meiri leikskóla og sandkassa leikurinn hjá þessu liði. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 11.12.2007 kl. 11:44

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er ansi mikið til í þessu hjá þér. Alltof mikið.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband