Biblían

Á sumum eintökum nýþýddrar Biblíu má finna tákn sem rekja má aftur til bronsaldar, eða um 1800-500 fyrir Krist. Táknið, sem oftast er nefnt sólkrossinn, er einnig þekkt sem kross Óðins úr goðafræðunum, en kristnin hefur einnig tekið táknið upp á sína arma.

Ásatrúarmenn hér og víðar á Norðurlöndum hafa eignað sér þetta tákn. Í kristinni táknfræði táknar kross inni í hring gjarnan alheiminn og fjórar álfur hans og vísar til þess að Kristur er frelsari alls heimsins. Það er  þó ævagamalt í kristninni, þekkist frá fyrstu öldum kristninnar við austanvert Miðjarðarhaf og er einkar algengt í keltneskri skreytilist frá 7. öld. Það er því óhætt að fullyrða að þetta sé fornhelgað kristið tákn sem ásatrúarmenn hafa tekið sér í seinni tíð, tákn sem notað hefur verið óslitið í kirkjulist og tilbeiðslu um allan hinn kristna heim hátt í tvö þúsund ár," segir Karl.

Alltaf má nú finna eitthvað að þessari nýju Biblíu, ég keypti mér eintak af þessari Biblíu og ekki finn ég á henni þetta tákn og þótt svo væri, þá er eins og biskupinn bendir á hefur það verið notað sem tákn í kristnum heimi í um 2000 ár.  Þótt aðrir hafi síðan tekið upp þetta tákn eins og Ásatrúarmenn ofl. verður það  ALDREI  af kristnum mönnum tekið.


mbl.is Heiðið tákn á nýrri Biblíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Quackmore

Það eru nú fleiri en ásatrúarmenn sem hafa notast við sólkrossinn; við erum ekkert að eigna okkur hann neitt sérstaklega. Frumbyggjar N-Ameríku notuðu (og nota hann enn) mikið, gjarnan með fjórum litum sem þeir segja (allavega núorðið) að tákni hin fjögur litbrigði mannkyns; svart, hvítt, rautt og gult.

Quackmore, 18.12.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú ég vissi það bara ekki.  Takk fyrir fróðleikinn.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Ég er svosem ekki neinn táknfræðingur en ég held ekki að kross sé einhver sérstök kristin uppfinning. Krossfesting var aftökuaðferð sem Rómverjar brúkuðu  og kristnir hafa gert þetta "aftökutæki" að sínu tákni, sem út af fyrir sig er fallegt tákn. Mig rámar í að kirkjunnar menn hafi hlaupið til felmtri slegnir og rifið upp svona sólarkross sem hafði verið steinlagður í stétt framan við dómkirkjuna fyrir ekki mörgum árum. Mér finnst það frekar aulalegt og held að allir ættu að geta lifað sáttir með sinn kross.

Eitt tákn þyrfti að "afsaurga". það er hakakrossinn sem er mörgþúsund ára gamalt sólartákn en nasistar gerðu að sínu.  

Guðmundur Benediktsson, 18.12.2007 kl. 11:39

4 identicon

Mér finnst þetta komment hjá Biskupi hálf aumingjalegt, ég aðhyllist ekki neinni trú sérstaklega en þetta finnst mér sorglegt að reyna að ganga svona fram í að reyna að eigna sér eitthvað tákn sem að finnst í fleirri og eldri trúbrögðum en kristni og ásatrú. Hindú hefur til að mynda bæði "sólkrossinn" og "hakakrossinn" í meðal tákna sinna, þýðir það endilega að þeir eigi þau eitthvað fleirri en aðrir? Mér er spurn?

Kjartan Júlíus Einarsson 18.12.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Quackmore

Ég er alveg sammála þér, Guðmundur, varðandi afsaurgun hakakrossins. Þetta er fallegt tákn, og mér finnst alveg grátlegt að óumburðarlyndir (og þröngsýnir, ef ég leyfi mér að fullyrða svo) einstaklingar sem telji sitt slekt öðru æðra noti hakakrossinn sér til framdráttar og auglýsingar. 

Quackmore, 18.12.2007 kl. 12:06

6 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Sólkrossinn umræddi hefur verið notaður í nærri því öllum trúarbrögðum og var kominn fram á sjónarsviðið mörg þúsund árum fyrir krist. Þetta tákn var notað til að sýna tíma, árstíðir og stjörnumerki. Hver ferningur táknar árstíð. Strikin tvö sem mynda kross tákna sólstöður, þ.e. þann tíma árs þegar dagur yfirtekur nótt og öfugt.. Inni í þessu tákni var svo alla jafna fleiri strik sem hólfuðu hringinn niður í mánuðina tólf og stjörnumerkin.

Það að biskup skuli ætla að eigna kristnum mönnum þetta tákn er bara enn eitt dæmið um það hversu fáfróður maðurinn er og þröngsýnn. Það "Á" enginn svona tákn... hvorki heiðnir né kristir né aðrir... þetta er einfaldega bara tákn sem hefur sína merkingu og öllum er frjálst að nota það hafi þeir not fyrir það.

Tryggvi F. Elínarson, 18.12.2007 kl. 12:25

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Biskupinn er ekki þröngsýnn eða fáfróður, Tryggvi.  Hann er einungis að segja að kristnir menn hafi notað þetta sem sitt tákn í um 2000 ár og því tengist það kristnum mönnum meira en öðrum.  Hann hefur aldrei haldið því fram að kristnir menn EIGI þetta tákn frekar en aðrir.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband