Gjalddagi

Mynd 293401Krónubréf að nafnvirði 3 milljarðar króna falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) var útgefandi bréfanna en bankinn hefur alls gefið út krónubréf að nafnvirði 27 milljarða króna.

Heldur dauflegt hefur verið yfir krónubréfaútgáfu undanfarna mánuði þrátt fyrir mikinn vaxtamun við útlönd og hafa einungis verið gefin út krónubréf að nafnvirði 8 milljarða króna á 4. fjórðungi ársins, samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

Á sama tíma hafa ríflega 15 milljarða króna krónubréf fallið á gjalddaga að deginum í dag meðtöldum. Nettókrónubréfastaða hefur því minnkað á fjórðungnum en útistandandi krónubréf nema nú 368,5 mö.kr.

 „Órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, skert aðgengi að lánsfé og aukin áhættufælni fjárfesta undanfarna mánuði virðast því vega þyngra en mikill munur á innlendum og erlendum skammtímavöxtum. Stórir gjalddagar í byrjun næsta árs Krónubréf að nafnvirði 100 ma.kr. auk vaxta falla á gjalddaga á 1. fjórðungi næsta árs, þar af 65 ma.kr. að nafnvirði í janúar.

Enn er óvíst hvort framlengt verði í krónubréfastöðunni að einhverju leyti og teljum við að það muni ráðast af þeim skilyrðum sem verða á erlendum fjármálamörkuðum í byrjun nýs árs. Uppgjör stærstu fjármálafyrirtækja heims fyrir 4. ársfjórðung verða birt upp úr áramótum og munu varpa frekara ljósi á hversu víðfeðm áhrif undirmálslánavanda á bandarískum húsnæðismarkaði eru og ráða miklu um hvort áhættusækni fjárfesta sækir í sig veðrið að nýju," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

Þá vitum við hvaðan allir þessir peningar, sem eru að flæða um þjóðfélagið, eru komnir og nú er komið að gjalddaga.  Því alltaf kemur að því að greiða þurfi til baka það sem hefur verið tekið að láni.  Það þarf engar greiningardeildir til að segja okkur það.  Ég get því miður ekki skilið þetta kjaftæði um einhvern undirmálslánavanda á bandarískum húsnæðismarkaði og sé ekki samhengið á milli þess og gjalddaga á svokölluðum krónubréfum.  Það er kannski einhver sem getur frætt mig um það?


mbl.is Krónubréf fyrir 3 milljarða á gjalddaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Reglan var sú hjá bönkum í Bandaríkjunum að fólk mætti ekki borga meira en þriðjung launa sinna í húsnæðisafborganir þegar ég bjó þar, en þessi regla virðist hafa verið sett undir teppið sl. ár.

Sumir bankar í Ameríku lánuðu fólki til húsnæðiskaupa án þess að athuga hvort húsnæðiskaupendur væru í góðri vinnu og gætu borgað lánin til baka. 

Þessir bankar fengu sjálfir lánað frá öðrum bönkum, án þess að segja frá því hversu áhættusöm starfsemin hjá þeim væri.   Allir voru rosa ríki þangað til nýju húseigendurnir fóru að fara á nauðungaruppboð í hópum í  fyrra.

Þeir sem lánuðu bönkunum í Ameríku eru þeir sömu og lána okkur.  Þeir eiga um sárt að binda og eru ekki með fúlgur fjár til að lána þessa stundina.

Kári Harðarson, 18.12.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Öll lán þarf að greiða á gjalddaga...Það sama á við um krónubréfin.. Núna fær Íslenska ríkið að borga erlendu skammtímalánin.... Ef krónan fellur.....?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.12.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ætli þetta endi ekki allt á ríkinu og þar með á skattgreiðendum.

Jakob Falur Kristinsson, 20.12.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband