Álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna

Ekki virðist forustumenn stjórnarflokkanna vera sammála um hvernig bregðast eigi við nýlegu áliti Mannréttindanefndar S.Þ. um íslenska kvótakerfið, Geir H. Haarde segir að ekkert þurfi að breyta neinu en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að við verðum að taka þetta álit mjög alvarlega og skoða okkar gang og breyti því sem breyta þarf.  Fyrir nokkrum dögum skrifaði einhver lögfræðingur grein í Morgunblaðið og fullyrti þar að þessi tiltekna nefnd S.Þ. væri meinsemd í starfi S.Þ. og að framkvæmdastjóri S.Þ. hefði sagt það líka.  Ekkert mark væri á nefndinni takandi og flestar þjóðir hunsuðu álit hennar enda sendi hún ekki frá sér neitt nema tómt kjaftæði og bull.  Ekki veit ég hvar þessi maður hefur lært sína lögfræði eða hvort hann hafi yfir höfðuð lært hana.  Björg Thoroddsen lagaprófessor við Háskóla Íslands fullyrðir að Ísland geti ekki litið framhjá niðurstöðum þessarar nefndar.  Ef við ætluðum að hunsa álit nefndarinnar í þessu tiltekna máli, átti íslenska ríkið ALDREI að grípa til varnar hjá nefndinni, því með þeirri aðgerð einni vorum við um leið að viðurkenna að við ætluðum að taka marka niðurstöðunum hver sem hún yrði.  Nú er bara spurningin þessi; "Ætlar Ísland að láta taka mark á sér á alþjóða vettvangi og starfi Sameinuðu Þjóðanna, eða eiga kvótabrasarar hjá LÍÚ að stýra okkar utanríkisstefnu?"  Verður kannski það næsta sem við fréttum af þessu máli að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra verði orðin starfsmaður hjá LÍÚ ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband