Eldavél

Eldavélin nýja í Gallerý á Hótel Holti.Veitingastaður Hótel Holts hefur verið opnaður á ný eftir gagngera endurnýjun og andlitslyftingu. Staðurinn ber nú heitið Gallery og státar m.a. af stærstu og fullkomnustu eldavél hér á landi, sem er sérhönnuð. Um er að ræða veigamestu breytingu í sögu þessa kunna veitingastaðar, sem opnaður var 1966, ári eftir að

 

Þegar athafnahjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir byggðu Hótel Holt og opnuðu í febrúar árið 1965 kynntu þau til sögunnar hótel og veitingahús sem átti að vera fyrsta flokks í hvívetna og sameina framúrskarandi matargerð og myndlist. Og þannig hefur hótelið náð að halda sér í áranna rás, verið klassískt og í forystu í hugum fólks og staðið af sér allar tískusveiflur.

Þessa dagana fara fram viðamiklar endurbætur á veitingahúsi hótelsins.

„Við erum ekkert að eltast við tískusveiflur heldur að styrkja okkur í því sem við gerum best, erum og verðum fyrsta flokks hótel og veitingahús,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumeistari sem kominn er heim eftir að hafa starfað í fimm ár sem yfirmatreiðslumeistari á Michelin-veitingahúsinu Domaine de Clairefontaine í Frakklandi.

Friðgeir lærði á sínum tíma á Holtinu, hann er sonur hótelstjórans á Hótel Holti, Eiríks Inga Friðgeirssonar, sem er sjálfur matreiðslumeistari og starfaði lengi sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti. Friðgeir hefur tekið við því starfi sem faðir hans gegndi um árabil og Eiríkur segist vera stoltur af syninum og þeim árangri sem hann hafi náð í faginu.

Ætlum að halda forystusætinu

„Við ákváðum í samvinnu við Geirlaugu Þorvaldsdóttur, eiganda hótelsins, að gera breytingar á veitingastaðnum, Gallery. Þetta eru síður en svo byltingarkenndar breytingar en þær færa okkur nær markmiðum okkar,“ segir Friðgeir.

 

Hann segir að viðskiptavinir Hótel Holts séu tryggir og það sé ekki meiningin að þeir verði fyrir vonbrigðum með staðinn sinn. Öll sérkenni Holtsins fá að halda sér, stórfenglegu listaverkin sem prýða veggi hótelsins og umgjörðin verður að vanda glæsileg. „Við ætlum bara að styrkja okkur enn frekar í sessi, halda forystusætinu um ókomin ár.“

Teiknuðu eldavélina sem er handsmíðuð

Friðgeir hefur ásamt starfsfólki á Holtinu legið yfir breytingum á eldhúsinu í nokkurn tíma. Niðurstaðan varð sú að eldhúsinu var gjörbylt og Friðgeir hannaði með sínu fólki og teiknaði eldavélina sem nú er komin til landsins. Hún er handsmíðuð í Frakklandi og engin smásmíði.

 

„Í þessari eldavél er allt það sem við töldum okkur þurfa eins og innbyggður djúpsteikingarpottur, vatnsbað, rafmagnshellur, gashellur, yfirhiti, hitaborð og gott pláss fyrir potta og pönnur. Þetta er langstærsta, dýrasta og flottasta eldavél sem hefur komið til landsins en hún er 3,7 metrar á lengd og vegur um 1.550 kíló. Vélin er úr stáli að ofan en afgangurinn úr kopar og hún er sprautuð vínrauð í anda Holtsins.“ 

Það ætti að vera hægt að elda flottan og fínan mat á þessari einstöku eldavél, en ekki fylgir með í fréttinni hvað þessi gripur kostaði, það hlýtur að hafa verið all nokkuð mikið og ekki er hætta á að henni verði stolið því hún vegur rúmt 1,5 tonn og enginn tekur slíkt í fangið og hleypur með út.  Ég óska bara Hótel Holti til hamingju með þessa vél og vona að hún laði að fleiri gesti til þeirra.


mbl.is Eldavélin sú dýrasta og flottasta á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég biðst þá bara afsökunar, því ekki veit ég hvað er logg og hvað er ekki blogg.

Jakob Falur Kristinsson, 17.1.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband