Landssamband smábátaútgerða

Nú stefnir allt í klofning hjá Landssambandi smábátaútgerða og í sjónvarpsviðtali í gær viðurkenndi formaður samtakanna Arthur Bollason að einhverjir útgerðamenn væru að hugsa um að stofna ný samtök en taldi jafnframt að slíkt gæti ekki skeð og ekki hefði hann orðið var við neina óánægju meðal félagsmanna og ef af þessu yrði gæti það leitt til að öll smábátaútgerð leggist niður.  Ég spyr nú bara er ekki allt í lagi með manninn.  Á síðasta aðalfundi voru miklar deilur um hin ýmsu mál t.d. hvort leyfa ætti stækkun krókabáta úr 15 tonnum í 30 tonn ofl.  Við allri gagnrýni brást Arthur Bogason hinn versti við og sagði við hvert atriði sem gagnrýnt var að það ætti ekki heima á dagskrá aðalfundarins, en hvar eiga félagsmenn að koma sinni gagnrýni ef það er ekki á hverjum aðalfundi sem haldinn er?.  Ég er ekki félagsmaður í þessum samtökum lengur enda mörg ár síðan ég hætti að gera út krókabát, en sem áhorfandi og áhugamaður um útgerð finnst mér þessi samtök komin langt út fyrir það hlutverk sem þau voru stofnuð til að gegna.  Þetta er farið að líkjast LÍÚ í einu og öllu.  Í gegnum svokallaða greiðslumiðlun fá þessi samtök beint til sín 5% af öllu heildaraflavermæti allra smábáta á landinu auk þess taka þau til geymslu tæp 5% af sömu upphæð til að greiða tryggingariðgjöld fyrir sína félagsmenn.  Er hér um að ræða gífurlegar upphæðir og þar sem samningar við tryggingarfélög er á þann hátt að ekki er greitt til þeirra nema fjórum sinnum á ári og eru því þeir peningar sem koma inn í tryggingarsjóðinn ávaxtaðir á bankabókum hjá LS og fá þannig samtökunum miklar vaxtatekjur á hverju ári.  Auk þess greiðir hver smábátaeigandi félagsgjald til LS.  Þetta er alveg hliðstætt og gert er hjá LÍÚ og gert þau samtök ein auðugustu hagsmunasamtök í landinu.  Með þessu fyrirkomulagi hefur LS breyst úr því að vera hagsmunasamtök í moldríkt fjármálafélag.  Menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hér er um að ræða mikla fjármuni sem komið hafa í kassann hjá LS í þau rúmu 20 ár sem samtökin hafa starfað enda engu til sparað í rekstri þeirra, flottar skrifstofur og ég hef heyrt að bæði formaður og framkvæmdastjóri fá mjög rífleg laun eða um 10 milljónir hvor á ári auk mikils ferða- og risnukostnaðar bæði hér innanlands og erlendis.  Þetta er orðið bákn sem hugsar fyrst og fremst um að verja sinn tilverurétt og hagsmunir hinna einstöku félagsmanna skipta litlu máli.  Á meðan hinn venjulegi trillukarl er að berjast fyrir rétti sínum og að halda sínum rekstri gangandi velta forustu menn LS sér upp úr milljónum og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Nú nýlega gerði LS kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og ekki var nú vandað betur til þeirra en svo að þau félög sem starfa á landsbyggðinni og hafa verið að fjalla um þessa samninga hafa kolfellt þá.  Er því nokkuð skrýtið að hinir venjulegu trillukörlum sé farið að ofbjóða og íhugi að stofna önnur samtök til að gæta sinna hagsmuna.  Ekki hef ég orðið var við að forustumenn LS hafi gagnrýnt álit, sem kom frá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna um íslenska kvótakerfið.   Þar dansa þeir vangadans við LÍÚ og sennilega verður það niðurstaðan að LS fari í eina sæng með LÍÚ, enda sama hugsun hjá forustumönnum beggja þessara samtaka.  Í sjónvarpsviðtalinu sem ég vitnaði í nafngreindi Arthur Bogason einn mann og ásakaði hann um að standa fyrir því að stofna ný samtök smábátaeigenda, þar fannst mér Arthur leggjast ansi lágt því ekki hafði viðkomandi maður tök á að svara fyrir sig.  Þetta viðtal við Arthur Bogason er sennilega lýsandi dæmi um viðhorf forustumanna LS til hins almenna félagsmanns.  Þeim er nefnilega andskotans sama hvaða skoðun hinn almenni félagsmaður hefur.  Vilja bara veltast um í hinum miklu fjármunum sem LS hefur safnað í sína sjóði í gegnum árin og lifa eins og aðalsmenn.  Því má segja að það eru forustumenn LS og þeirra framkoma sem eru að verða þess valdandi að sennilega verða stofnuð ný samtök og Arthur Bogason ætti að líta aðeins í eigin barm áður en hann kemur í sjónvarpsviðtal og ásakar aðra.  Þetta er ekkert nema spilling og aftur spilling og má segja að hér sannist máltækið; "Margur verður af aurum api."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér Jakob en varstu búinn að sjá  þetta?

Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Hulda þessi grein er nokkuð í samræmi við það sem ég var að skrifa um og greinin er mjög góð.

Jakob Falur Kristinsson, 20.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband