Ólögleg fiskvinnsla

Nú hefur Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Bíldudal verið kærður fyrir ólöglega fiskvinnslu á Bíldudal.  Eftir því sem mér skilst er hann kærður fyrir að flaka nokkrar ýsur í kjallara á verslunarhúsi sínu, en þar var áður kjötvinnsla.  Þetta hefur verið í mjög smáum stíl og flökin hefur Jón ýmist gefið fólki á Bíldudal eða selt í mjög snyrtilegum umbúðum fyrir mjög hóflegt verð.  Nú hefur einhver á Bíldudal séð ástæðu til að kæra Jón fyrir þessa starfsemi af ástæðum sem mér eru með öllu óskiljanlegar.

Þótt ég hafi oft á tíðum ekki alltaf verið sammála því sem Jón hefur verið að gera í gegnum árin og gagnrýnt hann fyrir margt, þá verður nú hver að eiga það sem hann á.  Á Bíldudal er nú nánast algjört atvinnuleysi og engin verslun er á staðnum og hefði ég því haldið að fólk væri ánægt með þessa starfsemi Jóns en svo virðist ekki vera.  Jón Þórðarson hefur í gegnum tíðina alltaf haldið við þeirri gömlu venju að gefa fólki fisk í soðið af skipi sínu Höfrungi BA-60 og ég man oft eftir á meðan ég bjó á Bíldudal að hann skildi oft eftir fiskikar á bryggjunni, þar sem fólk gat valið sér fisk í matinn án greiðslu, bæði ýsu, þorsk, smálúðu ofl.  Einnig skildi hann oft eftir kassa með hrognum og lifur í sama tilgangi.  En nú á að stoppa þetta og allt bendir til að kæra hafi komið frá einhverjum íbúa á Bíldudal. Þótt þetta hafi verið í litlum mæli hjá Jóni skapaði það þó 2-3 störf.  Þótt Jón hafi selt einhver kíló af þessum flökum, tel ég mig vita að ekki hefur hann hagnast persónulega á því.  Þetta hefur frekar mátt flokkast undir hugsjónastarf hjá honum því megnið af flökunum var gefið fólki sem er illa statt.

Ég spyr nú bara í hvernig þjóðfélagi búum við eiginlega orðið?  Verður kannski ekki óhætt lengur að bjóða fólki í kaffi nema gera grein fyrir því til yfirvalda og greiða virðisaukaskatt af kaffibollanum?  Má ekki lengur gera náunganum greiða án þess að eiga yfir höfði sér ákæru? Jón segir á heimasíðu sinni að sér hafi alltaf þótt gaman af því að gefa fólki í soðið en nú verði hann að hætta því þar sem slíkt teljist vera lögbrot.

Það hefur í gegnum aldirnar verið nokkuð rík hefð í hinum fjölmörgu sjávarþorpum á landinu að fólk hefur komið á bryggjuna þegar bátarnir hafa verið að landa og fengið gefins fisk í soðið og ekkert þótt athugavert við það.  En núna er svo komið að þetta kvótakerfisrugl veldur því að Fiskistofa hefur heimild til að stoppa slíkt og er því þessi gamli siður nánast að leggjast af og um leið rofna tengslin á milli fólksins í landi og þeirra sem sjóinn stunda og er það af hinu slæma enda er svo komið að stór hluti þjóðarinnar veit varla lengur hvernig fiskiskip lítur út eða hvað hver fiskur heitir og sumir vita hreinlega ekki hvað fiskur er.

Við þann Bílddæling sem kærði Jón Þórðarson núna vil ég bara segja þetta;  "Þú ættir að skammast þín"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú finnur alltaf nóg af svona karkterum í þessum litlu krummaskuðum Jakob, það hef ég skrifað um áður og við höfum séð þetta allt áður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.1.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt Hafsteinn.

Jakob Falur Kristinsson, 22.1.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband