HB-Grandi

Nú hefur fyrirtækið HB-Grandi sagt upp öllu starfsfólki sínu á Akranesi frá og með 1. febrúar n.k.  Og rætt er um að hugsanlega verði um 20 endurráðnir og til standi að vinna einungis léttsöltuð lausfryst flök og loðnuhrogn á Akranesi.  Ástæðan er sögð vera hin mikla skerðing á þorskkvóta og fyrirtækið sé að bregðast við því með þessum hætti.  Það má segja að viðbrögð HB-Granda við þessari skerðingu á þorskkvóta séu búin að taka nokkur heljastökk aftur á bak til að bregðast við skerðingunni. Ekki er langt síðan að þetta fyrirtæki tilkynnti að það ætlaði að loka fiskvinnslu sinni í Reykjavík og flytja alla landvinnslu á Akranes og jafnvel byggja nýtt fiskiðjuver þar og var það útskýrt með því að svo miklu hagkvæmara væri að vera með alla vinnsluna á Akranesi og nú yrði Akranes eina fiskihöfnin innan Faxaflóahafna.  Einnig var rætt um að á Akranesi væri svo mikið af góðu og vönu fiskvinnslufólki en í Reykjavík þurfi að manna fiskvinnsluna að stórum hluta með erlendu starfsfólki.  HB-Grandi er það fyrirtæki sem hefur yfir að ráða mestu aflaheimildum fyrirtækja á landinu og ætti því að vera betur undirbúin að taka á sig þessa þorskskerðingu en flest öll önnur fyrirtæki í sjávarútvegi.  Nú er það svo að þetta eru ekki einu uppsagnirnar sem hafa verið að koma fram í fréttum undanfarna mánuði og eru það örugglega nokkur hundruð manns sem nú þegar eru búin að missa atvinnuna í nafni hagræðingar og á eftir að fjölga á næstunni.  Ég er hræddur um að þessar skipulagsbreytingar og hagræðing HB-Granda á Akranesi sé aðeins byrjunin á því ferli að hætta algerlega fiskvinnslu á Akranesi.  HB-Grandi er búinn að mjólka það sem hægt er úr hinu gamla fyrirtæki á Akranesi, hirða þaðan öll fiskiskipin og veiðiheimildir og er þá bara nokkuð eftir nema að loka.  Það ósanngjarna í allri þessari hagræðingu er það að starfsfólkið virðist ekki eiga neinn rétt, því er nánast hent út eins og einhverju ónýtu drasli sem ekki er þörf fyrir lengur.  Og ríkisstjórnin gerir ekki eitt né neitt þótt að fólk sé í hundraða tali að missa sína atvinnu víða um land.  Það er vissulega mikil eftirsjá í þessu fyrirtæki á Akranesi sem stofnað var 1904 af hinum mikla athafnamanni Haraldi Böðvarssyni og var lengi vel leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi.  En svona er víst "Ísland í dag."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þessum pistli hjá þér og tek heilshugar undir hvert orð í honum.  Minni á að ég skrifaði örlítið um þetta á blogginu mínu http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/405020/ miðað við athugasemdirnar er ég ekki alveg viss um að menn hafi almennt skilið hvað ég var að meina, en í mínum huga er það ekki vafi að þú skilur það alveg.

Jóhann Elíasson, 23.1.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband