Stuðningur við Ólaf F. Magnússon

Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans og segist fagna því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.

Mér finnst þessi ályktun alveg stórfurðulegt að ákveðið félag í stjórnmálaflokki álykti um stuðning við mann sem ekki er í viðkomandi flokki.  Ólafur bauð sig auðvitað fram í nafni Frjálslynda flokksins en er fyrir löngu búinn að segja sig úr flokknum og getur því aldrei verið fulltrúi hans enda segir hann sjálfur að hann sé í borgarstjórn sem óháður borgarfulltrúi.


mbl.is Lýsa stuðningi við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um leið og ég vil styðja hinn nýja meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur og þar með Ólaf Magnússon vildi ég leggja til að nýja borgarstjórnin leysi vandamálið með húsin að Laugavegi 4 og 6 með því að þau verði rifin eins borgin er búin að skuldbinda sig um, en að samið sé um að byggja í þeirra stað verslunarhús, þriggja eða  fjögurra hæða, sem geti fallið að núverandi götumynd og verið þannig borginni til sóma um langa framtíð.  Varðveisla þessara kofa í núverandi mynd, sem í raun eru ekkert annað en samsafn spýtnadrasls frá mismunandi tímum, er algerlega vanhugsað og óraunhæft..

Sölvi Eysteinsson 22.1.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið rétt Jakob. Sölvi er hann ekki einmitt að setjast þarna til að "bjarga" þessum kofum? Ég þóttist lesa það útúr honum í gærkvöldi, að það væri eitt af höfuðverkefnunum? 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 13:33

3 identicon

Þar sem mér finnst vera nóg komið af valdagræðgi í borgarstjórn ætla ég að láta link á undirskriftarlista hérna fylgja ef ske kynni að fleiri væru búnir að fá nóg og vildu kvitta fyrir sig!!!!!!!!

http://www.petitiononline.com/nogbod...ion-sign.html?

Hulda B 22.1.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er þannig staðsettur í sveit, að þetta borgarstjónarbull kemur ekki við mig þar. Hér sit ég uppi með ómengað íhaldið og ekkert við því að gera, í bili..

Þannig að ég held ég sé ekki að blanda mér í undirskriftir hjá ykkur, en það er ekki vandi að skilja áhyggjur fólks.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sölvi, þú ert nú heldur betur að misskilja hlutina, því eins og Hafsteinn bendir réttilega á, þá er það eitt af aðalmálum Ólafs F. Magnússonar að varð veita þetta sem þú kallar samansafn af ónýtu spýtnadrasli, sem það vissulega er.  Þannig að þú ert að lýsa yfir stuðningi við það sem þú segist síðan vera á móti.  Hvernig á að skilja svona bull.  Þú hlýtur að vera algerlega siðblindur.

Jakob Falur Kristinsson, 23.1.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband