Utanríkismál

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra sagði á Alþingi fyrir stuttu í svar við fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni, að álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska kvótakerfið væri ekkert skylt við framboð okkar til Öryggisráðs S.Þ.  Þetta væru algerlega tvö aðskilin mál.  Í Öryggistráðinu væri verið að fjalla um stríð og frið í heiminum en ekki mannréttindi.  Nú er það svo að til að komast í öryggisráð S.Þ. þarf Ísland á stuðningi fjölda þjóða að halda og hvaða augum heldur nú Ingibjörg að þær fjölmörgu þjóðir sem hugsanlega hefðu stutt okkar framboð, líti nú á Ísland ef ef við ætlum að hunsa algerlega álit Mannréttindanefndar S.Þ.  Sú þjóð sem ekki tekur fullan þátt í starfi Sameinuðu Þjóðanna og þeirra fjölmörgu nefnda sem þar starfa á ekkert erindi í Öryggisráðið.  Ingibjörg Sólrún getur haft þessa skoðun en hún breytir aldrei því hvaða augum aðrar aðildarþjóðir S.Þ. hafa.  Þau lönd sem eru að keppa við okkur um þetta sæti munu örugglega nota þetta mál gegn okkar framboði og því breytir hvorki Ingibjörg eða Ríkisstjórn Íslands.  Ef við ætlum að halda áfram að reyna að fá sæti í Öryggisráðinu verðum við fyrst að lagfæra það í okkar stjórnsýslu sem þessi nefnd gerði athugasemd við, annars erum við algerlega úr leik og getum gleymt þessu framboðsmáli.  Það verður aldrei kosin þjóð í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur brotið mannréttindi og hunsað álit einnar nefndar þessara samtaka.  Nú verður Ingibjörg og ríkisstjórnin að vega það og meta hvorir hagsmunir eru okkur betri , að fá sæti í Öryggisráðinu eða gæta hagsmuna kvótabraskara á Íslandi.  Málið er ekki flóknara en það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og fram kom í máli Kristins H. Gunnarssonar, þá ráðum við því ekkert hvort þjóðirnar sem kjósa til setu í Öryggisráðinu tengja álit Mannréttindanefndarinnar við setu okkar þar og hvort við höfum eitthvað þarna fram að færa ef við getum ekki passað upp á okkar eigin mannréttindi.

Jóhann Elíasson, 23.1.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér Jóhann, en þetta virðist Ingibjörg Sólrún ekki skilja og hélt ég nú að hún væri alveg óvitlaus.

Jakob Falur Kristinsson, 24.1.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband