Enn tapast störf

Nú hefur Vísir hf. í Grindavík tilkynnt að það ætli að loka fiskvinnslustöðvum sínum á Þingeyri og Húsavík í 5 mánuði í sumar og af þessum 5 mánuðum er einn sumarleyfismánuður en hina 4 verður fólkið að lifa á atvinnuleysisbótum sem eru víst um 100 þúsund á mánuði.  Í viðtölum við starfsfólkið í fréttum í gær kom fram að vissulega væri þetta slæmt en samt væri þó það jákvæða í þessu að það fengi vinnu aftur næsta haust.  Svona er nú komið fyrir atvinnumálum víða á landsbyggðinni að fólk tekur því fangandi þótt það missi vinnuna í 5 mánuði.  Hvar á höfuðborgarsvæðinu myndi fólk láta bjóða sér slíkt?  Svarið er HVERGI enda er stöðugur flótti af landsbyggðinni og þar fækkar stöðugt fólki.  Svo koma stjórnvöld og segja að efla þurfi menntun og stofna fleiri háskóla og halda námskeið fyrir atvinnulaust fólk.  Það er t.d. mikið rætt um að stofna háskóla á Ísafirði en hverju mun það bjarga.  Ég er að sjálfsögðu hlynntur því að fólk mennti sig meira.  En hvað eiga væntanlegir nemendur frá háskóla á Ísafirði að fá vinnu við sitt hæfi.  Það yrði ekki á Vestfjörðum heldur yrði þetta fólk að flytja á höfuðborgarsvæðið til að fá starf við sitt hæfi.  Hvað varðar þessi blessuð námskeið varðar þá spyr ég nú bara hvað á að kenna fólki á þessum námsskeiðum?  Þarf fólk á þessum stöðum að láta kenna sér að vera atvinnulaust.  Nei aldeilis ekki fólk víða um land er alveg þrælvant í því að vera atvinnulaust og hefur margoft þurft að sætta sig við það.  Nú liggur það fyrir að ekki verður bætt við þorskkvótann næstu 3 árin a.m.k. og ekki kæmi það mér á óvart þótt þetta 5 mánaðar sumarstopp á Þingeyri og Húsavík væri bara byrjunin á því að hætta alveg fiskvinnslu á þessum stöðum.  Ég get alveg skilið eigendur Vísis hf. þeir eru að reyna að hagræða í sínum rekstri vegna minnkandi þorskkvóta og það er ekki þeirra hlutverk að sjá til þess að næg atvinna sé á ákveðnum stöðum á landsbyggðinni.  Það er Ríkistjórn Íslands, sem hefur það hlutverk en ekki einstök fyrirtæki.  Það kæmi mér ekki á óvart að margar fréttir kæmu á næstu mánuðum þar sem verið er að tilkynna lokun fiskvinnslufyrirtækja á landsbyggðinni og allsherjar flótti fylgdi í kjölfarið á höfuðborgarsvæðið enda er talið að nú vanti um 20 þúsund íbúa á það svæði til að fylla allar þær íbúðir sem búið er að byggja og standa nú auðar og óseldar.  Þessar íbúðir eru auðvitað allar í skuld hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum og nánast þeirra eign.  En þrátt fyrir það er ekkert lát á húsbyggingum.  Á Bíldudal er nú að fara í útboð framkvæmdir við gerð varnagarða til að verja byggðina gegn sjó- og aurflóðum og talið er að muni kosta á milli 2-3 milljarða.  En til hvers þarna er nú engin atvinna og væri nú ekki skynsamlegra að nota þessa fjármuni til að aðstoða íbúa við að flytja þangað sem atvinnu er að hafa.  Fyrir þessa upphæð væri hægt að borga hverjum íbúa 100 milljónir fyrir sínar eignir á staðnum.  Húsin og íbúðirnar mætti síðan nota sem sumarhús, því ekki er hætta á flóðum á sumrin og mikil veðursæld er á Bíldudal.  Þessi framkvæmd er rugl frá upphafi til enda.  Nú ef menn vildu heldur að þarna væri byggð, þá væri nú ekki skynsamlegra að kaupa heldur aflakvóta á staðinn fyrir þessa fjármuni svo fólkið hefði alla veganna einhverja atvinnu.   Hætta á flóðum þarna er mjög lítil og ég er þarna fæddur og uppalinn og bjó þar í 55 ár og man aldrei eftir að fallið hefði flóð nema þá í mjög smáum stíl sem ullu ekki miklum skaða.  Þessi staða sem nú er komin upp á Þingeyri og Húsavík er bara toppurinn á ísjakanum, sem vandi landsbyggðarinnar er í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband