Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður aldrei borgarstóri í Reykjavík

Nú var ég að heyra frá hinum svokölluðum sexmenningum sem skipa borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna í Reykjavík, að þeir vildu losna við Vilhjálm og fá í staðinn fyrsta varaborgarfulltrúa D-lista, sem er Sif Sigfúsdóttir.  Þetta mun hafa komið upp þegar fyrri meirihluti sprakk út af REI-málinu.  Mun Geir H. Haarde hafa reynt allt til að fá Ingibjörgu Sólrúnu til að skipa Vilhjálm í sendiherrastöðu en ekki tekist.  Nú munu sexmenningarnir farnir á fulla ferð aftur og finnst nú að Vilhjálmur hafi gefið alltof mikið eftir í samningum sínum við Ólaf F. Magnússon sérstaklega hvað varðar flugvallarmálið og nú er Ingibjörg tilbúin að verða við þessari ósk Geirs og mun sennilega skipa Vilhjálm sendiherra á næstu vikum eða mánuðum.  Eins sagði Friðrik Sófusson, forstjóri Landsvirkjunar í sjónvarpsviðtali sl. sunnudag að nú væri svo komið hjá sér að þau hjónin hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir byggju í sitt hvoru landinu en Sigríður Dúna er sendiherra Íslands í Suður-Afríku og sagði að það gæti auðvitað ekki gengið lengi og gaf í skin að hann gæti alveg hugsað sér að láta af störfum sem forstjóri Landsvirkjunar og flytja til konu sinnar.  Þar myndi losna góður stóll fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og þá byrjar slagurinn á milli þeirra Gísla Marteins Baldurssonar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Júlíusar Vífils Ingvarssonar um borgarstjórastólinn.  Ef Vilhjálmur fer úr borgarstjórn, eins og allt bendir til munu Sjálfstæðismenn gjörbreyta stefnuskrá hins nýja meirihluta, sem í raun er aðeins samningur á milli tveggja manna, þ.e. Vilhjálms og Ólafs F. Magnússonar og hætt er við að fátt af baráttumálum Ólafs verði þar á blaði eða nái fram að ganga.  Verður Ólafur því eins og náttröll í borgarstjórn og algerlega valdalaus og hætt við að í næstu kosningum muni fáir styðja F-listann a.m.k. ekki 6.722 kjósendur sem Ólafi er svo tíðrætt um þessa daganna.  Mun Ólafs því verða minnst úr borgarmálunum sem manninum er lét plata sig upp úr skónum og kom Sjálfstæðisflokknum aftur til valda í Reykjavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband