Furðuleg fiskveiðstjórnun

Í janúar 2000 fóru þrír bátar á sjó frá Bíldudal og allir með línu.  Tveir voru í aflamarkskerfinu (Stóra kerfinu) en einn var í krókaaflamarkskerfinu (Litla kerfinu)  Annar bátanna í Stóra kerfinu átti aflaheimildir, en hinir tveir voru kvótalausir.  Ég og sonur minn vorum á minnsta bátnum sem var sex tonn að stærð sem við vorum með á leigu en þurftum að leigja veiðiheimildir af eiganda bátsins.  Hinir bátarnir voru 30 tonn og 27 tonn að stærð.   Allir bátarnir voru með svipað langa línu og lögðum við allir á svipuðu svæði og veiddum þorsk.  Þegar í land var komið var afli nokkuð jafn hjá bátunum og við fengum allir mjög svipað verð fyrir þorskinn sem fór á fiskmarkað.  Þegar þessi veiðiferð var síðan gerð upp, kom upp svolítið skrýtin staða.  Sá bátur sem hafði aflaheimildir fékk sinn fisk greiddan að fullu. Útgerð  kvótalausa aflamarksbátsins varð að sætta sig við að þurfa að greiða af sínu aflaverðmæti kr. 150,- fyrir hvert kíló í leigu, en við á krókaaflamarksbátnum urðum að greiða kr. 60,- fyrir hvert kíló.  Nánast sami útgerðarkostnaður var á öllum bátunum, sama verð á beitunni og sama varð að greiða fyrir beitningu, en einhver lítilsháttar munur mun hafa verið á olíu, tryggingum ofl.  Finnst fólki nokkuð skrýtið að erfitt sé að vinna í þessu kerfi og hinum venjulega sjómann sé það nánast óskiljanlegt.  Það þarf vissa sérfræðiþekkingu til að klóra sig áfram í gegnum allan þann lagabálk sem er um þetta kerfi og allan þann fjölda reglugerða sem gefnar hafa verið út til að halda því gangandi.  Enda er orðið til risavaxið bákn sem heitir Fiskistofa sem hefur það hlutverk að sjá til þess að þetta geti gengið eðlilega og yfir 100 starfsmenn með tilheyrandi bílaflota.  Þetta var í byrjun aðeins hluti af starfsemi í sjávarútvegsráðuneytinu en síðan gerð að sérstakri stofnun sem ekki átti að verða stór í sniðum, en fljótlega stækkaði þessi stofnun að hún sprengdi utan af sér húsnæðið við Ingólfsgötu í húsi Fiskifélags Íslands og er nú kominn í stóra höll í Hafnarfirði og er orðin stærri en flest ráðuneytin og heldur áfram að stækka.  Er nú svo komið að það sem átti að vera lítil ríkisstofnun með fáum starfsmönnum er orðinn einn stærst atvinnuveitandinn í Hafnarfirði og með mikil völd.  Starfsmenn fjalla um ágreinisefni og rannsaka og fella síðan sjálfir úrskurð um eigin verk og álit.  Ég hefði haldið að svona nokkuð gæti hvergi skeð nema í hinum gömlu Sovétríkjunum.  Ætlar þessi vitleysa engan enda að taka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband