Kunna menn ekki orðið íslensku ?

Þá hefur Guðjóni Ólafi Jónssyni tekist það sem hann ætlaði sér, það er að hefna sín á Birni Inga Hrafnssyni.  Ekki held ég að það verði þessum aumingja manni neitt til framdráttar innan Framsóknarflokksins, það sem Guðjón Ólafur gerði.  Enda skil ég ekki hvað mönnum langar svona mikið til að komast til áhrifa í þessum flokki sem er deyjandi smáflokkur og algerlega áhrifalaus.  En það er eitt atriði sem vakti mig til umhugsunar, en það er hvernig stjórnmálamenn eru farnir að tala hver um annan.  Mikið hefur veri rætt um undanfarið að þessi eða hinn hafi rekið hníf í bakið á einhverjum og Guðjón Ólafur sagði í Silfri Egils að hann væri með heilt hnífasett í bakinu eftir Björn Inga.  Skilja þessir menn ekki orðið íslensku og vita þeir ekki lengur merkingu íslenskra orða.  Það er mjög alvarleg ásökun hjá Guðjóni Ólafi að lýsa því yfir í sjónvarpi allra landsmanna, að Björn Ingi hafi rekið heilt hnífasett í bakið á sér.  Hann er í raun og veru að segja að Björn Ingi hafi verið að reyna að drepa sig og við því liggur þungur fangelsisdómur.  Þótt Guðjón Ólafur hafi sennilega verið að meina allt annað voru þetta samt hans orð, sem hann hefur ekki dregið dregið til baka.  Fleiri álíka dæmi mætti nefna um álíka misnotkun á íslensku máli, sem auðvelt er að misskilja.  Ég veit ekki hvaða hugsun liggur þarna á bak við.  Eru menn að reyna að vera eitthvað gáfulegri með svona tali eða eru þeir að fela heimsku sína.  Ekki veit ég það en hvet íslenska stjórnmálamenn að vanda betur orðaval sitt svo hægt sé með augljósum hætti að skilja hvað þeir eru að meina, nógu erfitt er það nú samt í öllum þeim orðaflaumi sem getur oltið út úr þessu fólki, þótt þeir séu ekki að gera sér leik að því að rugla fólk meira en gert er og er nú ansi margt skrýtið sem er sagt.  Í sumum tilefnum eru um að ræða hrein mismæli sem alla getur hent.   Eins og þegar Guðni Ágústsson sagði að stað konunnar væri á bak við eldavélina og þegar Halldór Blöndal sem þá var forseti Alþingis og var að kynna næsta ræðumann í ræðustól og var þar um að ræða Ástu Ragnheiði Jóhannsdóttur en Halldór ruglaðist og sagði Ragnheiður Ásta og svo Ásta Ragnheiður og aftur Ragnheiður Ásta, en fékk að lokum aðstoð við að koma þessu rétt út úr sér. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Í nágrannalöndunum þurfa þingmenn og ráðherrar að segja af sér embætti ef þeir svo mikið sem nota kreditkort í eigin þágu, sem tilheyrir embættinu en ekki þeim persónulega...burtséð frá upphæðinni!

Guðjón Ólafur, sagði einfaldlega frá hvernig Björn Ingi hefði keypt föt á kostnað Framsóknarflokksins...Það flokkast undir að vera spilling...

Fólk hérna er orðið það samdauna ólyktinni sem fylgir spilltum stjórnmálamönnum að það hrópar á sendiboða fréttarinnar, eins og hann hafi framið glæpinn

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Eitthvað ert þú nú að misskilja mín skrif Guðrún, ég var ekki að verja Björn Inga á nokkurn hátt eða þessi frægu fatakaup.  Ég var aðeins að benda á að stjórnmálamenn ættu að tala skýrar svo fólk skildi hvað þeir væru að meina.  Sá sem tekur að sér hlutverk sendiboða verður þá að koma slíkum boðum rétt á framfæri.  Annars er hann sömum sök seldur og sá sem hann er að gagnrýna.

Jakob Falur Kristinsson, 26.1.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband