Umferðarbætur

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði á fundi sjálfstæðismanna um borgarmál að mislæg gatnamót á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fælu í sér að það yrði byggður stokkur sem lægi frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að Rauðarárstíg og annar stokkur sem lægi frá Miklubraut að gatnamótum við Bústaðaveg. Kostnaður við þessa framkvæmd yrði á bilinu 11-12. milljarðar.

Þá vitum við það, hinn nýi meirihluti ætlar að leggja höfuð áherslu á notkun einkabílsins í stað strætó.  Hvað munar borgina um að leggja stokka víðsvegar um borgina til að umferðin gangi betur.  Þetta eru ekki nema nokkrir milljarðar fyrir hvern stokk.  En að tala um að þetta dragi úr mengun er nú eitthvað skrýtið því það er sama hvort bifreið er ekið eftir götunum eða í einhverjum stokkum þá verður alltaf sami útblástur frá bílunum og eitthvað verður hann að fara þótt umferðin sé komin í stokka.  Þetta verður bara smá viðbót við allan kostnaðinn sem verður við að laga til Laugaveginn.  Það er ósköp einfalt hjá formönnum einhverra nefnda að boða milljarða framkvæmdi til að gera Reykjavík að betri borg.  En ætli það verði jafn auðvelt fyrir hinn nýja borgarstjóra að borga alla reikningana það á eftir að koma í ljós.  Ég tel að þegar menn eins og Gísli Marteinn koma með svona tillögur ætti þeim að vera það skylt að benda á fjármögnunarleiðir um leið.
mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Loksins gerist eitthvað! Ertu ekki glaður að það eigi að leysa þennan umferðarhnút þarna við þessi gatnamót í eitt skipti fyrir öll ?

Hættulegustu gatnamót landsins tekin úr umferð.. við ættum að gleðjast yfir því! 

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband