Vígvöllur

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í Sjónvarpinu í gær að Morgunblaðið hefði kosið að nota Ólaf F. Magnússon sem skjöld í umræðunni um borgarmálin síðustu daga.

Það er nokkuð til í þessu hjá Degi, borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafa látið Ólaf F. Magnússon standa nánast einan í árásum og gagnrýni á hinn nýja meirihluta og ekki komið honum til varnar þegar á hefur þurft að halda og Morgunblaðið hefur notað Ólaf sem ástæðu fyrir því að þessi nýi meirihluti nýtur ekki stuðning nema tæplega 25% íbúa Reykjavíkur.  Ólafur á sennilega að fá allar skammirnar en sjálfstæðismenn ætla sér hólið ef það verður einhvern tíma og sennilega springur þessi meirihluti á því að sjálfstæðismenn standa ekki heilir að baki Ólafi sem borgarstjóra eins og sést best á skrifum Morgunblaðsins.


mbl.is Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hér er hin alræmda smjörklípuaðferð. Veikindi Ólafs í fortíð eða framtíð er ekki málið. Það er brunaútsala á borgarstjórastólnum sem er málið.

Það er ekki fyrr búið að skrifa undir málefnasamning að Gísli Marteinn segir að það sé á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að losna við flugvöllinn.

Sigurður Haukur Gíslason, 28.1.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er alveg ótrúlegt. Ólafur lætur þá kpmast upp með þetta, auðvitað var hann að semja af sér. Hefur mögulega í sinni barnslegu trú sinni vonað að hann fegni völd.

það virðist sem stærsti hluti stjórnmálamanna hjá borgunni séu með "valdafíkn".

Það er líka sjúkdómur!!!! Það á ekki að leyfa þeim að fara svona með fjármuni Borgarinnar.

Flugvöllurinn fer ekkert á næstunni, það er löngu búið að kjósa um það.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.1.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Ólafur virðist vera barslega einfaldur, sem hægt er að spila með eftir þörfum.  Sennilega fær hann mjög takmörkuð völd sem borgarstjóri.  Heldur verður Vilhjálmur Þ. sá sem öllu ræður enda var það eitt fyrsta verk sjálfstæðismanna eftir að nýr meirihluti tók við að halda fjölmennan fund með sínu fólki og þar voru bæði Gísli Marteinn og Hanna Birna að fullyrða að nú yrði skipulögð byggð í Vatnsmýrinni, því flugvöllur yrði þar ekki mikið lengur.  Þannig skut þau í kaf eitt af helstu baráttumálum Ólafs F. Magnússonar og hvernig hann ætlar nú að útskýra fyrir þessum frægu 6.722 kjósendum F-listans að flugvöllurinn verði að víkja fyrir nýrri byggð.  Því þetta blað sem þau kölluðu stefnuskrá með 17 atriðum eru svo almennt orðuð að túlka má hvert atriði á margan hátt.  T.d. er sagt um flugvöllinn að hann skuli vera í Vatnsmýrinni á meðan ekkert annað betra flugvallastæði finnist.  Svo er endalaust hægt að deila um hvað sé betra flugvallastæði í nágrenni Reykjavíkur.

Jakob Falur Kristinsson, 28.1.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband