Hverjir eru við völd í Reykjavík ?

Sá meirihluti sem nú er tekin við í Reykjavík er ansi furðulega saman settur.  Sjálfstæðismenn eru 7 en þar virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vera nokkuð sér á báti en hinir 6 standa sama og svo er það F-listinn með Ólaf F. Magnússon sem upphaflega var listi Frjálslynda flokksins og óháðra.  En nú hafa flesti á þeim lista gengið í Íslandshreyfinguna sem ekki var til þegar kosið var síðast til borgarstjórnar.  Svo bætist við að Ólafur virðist nánast vera einn því hluti af F-listanum vildi ekki fylgja honum, heldur starfa áfram í nefndum fyrir minnihlutann.  Staðan er því þessi að Frjálslyndi flokkurinn á ekki lengur borgarfulltrúa í borgarstjórn.  Sjálfstæðisflokkur hefur 7 og af þeim er nú reynt að bola einum þeirra í burtu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.  Íslandshreyfingin sem ekki bauð fram í kosningunum til borgarstjórnar 2006 á einn borgarfulltrúa í meirihlutanum og hún á einnig fulltrúa í mörgum nefndum borgarinnar bæði fyrir meirihlutann og líka minnihlutann.  Þótt Ólafur F. Magnússon sé borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráð virðast þau Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórna borginni.  Hvernig á nokkur maður að skilja alla þessa vitleysu því til viðbótar sýnir nýleg skoðanakönnun að þessi meirihluti nýtur aðeins stuðnings 25% kjósenda sem segir okkur það að stór hluti sjálfstæðismanna styður ekki þennan meirihluta.  Einfaldast hefði verið að fá undanþágu hjá félagsmálaráðherra til að kjósa aftur í Reykjavík því meðan þetta er svona heldur vitleysan áfram að vinda upp á sig.  Og að nú skuli vera orðinn borgarstjóri maður sem er fulltrúi flokks sem ekki bauð einu sinni fram er nú til að kóróna alla vitleysuna.  Hafa stjórnmálamenn enga sjálfsvirðingu lengur?  Er þeim sama um allt nema það eitt að fá völd?  Getur einn og sami flokkurinn verið bæði í meiri- og minnihluta?  Nei það verður að kjósa aftur og fáskýrar línur í það hverjir stjórni borginni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband