Aumingja Villi

Það liggur við að ég sé farinn að vorkenna Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í öllum hans vandræðum við að reyna að hreinsa sig af öllu REI-klúðrinu.  Fyrst mundi hann aldrei neitt en þegar minnið fór að koma og í ljós kom að hann hafði ekkert umboð til að skrifa undir alla þessa REI-pappíra, þá fullyrti hann að hann hefði ráðfært sig við borgarlögmann, sem hefði sagt sér að hann hefði fullt umboð og bætti við að aldrei hefði sér dottið í hug að leita lögfræðiálits lögmanns út í bæ.  Þegar borgarlögmaður kannaðist ekki við málið þá birti Vilhjálmur leiðréttingu og sagði að það hefði verið fyrrverandi borgarlögmaður og þegar sá kannaðist ekki heldur við málið, þá loksins kom í ljós að þetta hafði verið Hjörleifur Kvaran sem var borgarlögmaður fyrir rúmum 10 árum og nú orðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.  Þar sem Hjörleifur Kvaran er löngu hættur sem borgarlögmaður telst hann vera eins og hver annar lögfræðingur út í bæ.  Viðhjálmur fékk sem sagt umboð frá Hjörleifi Kvaran forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur til að mæta á fund hjá Hjörleifi Kvaran og skrifa undir allt sem hann var beðinn um m.a. kaupréttarsamning við Hjörleif Kvaran og 20 ára einkaréttarsamning við REI.  Hann segist ætla að taka fulla ábyrgð á sínum misstökum og segist hafa beðist afsökunar á þeim og þegar borgarfulltrúar sjálfstæðismanna eru spurðir um stöðu Vilhjálms í dag eru þeir allir sammála að hann njóti fulls trausts.  En hvaða traust hefur Vilhjálmur í dag, ekki borgarbúa heldur aðeins sex borgarfulltrúa sjálfstæðisflokks.  Ef Vilhjálmur ætlar að taka fulla ábyrgð á öllum sínum misstökum er ekki nóg að segja bara fyrirgefið mér, hann ætti að segja af sér og þá færi hann úr stjórnmálum borgarinnar með reisn.  En ef hann ætlar að halda þessu leikriti áfram þá kemur í ljós að hann hrökklast úr stjórnmálunum með skömm.  Því við skulum ætla að fylgi sjálfstæðismanna sé meira en atkvæði 6 borgarfulltrúá í Reykjavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband