Landsbankinn

Höfuðstöðvar Landsbankans.Smáey ehf., eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur bæst í hóp stærstu hluthafa Landsbankans. Samkvæmt lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans í lok janúar er Smáey orðin 12. stærsti hluthafinn með 1,75% hlut.

Hann er ekki blankur þyrlueigandinn í Eyjum og útgerðarmaður, nýbúinn að tapa nokkrum milljörðum á fjárfestingafélagi sínu Gnúp sem hann átti með Kristni Björnssyni fv. forstjóra Skeljungs, en þetta félag stofnuðu þeir eftir að Björgvin Thor náði yfirráðum í Straumi-Burðarás, þá kom Hannes Smárason þáverandi forstjóri FL-Croup og keypti öll bréf þeirra Magnúsar og Kristins og greiddi fyrir með hlutabréfum í FL-Croup sem ekki eru mikils virði í dag.  Það virðist vera mikil samtrygging hjá þeim aðilum sem eru að braska með hlutabréf á Íslandi, því þegar FL-Croup lenti í sínum vandræðum kom Jón Ásgeir hjá Baugi þeim til bjargar.  Mér finnst skrýtið að þessir menn skuli ekki vera búnir að stofna hagsmunasamtök braskara.  Hjá þessum mönnum er einn milljarður litinn sömu augum og almenningur lítur á hundraðkall.


mbl.is Smáey meðal stærstu hluthafa Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er athyglisvert ! Nú er það bara spurningin, hver á hlutabréfin í Smáey ehf. Tók Landsbankinn bréfin upp í veðköll þegar Gnúpur ehf, var að hrynja. Er þyrlufíflið og bílabraskarinn krúnk ?

Níels A. Ársælsson., 11.2.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ætli sé ekki eitthvað að fjara undan bílasalanum.  Ég gæti best trúað að Landsbankinn ætti öll hlutabréf í Smáey ehf.  Mér finnst ekki líklegt að þeir Björgólfsfeðgar vilji bílasalan sem einn af hluthöfum í Landsbankanum.  A.m.k. vildi Björgólfur Thor ekki hafa hann í Straumi-Burðarás.  Því þetta er frekjuhundur, sem ekki er gott að vina með.  Alltaf rífandi kjaft.

Jakob Falur Kristinsson, 11.2.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Skoffínið og Manni litli voru aðalhöfundar að því að verðleggja kvótann úr 1200 kr, upp í 4400. Þeir voru svo ríkir að þeir héldu þar til örlögin gripu inn í atburðarásina hjá þeim báðum.

Sannaðist þar boðskapur Biblíunar: "Þeir hinir fyrstu munu verða síðastir og sumir þeir seinustu munu verða fyrstir"

Halelúla !

Níels A. Ársælsson., 11.2.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þú segir nokkuð Níels og sennilega er þetta alveg rétt hjá þér.

Jakob Falur Kristinsson, 11.2.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband