Ein í viðbót af Hreppstjóranum

Eitt sinn var Hreppstjórinn að landa fiski úr nokkrum bátum og var á lyftara of auðvitað að flýta sér og allt í botni.  Hann tók fiskikörin við bryggjukantinn og færði þau til hliðar á bryggjunni áður en farið yrði með þau á hafnarvogina. Hafnarvörðurinn sem einnig var vigtarmaður var þarna staddur til að fylgjast með.  Hann talaði við skipverjana á einum bátnum og bað þá að gefa sér nokkrar ýsur í matinn og var það sjálfsagt.  Það var nýbúið að hífa upp þrjú fiskikör og hafnarvörðurinn fór á milli þeirra og bryggjukantsins til að ná í ýsuna, Þá kemur Hreppstjórinn á fullri ferð á lyftaranum til að taka fiskikörin en ferðin var svo mikil að körin runnu áfram og varð hafnarvörðurinn á milli karanna og bryggjukantsins með annan fótinn sem mölbrotnaði.  Eftir þetta þá varð hann að ganga með hækjur og með fótinn í gifsi í nokkra mánuði.  Nokkru síðar var Hreppstjórinn staddur á skrifstofunni hjá mér en þaðan sást vel yfir allt hafnarsvæðið og sáum við hafnarvörðinn koma höktandi á hækjunum og í gifsinu.  Ég spurði þá Hreppstjórann hvort honum þætti ekki leiðinlegt að hafa farið svona með manninn.  Það stóð ekki á svarinu; "Nei það er ekkert að honum, bara tóm uppgerð og ég get sagt þér það að það eru alltaf eintóm vandræði með þennan mann".  Þar með var málið afgreitt af hálfu Hreppstjórans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband